Vikan


Vikan - 28.12.1961, Page 34

Vikan - 28.12.1961, Page 34
34 VIKAN þrýstir honum að barmi sér. Atlot Jans lifa í líkama hennar, og sem betur fer hefur hún borið gæfu til að vernda ást sína og varðveita. Nú fyrst. verður henni það ljóst að þessi minning líkamans er það helgasta, sem hún á. Jan, hvíslar hún, ég er þin og aðeins þín og enginn skai nokkru sinni fá að vanhelga þessa minnmgu. Ég skal aldrei verða annars manns, hvernig sem fer, það sver ég þér. Ég skal alltaf verða þess um- komin að geta litið framan i sjálfa mig án þess að þurfa að blygðast min. Jan, komdu til mín aftur .. . við skul- um ekki láta þá ógæfu henda okkur að skilja að skiptum, jafnvel þó við verðum aldrei svo frjáls að njótast. Við skulum aldrei fremja þá hræði- legu synd gagnvart okkur sjálfum ... þá einu synd, sem aldrei verður fyr- irgefin. Og allt i einu gerir hún sér það ljóst, að það er hennar og einmitt hennar að sjá svo um, að sú synd verði ekki iramin. Hún kveikir á leslampanum á nátt- borðinu, nær í pappír og sjálfblek- unginn, og um leið og hún gengur á vald sönnustu og einlægustu til- finningum sínum, verður hún gagn- tekin unaðslegum friði ... utan fatageymsluna og fylgir henni út. Hún hefur ekkert við það að at- huga á meðan hann er hæverskur og sýnir henni ekki neina áleitni, enda þótt hann endurtaki beiðni sína við og við. Þess á milli ræða þau um ýmislegt, og hann gætir þess að vera henni sammála um flest. Þegar út á götuna kemur, gerir hann ekki lengur neina tilraun til að koma fram sem Þjálfaður kvennaveiðari; hann er greinilega haldinn minnimáttarkennd gagnvart henni, þegar hún vill ekki verða til við hann. En hann er engu að síður iðinn við sitt; hann vill ná í bilinn sinn, svo þau geti ekið eitt- hvað saman, og hann segir henni frá útvarpsgrammófóninum og plötusafn- inu sínu, og kveðst vera snillingur í matargerð svo þau geti notið veizlu- máltíðar heima hjá honum. Loks kveður hún hann og stekkur upp í strætisvagninn. ÞEGAR Sonja er komin inn i strætis- vagninn hnigur hún hálfmáttvana niður í sætið. Og nú, þegar hún heyr- ir ekki lengur þrákelknislega bæn- arrödd hans 1 eyrum sér, gefst henni loks ráðrúm til að átta sig á þvi, sem gerzt hefur. Hún skilur það, að það eru ekki eingöngu stúlkurnar, sem eiga við einmanakenndina að stríða; að karlmenn eru þar ekki að neinu leyti betur settir, einhverra hluta vegna. Þeir komast ekki allir upp á lag með að misnota sér hjónabands- löngun kvenna og hafa þær að leik- soppi, en þrá það eitt að mega sýna einhverri konu ástúð, sitja hjá henni, hálda í hönd henni, njóta atlota hennar . . . En þegar heim kom var allt það, sem fyrir, hana hafði borið um kvöld- ið, hálfgleymd saga. Hún fór I bað, laugaði af sér grómið úr danssalnum, sem hún hafði nú í fyrsta skiptið fundið vekja með sér andúð og við- bjóð, og hún er því fegnust, að hún skuli vera hrein þegar hún leggst fyrir til svefns. Og henni verður hugsað til vinstúlku sinnar, Irmu ... Og svo verður henni hugsað til Jan. Hvers vegna bilar hana kjark? Hvers vegna heldur hún ekki baráttunni áfram, unz fulnaðarsigur er unninn? Jan . . . Jan ... Hún vefur svæfilinn «örmum og „Jan. Ég get ekki skýrt það hvers vegna ég skrifa þér þetta bréf. Þetta er ekki aðeins fyrsta bréfið, sem ég skrifa þér heldur og fyrsta bréfið, sem ég skrifa karlmanni öðrum en föður minum. Bæn mín er einföld og einlæg. Komdu til min aftur, hvernig sem fer. Þér finnst víst að ég hafi hagað mér einkennilega að undanförnu, er ég hef verið þér köld og fráhrindandi. Kannski hefur stolt mitt vaknað i svip, kannski er ástæðan önnur, og það get ég ef til vill sagt þér nánar seinna. En nú er mér ljóst, að stoltið og það, sem stundum er kallað heilbrigð skynsemi, eru okk- ar hættulegustu féndur. Og mér er það einnig ljóst, að ég mundi aldrei geta risið undir þeirri ábyrgð, að ég gæti kennt sjálfri mér um ef við fremdum hinn hræðilegasta glæp gagnvart okk- ur sjálfum einungis fyrir það, að ég hefði ekki gert allt, sem í minu valdi stóð, bókstaflega allt — áður en það var um seinan. Komdu aft- ur, vertu hjá mér, hvort sem við erum frjáls að því eða ekki. Komdu aftur, svo allt verði eins og það var ... Sonja“. Hún las bréfið aftur og aftur. Hún fann, að hana iðraði ekki eins ein- asta orðs, sem hún hafði skrifað, því að hvert orð var satt. En hún óttaðist það, að hún kynni að hika við, ef hún læsi Það aftur í dagsbirtunni að morgni. Það mátti ekki verða. Hún lagði bréfið Því i umslag, skrif- aði utan á það og gekk frá því. Svo klæddi hún sig i skyndi, fór með bréfið og lagði það í póstkass- ann. Þegar hún kom inn aftur, sofnaði hún vært, sæl í þeirri tilfinningu að hafa loks sigrazt á stolti sínu og efa. Að hafa gert allt, sem henni var frek- ast unnt. Og þegar hún vaknaði um morgun- inn og minntist þess, hvernig hún hafði gengið tilfinningum sínum á vald um nóttina, sínum sönnustu og einlægustu tilfinningum, var hún glöð og ánægð er henni varð hugsað til þess, að nú væri bréfið á leiðinni til hans ... Framhald 1 næsta blaði. Það er ekki eins og ætlazt sé til að yináttan vari lengur en til morg- unsins ... Hún verður undrandi, þegar Sonja vill ekki verða við. beiðninni, sem henni hefur verið falið að koma á framfæri, segir að hún hefði ein- hverntíma ekki ... Og það er hverju orði sannara. Sonja hefur hingað til ekki verið stórlátari en stúlkur á hennar aldn almennt, þegar þannig hefur staðið á, en nú finnur hún að henni er slikt um megn. Kemst að raun um það, að hafi maður unnað heilshugar, ber maður slíka virðingu fyrir ást sinni, að maður gæti ekki litið framan i sjálfan sig, ef maður brigðist henni. En þetta er að sjálf- sögðu meir en Irma getur skilið, hún hefur aldrei unnað manni í raun og veru. En núunginn er ekki á því að láta sig. Hann sezt við borðið hjá Sonju og ber nú sjálfur fram beiðni sina, að visu hæverskari oröum en flestir þarna. Þegar Sonja vill samt sem áður ekki þekkjast hann, rís á fæt- ur og heldur á brott, veitir hann henni eftirför, bíður eítir henni fyrir

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.