Vikan


Vikan - 28.12.1961, Síða 26

Vikan - 28.12.1961, Síða 26
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA, BÍLABÚÐ, HRINGBR. 195 Húfa - Trefill - Taska. Framhald af bls. 18. og saumið frá röngu 1 cm frá brún. Flytjið sauminn út og stingið eins og á langa stykkinu. Saumið fóðrið eins og húfuna. Prjónið brugðnings- renning úr rauða garninu. Fitjið upp 180 1. á prjóna nr. 2 og prjónið 1 1. br. og 1 1. sl. þar til G cm mælast frá uppfitjun. Legg- ið renninginn saman og prjónið í gegn um fitina um leið og prjónuð er cin umferð, prjónið síðan 2 um- ferðir áfram og fellið laust af. Saum- ið renninginn saman á hiiðunum. Þræðið nú renninginn neðan á húfuna, réttu mót rétlu og látið haf- ast jafnt við húfuna allt í kring. Saumið renninginn neðan á húf- una, 14 cm frá brún á brugðnings- renningnum og 1 cm frá brún á taui, saumið með þéttu spori í saumavél. Festið dúskinn á miðjan kollinn. Tyllið fóðrinu í húfuna, brjótið 14 cm inn af að neðan, leggið niður við i varpsporið og saumið nokkur spor neðan í dúskinn. Dúskurinn er búinn til þannig: Klippið 2 pappaspjöld 3—4 cm í 26 VIKAN þvermál. Iílippið 1 gat á hvort spjald á stærð við 1 eða 2ja krónu- pening (Dúskurinn verður þéltari eftir þvi, sem gatið er stærra). Tak- ið langan þráð af rauða garninu, búið til margfalda þráðasamstæðu og þræðið á grófa stoppunál. Leggið spjöldin saman. Saumið nú með þráðunum í gegn um gatið þar til það er fullt. Klippið þá milli spjald- anna, vefjið samlitu brodergarni um og hnýtið fast. Klippið pappaspöld- in af og allar ójöfnur. Látið dúskinn að lokum yfir gufu. Taskan: Sníðið hliðarstykkið 30x 60 cm og botninn 17,5 cm í þvermál (sníðið án saumfars). Sníðið 1 stk. 25x60 af fóðri og annað af lérefti. Sníðið einnig eftir sniði botnsins af fóðri og lérefti. Sníðið skáband af rauða fóðurefninu, 4x60 cm. Saumið nú saman liliðar langa stykkisins með 1 cm saumfari, þegar 4)4 cm er eftir ósaumað, er klippt upp í saumfarið og saumurinn látinn koma öfugt við. Brjótið nú yfir á réttuna, fyrst % cm, síðan 4 cm og tyllið niður með títuprjónum. Brjótið rauða skábandið tvöfalt, leggið það undir brúnina, þannig að %—1 cm komi á réttu, stingið tæpt í brún á köflótta efninu. Saumið nú fóður og léreft saman, fyrst hliðarsauma og síðan botninn. Gjarnan má taka fóðurafganga og búa til litla vasa inn 1 fóðrið, er þá sjálfsagt að gera það, áður en fóður og léreft eru saumuð saman. Látið fóðrið í töskuna og tyllið saumunum saman. Brjótið % cm inn af að ofan og léggið niður við í höndum með þéttum sporum. Látið nú festa 8 „corsum“ með jöfnu millibili á miðjan renninginn, sem brotinn var niður á töskuna. (Látið sauminn að aftan koma milli ,,corsa“). Dragið reimina i, þannig að hún komi inn um fyrsta „corsan“, vinstra megin við sauminn að aftan, til skiptis frá næstu og út um þann seinasta, hægra megin við miðju. Saumið nú lykkju úr tvöföldu efninu, 2ja cm breiða, þræðið málm- lykkjuna á og festið á móts við hliðarsaum, neðst við botninn. Sníðið úr tvöföldu efninu 6x10 cm breitt stykki, brjótið saman og saumið þannig að þar verði 3x5 cm. Takið nú reimina, dragið gegn um lykkjuiia neðst við botninn og hnýt- ið eða saumið saman. Takið þá litla stykkið 3x2 cm og brjótið um sinn hvorn reimarenda, og heftið saman milli þeirra og á miðju stykkinu. Nú gengur þetta litla stykki upp og niður reimarnar að aftan eftir vild. — Upp, -þegar taskan er lok- uð, en niður, þegar þarf að opna hana. Kjarngóð íslenzka með dönskum hreim. Framhald af bls. 13. tómir höfðingjar á landsvísu: Sig- urður búi, Sigurður búnaðarmála- stjóri, Pálmi Einarsson landnáms- stjóri og Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri, Þeir skildu hann eftir við Tryggvaskála. Þangað sótti Brynjólfur Dagsson í Bæ hann á hesti. Harðsperrur fékk hann ó- mjúkar af reiðinni, svo að næstu daga geklc liann gleiðstígur um töðu- völl Dags bónda, og óttaðist að hann mundi aldrei framar ná saman fót- unum. Þarna í Gaulverjabæ hjá Degi og frá Þórlaugu dvaldi Adam næstu þrjú árin og likaði vel. Á vetrum var hann rjómapóstur milli Gaul- verjabæjar og Reykjavíkur, en gekk annars að öllum störfum með fullt svo mikilli atorku og almennt ger- ist. Dagur sagði um hann í afmælis- grein, þegar Adam varð fimmtugur, að likamsþrek hans hefði verið með afbrigðum, hann hefði gripið tvö- hundruð punda áburðarpokana eins og dúnsvæfla á öxl sér og dreift úr þeim um völlinn. Slík vinnubrögð hafði liann áður tamið sér heima á Sjálandi. Haustið 1927 fór Adam til Vest- inannaeyja og réðist þar til sjó- róðra með ýmsum formönnum á ýmsum bátum. Fiskaði stundum og stundum ekki, var til heimilis hjá Pétri danska, stórfrægum manni um allar Vestmannaeyjar, í útgerðar- félagi með Gísla Johnsen. Á sumrin var Adam austur á Fáskrúðsfirði, hjá Gunnari Pálssyni í Tungu, bróð- ur Jóns dýralæknis á Selfossi. Bet- ur féllu Adam sveitastörfin en sjór- inn. Vorið 1931 byrjaði hann að vinna hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel- fossi. Þar gætti hann svína, gerði við vélar og gamla brúsa, gerði all- an skrattann sem til féll, þar að auki gifti hann sig. Frúin heitir Sigur- björg Sigurðardóttir, systir Helga á Sæbóli á Stokkseyri. Þau reistu bú hjá mjólkurbúinu og eignuðust átta börn. Eftir 12 ára vist lijá mjólkurbú- inu gerðist Adam sjálfs síns herra, fékk sér lcigt í litlu sumarhúsi liin- um megin við ána og fór að leggja fyrir sig miðstöðvarlagningar. Þá iðn hafði hann lært af mönnum í mjólkurbúinu. Jafnframt tók hann að byggja sér liús á vesturbakka Ölfusár í Selfosskauptúni. Því var að mestu lokið árið 1945. Tómstundagaman Adams Hoff- ritz var framan af árum helzt út- skurður í tré og horn, síðan varð það veiðiskapur. Fyrst með byssu í hönd, og var gæsin þá eftirsókn- arverðasta skotmarkið. Fyrir kom það að hann fengi tvær í einu skoti, og þótti frækilegt, og var fótograf- eraður með fenginn. En nú hefur hann lagt byssuna til liliðar að mestu og valið sér veiðiMöngina í

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.