Vikan


Vikan - 28.12.1961, Side 43

Vikan - 28.12.1961, Side 43
RSRu deaUMu^InN Draumspakur maður ræður drauma ryrir lesendur Vikunnar. Kæri Draumaráðandi. Viltu segja mér hvað þessi draum- ur þýðir. Mig dreymdi að ég var á gangi eftir götu, með pabba og mömmu og frænda mínum, en Þá fannst mér pabbi fara frá okkur og ætla eitthvert annað, en við hin höld- um áfram en þá komum við að á, sem við ætluðum yfir. Áin var lögð ís, en samt Þykkt snjólag yfir. Frændi minn fór yfir ána til að kanna hvort hún héldi og hann komst yfir, en þegar ég ætlaði yfir fannst mér vera krap við bakkann, en áin samt vera svo grunn að hún væri í ökkla, en ég segist ekki fara yfir. Fór- um við þá af stað aftur eftir götunni, en þegar við vorum komin svolítinn spöl, þá fann ég þrjá giftingarhringi, sem lágu á götunni, en þeir voru allir heldur stærri heldur en venjulegir hringir. Tveir lágu saman hlið við hlið, en einn lá spölkorn frá og á hann var letrað nafn á stúlku og föðurnafn hennar. Ég man ekki fyrir víst hvað það var, hvort það var Herdís. Frændi minn og mamma voru þarna hjá mér en mamma segir: „Reyndu að draga upp einn hringinn á fingurinn", en ég neitaði því. Lengri var draumurinn ekki. Hallfríður. Svar til HallfríSar, Ég er hræddur um aö þú veröir fyrir eirihverfum þeim erfiöleilcum á næstunni, sem leiöa til þess aö þú veröur að leggja á hilluna þœr áætlanir, sem. þú heföir gert Hringarnir í draumnum eru auö- vitaö tákn um ástarævintýri, sem þó veröur ekkert varanlegt úr. Móöir þín hvetur þig sérstaklega í sambandi viö einn þeirra, en þú hefur ekki áhuga. Kæri Draumaráðandi. Mig dreyindi þennan draum um daginn og vona að þú getir ráðið hann fyrir mig. Mér fannst ég vera að labba úti og skoða í búðarglugga með strák, sem ég er hrifinn af. Petta var að kvöldlagi. í búðarglugg- anum var agalega fallegur náttkjóll, hvítur og dálítið fleiginn og fór að tala um hvað mig langaði í hann •en mér fannst hann kosta eitthvað milli þrjú og fjögur þúsund, svo ég gat ekki keypt hann. Svo fannst mér strálcurinn gefa mér þennan kjól í jólagjöf og sofa lijá mér yfir jóla- nóttina. Hvað merkir þessi draum- ur? Með fyrirfram þakklæti. Ein ástfangin. Svar til Einnar ástfanginnar. Fallegur kjóll í búðarglugga er merki um sérstakt metnaðarmál. Þar sem þú færð hann er ekki horfur á öðru en að þetta metn- aðarmál þitt fái að rætast og sjá dagsins ljós í verulcikanum. Þetta verður þó ekki fyrir eigin getu heldur með hjálp og fyrir til- verknað annarra. Iværi Draumaráðandi. Mig dreymdi fyrir stuttu síðan, að mér þótti sem ég væri á gangi úti á götu og geng hjá þar, sem vin- kona mín býr. Fannst mér hún koma út á tröppurnar og kalla til mín að koma heim. Fór ég heim til hennar, og fannst mér ég koma inn í for- stofu og svo inn i innri forstofu, sem mér fannst svo undursamlega fínt hol eins og er i nýtízkuhúsum. Á gólfinu var rautt og pluserað teppi. Fyrir miðju upphækkaður pallur í tigul og var grænn gras- bekkur utast á þessum palli allt i kring og á miðjum pallinum stóð stórt blóm, grænt og mjög fallegt. Mig minnir að þar væri árelia. Ég undraðist stórum, hvað væri orðið fínt lijá henni. Ekki man ég eftir að ég kæmist lengra en vaknaði við að ég dáðist svo mjög að hve þetta væri smekklegt allt og vel fyrir komið. Draumurinn var ekki lengri, en hvort er þetta fyrir einhverju mér viðvíkjandi eða þessari vin- konu minni. Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu svarsins. „Grasa Gudda“. Svar til „Grasa Guddu.“ Þessi draumur varðar eingöngu sjálfa þig. Tákn hans eru marg- vísleg en það markverðasta er að þú ert þarna í mjög fögru og aðdáunarverðu umhverfi. Þetta er tákn um að þú munir brátt komast í kunningsskap við mann- eslcju, sem telst til hærri stétta landsins, og sem margir munu öf- unda þig af að þekkja. Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig sem fyrst. Svo er mál með vexti að ég liefi nýlega kynnzt manni, en er á báðum áttum hvort ég á að halda þeim kunningsskap áfram, svo í gær- kvöldi áður en ég fer að sofa óska 'ég að mig dreymi, hvað ég eigi að gjöra. Ég er mjög berdreymin. Síð- an leggst ég til svefns og sofna og dreymir mig þá mann, sem ég var með fyrir tveim árum síðan, finnst mér við vera stödd inni i herberg- inu mínu og er liann að búa um í sófanúm mínum, svo þykir mér allt í einu sófinn vera orðinn að hjóna- rúmi og finnst mér við eigum að sofa þarna, en ég er eitthvað að taka til eða dunda þarna inni. Fannst mér næst vera komið eins- manns rúm við einn vegginn og er maðurinn kominn þar upp i. Ég hugsaði með mér að hann hefði far- ið upp í þetta rúm á meðan ég var að þessu dundi. Hann vildi ekki fara upp í hjónarúmið, fyrr en um leið og ég. Síðan varð draumurinn ekki lengri. Dollý. Svar til Dollýar. Það samband sem þú hafðir við hinn umrædda mann fyrir tveim árum er þér að nokkru lykill að ráðningu þessa draums. Ef ég les rétt á milli línanna er það bending að samskonar sam- bandi eigi eftir að hefjast milli þín og núverandi kunningja þíns. Eftir draumnum að dæma mun samband ykkar smá aukast, en greinilegt er að maðurinn vill ekki stíga hið endanlega spor nema hann hafi fulla vissu fyrir ótvíræðuni vilja þínum. 8111 Nijtt útlit Nú tækni Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Máimgluggar fyrir verk- smiöiubyggingar, gróöur- hus, bílskúra o fl. /ZZ7 MALMGLUGGAR kt Lækjargötu, Hafnarfirði. — Síini 50022. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.