Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.12.1961, Qupperneq 36

Vikan - 28.12.1961, Qupperneq 36
AKLÆÐlf! Spyrjið bólstrarann yðar um ÚLTÍMU- ÁKLÆÐI ULTIMA KJÖRGARÐI 'S án þess að stíga af hjólinu. — Halló, segir stúlkan lágt og dá- lítið hikandi. Svo hlær hún glaðlega, og hlátur hennar minnir hann á fuglakvak. — Ertu að hlæja að mér? segir hann og læzt vera móðgaður, en brosir þó svo að skín i sterklegar hvítar tennurnar. — Já, þú ert svo skemmtilega ó- hreinn í framan, segir hún og bros- ir, og honum finnst bros hennar bjart og fallegt eins og vorið. — Þú værir líka óhrein, ef þú værir búin að aka á hjólinu þvi arna í allan dag. — Býst við þvi, en hvert ertu annars að fara? — Ég veit ekki, ég þori ekki að setjast á þetta ferliki, ég er viss um að ég dett. — Hvaða vitleysa, þú venst fljót- lega við að sitja á mótorhjóli, og þá finst þér það reglulega gaman. Komdu nú. — Jæja þá, segir hún, og sezt fyrir aftan hann á rykugt sætið, og hún gleymir alveg, að ef til vill kunni pilsið að óhreinkast. Hann stigur á benzinið og brátt eru þau hulin mórauðu rykskýi, sem vindurinn feykir hærra og hærra upp í loftið, unz það hverfur inn i austrið, þar sem nýr dagur er að fæðast. -fc — Hingað. — Hingað? — Já, nú finnst mér ég kominn á leiðarenda. — Sá er góður. — Ferðinni var upphaflega heitið að Brekku, en ég er vist kominn of langt. — Já, það ertu. Brekka er bær- inn, sem þú sér$ þarna undir hlið- inni. — Hvíta húsið með rauða þak- inu? — N'ei, það er Þúfa. Gula húsið með græna þakinu, er Brekka. — En þú, hvert ferð þú? — Ég fer að Þúfu. — Gott, þá eigum við samleið seztu á. Umsjónarmaður með kvennabúri. Framhald af bls. 9. Eigendurnir reyndust vera tveir bræður Arthur og Frederik Lund- gren að nafni af sænskum og dönsk- um ættum. Þeir voru fæddir í Brasilíu. Ég komst brátt að raun um það, að þeir voru stórauðugir menn og lifðu á ýmsan hátt ólíkt þvi, sem tíðkast á Vesturlöndum. Hótelið, sem ég hafði nú tekið að mér stjórn á, var myndarlegt, stórt og veglegt og á ágætum stað. í því voru 50 herbergi, stórir mat- ■Hsalir, fullkomnasta eldhús og geysi- Wegur fjöldi starfsfólks: svart, hvítt, 36 vkak rautt, kaffibrúnt og næstum þvi allt þarna á milli. Mér leizt vel á þetta frá byrjun, og var mér tekið með mikilli vinsemd þegar ég kom þang- að. Starfsfólkið virtist vera vant því að líta með lotningu mikilli á forstjórann og fékk ég að kenna á þvi daglega. Ég beitti minum ís- lenzku uppeldisaðferðum, sem ég hef aldrei getað losað mig við og kom fram við starfsfólkið eins og ég væri jafningi þess, en fann brátt, að það dugði ekki — og það hef ég svo sem oft orðið var við er- lendis. Ég fékk mér kennslutim'a i portúgölsku og framburðinn lærði ég bezt með því að láta starfsfólkið leiðrétta mig. Það sagði aldrei: „Þú segir þetta, en átt að segja það svona.“ Heldur sagði það: „Hann sagði það svona, en hann á að segja það svona.“ — Þannig talaði það alltaf við mig í þriðju persónu. Þarna var margt af matreiðslu- fólki. Ég kunni ekki aliskostar á brasilíanska matargerð til að byrja með, en ég lærði það fljótt. Annars átti ég ekki að sjá um hana, en vildi hafa eftirlit með henni. Maturinn er þarna miklu sterkari á bragðið en við eigum að venjast. Það er miklu meira notað af kryddi en tiðkast í Evrópu eða til dæmis í Bandarikjunum. Þetta gekk allt saman prýðilega. Eftir því sem tíminn leið ávann ég vináttu og trúnað bræðranna. Þeir voru báðir komnir við aldur og höfðu alia tíð haft mjög mikið umleikis. Þeir áttu fleiri hótel. Þeir áttu appel.sinu- og grape-fruit-ekrur, og þeir báðu mig um að sjá um reksturinn á einni þeirra, en í henni voru um 5 þúsund ávaxta- tré. — Þeir áttu balsafiota. Þetta voru