Vikan


Vikan - 28.12.1961, Page 31

Vikan - 28.12.1961, Page 31
fangans. „Þú þarft ekki aS svara mér þegar í staS; hugsaSu máliS, ég kem aftur á morgun ...“ Dávaldurinn neri dofna úlnliSi sína og virti stormsveitarforingjann fyrir sér. Hann sá að svitadropar stóðu á enni hans og svitarök klæðin límdust að feitum skrokk hans. „Þér virSist órólegur, herra stormsveit- arforingi,“ mælti hann og það lá við að samúðar gætti í röddinni. ,J>ér verðið að læra að slaka á.“ Stormsveitarforinginn hvessti á hann augun, fast og lengi, og gekk siðan snúðugt út úr klefanum. AftPADY var brugðið. Hann opnaði augun, og það tók hann nokkra stund að átta sig á hvar hann var. Hann sá liSsforingjann standa yfir sér með keyri í hendi, og þá vissi hann hver hann var. „Þú hefur sof- ið i næstum því sólarhring,“ mælti Þjóðverjinn og brosti. „Þú hlýtur þvi að hafa verið orðinn þreyítari en ég hugði. Við hefðum átt að halda þessu eitthvað áfram.“ Enn virti Arpady hann fyrir sér. Þeir voru einir í klefanum. Von Struckel brosti enn, og dávaldinum geðjaðist ekki að því brosi. „Ykkur hefði verið óhætt að halda áfram árlangt,“ varð Arpady að orði. „Ég mundi samt ekki hafa látið það uppskátt, sem þið eruð að slægjast eftir.“ „Vertu ekki svona fljótur á þér,“ sagði von Struckel, og tók enn að æða um gólfið eftir þvi sem hinn þröngi klefi leyfði. „Ég hef vitað það frá upphafi, að ég gæti fengið þig til að veita mér umræddar upplýs- ingar. ÞaS fyrirfinnst lykill að viljastyrk hvers einasta manns. Það vill einungis þaning til, að ég hef notað skakkan lykil, hvað þig snertir." „Þér hafið ekki neinn réttan lykil handbæran.“ „Jú, það vill svo til.“ Stormsveit- arforinginn nam skyndilega staðar og hvessti augun á dávaldinn. „Ég hef komist að raun um að þér eigið dóttur.“ Arpady brá, en tókst þó að léyna því i tíma. Hann vonaði að minnsta kosti að stormsveitarforinginn héfði ekki veitt þvi athygli. „Ég á ekkert barn,“ svaraði hann. „Ég átti konu, en þiS hafið séð fyrir þvi, að ég er nú ekkjumaður.“ ,Já, þvi miður, þá er kona yðar ekki lengur á lífi. Hún lézt vist úr hjartaslagi. Mér þykir það leitt. Raunar var blóð hennar ekki ómeng- að. Og,“ bætti hann við, „það er blóð dóttur yðar ekki heldur.“ „Ég á ekki neina dóttur,“ endur- tók dávaldurinn þrákelknislega sem fyrr. Nú var það stormsveitarforinginn, sem gerðist áhyggjufullur. „Svona nú,“ sagði hann, „eigum við elcki að hætta þessum blekkisögnum og leggja spilin á borðið?“ Hann dró upp vasabók sína, opnaði hana, hagræddi hornspangagleraugunum vandlega á nefi sér áður en hann tók að lesa. „Nafn: Anna Maszaros. Fædd: Þann 14. júlí, 1922 í Buda- pest. Hélt til Parisar i janúarmán- uði, 1939. Lagði stund á listnám við Sorbonneháskólann, unz Frakkland var frelsað af þýzka hernum. Býr nú í París undir nafninu Anna Mons- ant.“ Hann leit upp frá lestrinum. „Þarf ég að lesa lengur?