Vikan - 04.01.1962, Page 3
Vikan innbundin ...
Kæri Póstur.
GeturSu sagt mér, hvort hægt er
að láta binda Vikuna inn? Ef svo
er, hvar væri það gert, og hvað
myndi það kosta?
Kó þorn.
Flestar bókbandsstofur í Reykja-
vík myndu taka að sér að binda
inn Vikuna. Líklega myndi það
kosta um 5—600 krónur.
Pokar xrndir augum . .
Kolbrún skrifar okkur í öngum
sínum — hún er með skelfilega Ijóta
poka undir augunum, sem hún vill
umfram allt losna við. Hún segir
m. a. í bréfinu: „... kannski ætti
ég að fara til augnlæknis, en Vika
mín, þú átt ráð við svo mörgu, að
ég treysti þér eins vel.“
Ég þakka það álit, sem þú hefur
á úrlausnum Vikunnar, en anzi
er ég hræddur um, að úrlausn
við þessu myndi flokkast undir
skottulækningar — auðvitað,
skaltu fyrst fara til augnlæknis
eða e. t. v. húðsjúkdómalæknis.
Ef læknastéttin veitir þér ekki
úrlausn, væri kannski reynandi
að leita til skottulæknis Vik-
unnar.
Pizza.
Kæri Póstur.
Viltu vera svo góður að fremja
hér smá Salómonsdóm. Deilan snýst
um rétt, sem á erlendri tungu nefn-
ist „pizza“, og sem ég vil halda
fram, að sé ítalskur. Vinur minn,
sem vill eigna Frökkum allar dá-
semdir þessa heims, heldur því
hins vegar fram, að hann sé fransk-
ur. Hvað segir þú?
Guttormur.
Þú munt hafa á réttu að standa,
Guttormur, en vinur þinn er ekki
sá eini, sem vill frenskja rétt
þennan, því að Frakkar kvu nú
sjálfir orðið nefna hann „Pain
á páté“.
Það byrjaði í strætó ...
Elsku^ bezti póstur minn.
Ég er 14 ára og hef lesið Vikuna,
síðan ég lærði að lesa og alltaf eytt
minum eigin vasapeningum í hana.
Nú langar mig svo að biðja þig um
róð. Ég er skotin í strák, sem fer
alltaf í sama strætó og ég i skól-
ann. Hann talar aldrei við mig,
heldur starir á mig alla leiðina með
þessum dásamlegu dádýrsaugum
sínum. í skólanum (hann er í 4.
bekk, en ég í 2.) er hann alltaf að
labba framhjá mér og vinlconum
mínum, og þær segja, að hann sjái
ekkert nema mig.
Hvað á ég að gera til að láta hann
vita, að ég sé spennt fyrri honum?
Mig dreymir hann orðið á liverri
nóttu. Ein í rusli.
Segðu mér nú ekki, að þrátt fyrir
þín fáu ár hafi guð ekki gefið
þér einhvern skerf af kvenlegri
kænsku. Ef pitturinn sýnir þess
svona glögg merki, að hann sé
hrifinn af þér, þarf hann bara
á örlftilli uppörVoin að halda
(þ. e. a. s. sé hann venjulegur
16—17 ára piltur). Misstu vasa-
klút í strætó fyrir framan nefið
á honum, eða láttu líða yfir þig
í skólaportinu, þegar þú veizt af
honum í nánd. Vertu bara viss
um, að einhver annar sé nálægt,
ef ske kynni að ...
Ótgefandi: VXKAN H.F.
Ritstjóri:
Gfali SigurðsRon (ábm.)
AuglýBÍngttstjóri:
Jóhaunes Jörundssoh.
Framkvæmdttstjóri:
- Hilmar A. Krístjánsaon.
Ritstjórn og ouglýsingar: Sklpholti
33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Póst-
hólf 149. Afgrelðsia og dreiflng:
Blaðadreifíng, Míklubraut 15, simi
36720. Dreifingarstjóri: óskar Karls-
son. VerB 1 lausasölu kr. 15. Askrift-
arverð er 200 kr. ársþriðjungslega,
greiðist fyriríram. Prentun: Hilmir
h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
„Sjenerandi“ varir.
/ næsta blaði verður m.a.:
# Gangan langa. — Mergjuð saga eftir danska skáldið Paul Örum.
V París Match í Reykjavík. Þetta stærsta vikublað heimsins sendi
á sínum tíma ljósmyndara til íslands í tilefni af fiskveiði-
deilunni og nú hefur Vikunni tekizt að ná í nokkrar þessara
m,ynda, sem sýna meðal annars forseta íslands í Sundlaugunum.
■¥• Sjónarvottur. — Spennandi sakamálasaga eftir Charlotte
Miller.
V Einstæður göngusveinn á þangfjöru drottins. Séra Jakob Jóns-
son i aldarspegli.
¥ Koma tvíhneppt föt bráðlega aftur? Viðtal með myndum við
Harald Örn klæðskera í Bankastræti, m. a. um karlmanna-
fatatízkuna.
# Ný framhaldssaga, sem hefur vakið geysimikla athygli er-
lendis: .Clark Gable, eiginmaður minn, eftir síðustu eiginkonu
hans, sem nú lifir hann, Kathleen Gable. Sögunni fylgir fjöldi
mynda úr einkalífi þeirra hjóna.