fiekar búnir til úr balsatrjám og reyrðir saman með trjáfléttum. Á þessum flekum fiskuðu menn og voru tveir menn á hverjum. Fiski- mennirnir höfðu hálfan hlut, en eigendur flekans höfðu hinn helm- inginn. Nú átti ég að taka við helm- ingnum af afianum og koma honum í_ verð, einnig varð ég að sjá um tiundir þeirra og aðrar greiðslur, sem af þessum atvinnurekstri staf< aði. Þá áttu þeir og baðmullaverk- smiðjur og skipafélag. Þegar vinátta min og bræðranna virtist hafa þróazt upp i algeran trúnað, fólu þeir mér starf, sem ég hugsa að enginn íslendingur fyrr né síðar hafi stundað nema ég — og mig hafði að minnsta kosti aldrei dreymt um. Þannig var mál með vexti að bræðurnir voru ekki kvongaðir eins og við köllum það. Hins vegar „áttu“ þeir konur og þær ekki fáar. Ég hygg að þær hafi verið að minnsta kosti 25 og áttu þeir næstum því jafnmargar. Með þessum konum áttu þeir 46 börn. Annar átti 18 börn, en hinn 28 börn. Hér var þó ekki um austurlenzkt kvennabúr að ræða. Það eru sem sé lög i Brasiliu, að ef maður þung- ar konu, ber honum að sjá um hana og barn hennar, og liggur við allt að 15 ára fangelsi ef út af er brugð- ið. — Ekki höfðu bræðurnir eignazt fleiri en eitt til tvö börn með hverri Nú báðu þeir mig að taka að mér nokkurskonar yfirstjórn á öllum þessum konum og öllum þessum börnum. Þetta kom mér algerlega á óvart — og ég tók málaleitun þeirra vlðs fjarri til að byrja með. Þeir kváðust skilja það, að mér hrysi hugur við þessu starfi, en ég gerði mér algerlega rangar hug- myndir um það, og það væri eðli- legt. Svo skýrðu þeir þetta út fyrir mér — og ég féllst á að verða við bón þeirra, en með kvíða þó. Bræðurnir bjuggu í munaðarleg- um skrauthýsum, enda voru þeir með auðngnstu mönnum á þessnm slóðum. Þeir höfðu mikið þjónaval I höllum sinum og voru þeir vel varðir. Enginn gat fengið að hafa tal af þeim nema eftir umsókn — og ekki heldur konurnar, sem þeir áttu. Þær áttu alls ekki heima i skrauthýsum þeirra. Þær höfðu all- ar fengið íbúðir til umráða og flest- ar voru þetta einkaibúðir, það er smáhús. Þær bjuggu hver út af fyrir sig og höfðu börnin hjá sér, að minnsta kosti í byrjun. Ég átti nú að annast þessar kon- ur. Ég skyldi greiða þeim „kaup“ þeirra, „matarpeninga“ þeirra, eða hvað menn vilja kalla það, og átti ég að gera það vikulega. Ég átti að hlusta á beiðnir þeirra, kvartanir og vandamál, ráða fram úr þeim sjálfur, sem ég teldi að ég gæti ráðið fram úr og ekki væru mikilsverð, Blóm á heimilinu: Skammdegismyrkur eftir Paul V. Michelsen. Nú, þegar skammdegið fæxist yfir, og myrkrið verður svartara, verðum við að gæta þess, að hafa stofuplönturnar I.eins góðri birtu og hægt er að veita þeim, eftir því, sem þær krefjast, hver og ein. Það er alltaf leiðinlegt að sjá fal- legar pottaplöntur teygja sig eftir birtunni og verða langar og renglulegar, og verður ekki úr þvi bætt, nema að skera þær mikið niður að vori. Það er aldrei gott að hafa mjög heitt I stofunni, hvorki fyrir menn né blóm. Að deginum, þegar bjart- ast er, þola plönturnar vel 22 st. hita, en á kvöldin, þegar við vilj- um hafa það heitt og notalegt, værl bezt fyrir blómin að hafa 5 st. lægri hita. Verst er það, þegar dagurinn er orðinn stuttur og mið- stöðvarofninn undir glugganum sendir bylgjur af heitu þurru lofti á viðkvæm vetrarblómin. Það er því bezt, að draga niður gluggatjöldin og mynda þannig lokað kalt rúm fyrir plönturnar á Kvöldin. Það þurfa að vera sterkar plöntur og hafa góða umönnun, ef þær eiga að þola veturinn I of- hitaðri og oft tóbaksreykfullri stofu. Það er gott að loka fyrir miðstöðvarofninn á nóttunni, ef það er hægt sakir frosta að vetr- inum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.