“ Þar kom, að Arpady þraut sjálf- stjórn. Hann spratt á fætur og greip fyrir kverkar stormsveitarforingj- anum. En pyndingarnar og mis- Nýju færsluvélarnar frá Olivetti eru hraðgengar, fullkomnar, sterkar og ódýrar. Hentugar til færslu á launum, birgðum, reikningum o. fl. o. fl. Olivetti færsluvélarnar má einnig nota sem bókfærsluvélar í litlum fyrirtækjum. Eigið verkstæði, gnægð varahluta og sérmenntaður viðgerðarmaður tryggir öruggan rekstur og langa endingu Olivetti véla. G. IIelg:ason A IHclsied li.f. Rauðarárstfg 1. — Sími 11644. þyrmingarnar i klefanum höfSu dregið úr honum mátt, svo von Struckel veittist auðvelt að hrinda árás hans. Arpady lá nokkra stund hreyf- ingarlaus á klefagólfinu, lét sem hann væri meðvitundarlaus, en i rauninni var hann að hugsa — hugsa um Önnu og lykilinn, sem stormsveitarforinginn hafði komizt yfir. Loks skreiddist hann á fætur og settist á bálltinn. „Hvað hafið þið gert henni?“ spurði hann. Það var þýðingarlaust að vera með látalæli lengur. „Ekki neitt •— ekki enn,“ svaraði von Struckel illgirnislega. „Það veit enginn einu sinni um þetta enn sem komið er, nema við tveir — ekki enn. Öll tengsl á milli þín og Önnu Monsant eru vandlega dulin. Með því að glugga 1 ótal mjög svo mein- leysisleg skjöl og skilríki og leggja saman tvo og tvo tókst mér loks að geta mér til um þau. Og ef þú lætur mér í té þær upplýsingar, sem ég er að sækjast eftir, kemst enginn að neinu.“ Arpady leit á stormsveit- arforingjann, og þegar hann sá drýldnina í svip hans, þótti honum tautaði stormsveitarforinginn. „Þér það næsta trúlegt að hann segði vísið okkur leiðina til þessara bæki- satt, hann væri einn um joessa vitn- stöðva þeirra.“ eskju — að minnsta kosti enn. Von Arpady kinkaði kolli. Hann átti Struckel var einmitt af þeirri mann- ekki neinna kosta völ úr því sem gerð ,sem nýtur þess að vita meira komið var. „Hve lengi hef ég dvalizt en aðrir, luma á trompi í bakhönd-M inni. Aftur á móti var eklci að vita hve lengi hann mátti treysta því, að hann héldi þessu leyndu. „Hvern- ig get ég verið viss um að þér segið satt?“ spurði hann. „Þér hafið orð þýzks liðsforingja fyrir því,“ svaraði von Struckel móðgaður. „Ég verð þá að hætta á það,“ hreytti Arpady út úr sér. „Jæja þá.“ Stormsveitarforinginn lét svo litið að taka sér sæti. „Það eru nöfnin á þessum njósnurum, sem þú hefur haft samband viS,“ sagði hann. „Ég vissi aldrei nöfn þeirra,“ svar- aði dávaldurinn. „Ég fór til aðal- stöðva þcirra uppi i sveit, og afhenti þar þær upplýsingar, scm ég hafði komizt yfir. Og ég hitti sama mann- inn aldrei nema einu sinni að máli.“ „Gott, svo langt sem það nær,“ .liérna?“ spurði hann. „Þrjár vikur.“ „Ég mundi eiga öllu auðveldara með að trúa þvi, að það væru orðin þrjú ár.“ Stormsveitarforinginn brosti. „Þér hafið reynzt flestum örðugri við að fást,“ mælti hann og gat ekki leynt dálililli aðdáun í röddinni. „Samt ekki nógu örðugur,“ hreytti Arpady út úr sér. „Er dagur eða kvöld?“ „Kvöld,“ svaraði von Struckel. „Klukkan er langt gengin í tíu.“ „Gott,“ varð Arpady að orði. „Það er þá bezt að fá þessu aflokið.“ Þjóðverjinn sparkaði nokkrum sinnum 1 klefahurðina og storm- sveitarmennirnir komu inn aftur. Þeir fremur drógu en studdu dá- valdinn upp stigann, hrundu hon- um inn i baðherbergi og vörpuðu til hans fötum. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.