# í leit að lífsförunaut. Sú vinsæla saga er nú senn á enda og
endar í blaðinu þar á eftir.
* Ný, stórglæsileg verðlaunakeppni: — Verðlaunin: 40 fermetr-
ar af Axminster gólfteppi og vinnandinn getur sjálfur valið
sér mynztur. Verðmæti vinnings: 20 þúsund krónur.
¥ Vikan og tæknin: Hlustað eftir tilkynningum utan úr geimnum.
* í fullri alvöru: Að gera hið illa og ljóta hversdagslegt.
* Með á nótunum: Sagt frá jazzkvöldi í Tjarnarkaffi.
Kæra Vika.
Þú, sem kannt ráð við öllu,
reyndu nú að hjálpa mér. Svo er
mál með vexti, aS ég er búin aS
gera allt, sem ég get, til þess aS fá
mjúkar og rakar varir, en þær ein-
hvern veginn skrælna alltaf upp.
Ég hef borið krem yfir varalitinn,
en það er bæði svo „sjenerandi“ og
óþægilegt, að ég yrði mjög þakklát
fyrir annað og betra ráð.
Didda G.
Feitir varalitir eru langbezta ráð
við þurrum vörum. Þó að notkun
þeirra fylgi sá ókostur, að maður
þarf að mála sig oftar, eru þeir
langtum æskilegri en hinir svo-
kölluðu „kossekta“ varalitir.
Ja, þessar mæður ...
Kæri Póstur.
Ég á heima í fjölbýlishúsi í út-
hverfi bæjarins innan um mikið af
barnafólki. Finnst mér alveg hræði-
legt til að vita, hversu langflestar
hinna ungu mæðra þurfa að öskra
á börn sín sí og æ. Gera þær sér
ekki ljóst, að þetta er ekki leiðin
til að fá börn til að hlýða, heldur
stæla börnin fyrirdæmið, sem móð-
irin gefur þeim.
Ég á sjálf 4 börn, mjög vel upp
alin segja allir, og þó hef óg aldrei
svo mikið sem hækkað róminn við
þau.
Sigurveig Pálsdóttir.
P. s. Hvernig er skriftin?
(Ég er 36 ára gömul).
Skriftin ber vott um, að þéK hafið
aldrei öskrað um ævina.
Duldar hugsanir.
Ég skammast mín svo að skrifa
þetta, en ég get ekki orða bundizt,
og mig langar svo að vita, hvort
öðrum konum er eins innanbrjósts
og mér.
Ég er 27 ára gömul og búin að
vera í hamingjusömu hjónabandi
í bráðum ár. Ég elska manninn minn
mjög heitt, en ég verð að viðurkenna,
að ég verð alltaf mjög spennt, þeg-
ar ég finn, að öðrum karlmönnum
lizt vel á mig. Það er meira að segja
elns og einhver fiðringur fari um
mig. I>að er ekki svoleiðis, að ég
gæti átt vingott við annan mann,
en ég brýt oft heilann um það,
hvernig það mundi vera að láta ann-
an mann kyssa sig.
í biblíunni stendur, að siðlausar
hugsanir séu eins syndsamlegar og
raunverulegt siðferðisbrot, svo mér
líður oft mjög illa út af þessum
hugsunum mínum. Ég hef verið að
velta því fyrir mér, hvort aðrar
konur hugsuðu svona.
E. S. Húsavík.
Kæra frú E. S.
Bæði menn og konur fara nú oft
í búðir án þess að verzla, ekki
satt?
Svar til Ingólfs.
það er þó hún, sem á eftir að sitja
uppi með þig næstu 50—60 árin.
Kæra Vika.
Ég á heima á fjölbýlishúsi og hef
það verk með höndum að rukka
inn sameiginlegan hitakostnað einu
sinni í mánuði. En það er ein ibúð
þarna, sem slæmt er við að eiga.
Fólkið beitir allskonar brögðum
til þess að komast hjá því að greiða
fyrir hitann. Nú er orðin þó nokk-
ur skuld þarna og ég hef orðið að
leysa þetla út í bili. Hvað er hægt
að gera i svona máli?
Það sýnist furðulegt að nokkrum
skuli til hugar koma að geta
sloppið við að borga fyrir upp-
hitun, en svona fólk er nú einu
sinni til og þess vegna hefur Al-
þingi látið frá sér fara lög um
sambýli. Sanikvæmt þeim eign-
ast íbúar sanibýlishúss veð í
ibúð manns, sem ekki greiðir
sjálfsagðan, sameiginlegan kostn-
að. Fáðu þessi lög og sýndu fólk-
inu og talaðu við lögfræðing um
málið, ef hitt dugar ekki.
Mér heyrist á öllu, að þú sért
alls ekki viss um þína eigin af-
stöðu til þessa máls. Þú þarft
auðvitað að vita nákvæmlega
hvað þú vilt, áður en þú tekur
ákvörðun sem þessa. Það er úr
sögunni, að foreldrar ákveði fyr-
ir börn sín hvað þau eigi að
verða, og ef foreldrar þínir eru
eins skilningsgóðir og þú talar
um, hljóta þeir að gera sér það
ljóst. Áftur á móti fyndist mér
öllu eðlilegra, að þú ræddir mál-
in við unnustu þína og leyfðir
henni að leggja orð í belg, því