Vikan


Vikan - 04.01.1962, Side 4

Vikan - 04.01.1962, Side 4
Úrval I iiýjiim luíiiin^i ■ Tímaritið ÚRVAL flytur ÚRVALS- greinar í samanþjöppuðu formi úr tíma- ritum og blöðum í öllum heimsálfum, þar á meðal íslenzkar greinar - einvörð- ungu ÚRVALS-lestrarefni, fróðleik og skemmtan fyrir alla. í hverjum mánuði er ágrip af ÚRVALS-bók. ÚRVALSTÍMARIT eru um heim allan vin- sælustu tímaritin. T. d. er Reader's Digest vinsælasta tímarit heims, selt á hverjum mánuði í 21 milljón eintaka. ÚRVAL verður yfir 200 síður í hverjum einasta mánuði fyrir aðeins 200 krónur á ári. Beztu og ódýrustu bókakaup, sem völ er á hérlendis Til þess að fylgjast með því, sem er að ger- ast í heiminum, verður þú að lesa ÚRVAL. 2 »00 KÍdui' fyrir adeins kr. 300 á ári . *>• •— « — — M mm »• — mm m Ég unriirr. gerist áskrifandi að ÚRVALI og óska eftir að mér verði sent blaðið mánaðarlega. Nafn: .......................... Heimilisfang: .................. Q] Greiðsla fylgir. Q Vinsamlegast sendið póstkröfu sem greidd verður við móttöku. VIKAM BÍLAR — SEM „SEGJA SEX“. Að undanförnu hefur oft verið sagt frá hinum „vönduðustu og glæsilegustu" bílum í þessum dálk- um. En svo eru til aðrir bílar, og ekki síður hin mikilvægustu farar- tæki, sem varla verða taldir mjög glæsilegir, miðað við þær ströngu kröfur, sem nú eru gerðar varðandi útlit bila — að minnsta kosti er skrokkurinn ekki svo spegilgljáandi og krómskreyttur að maður fái of- birtu í augun langar leiðir frá, eða línusamstillingin svo leikandi létt, að þar sé um að ræða listaverk í vissum skilningi. En vandaðir eru þessir bílar, engu síður en þeir glæsilegu, nema fremur sé og yfir- leitt að öllu leyti sterkari og meiri til allra átaka. Þessir bilar eru skilgetin afkvæmi herbilanna, sem fram komu í siðari heimsstyrjöldinni — jeppanna og slíkra farartækja, sem meðal annars hafa átt sinn þátt í því að gera land okkar byggilegra og auðveldara yf- irferðar, þótt þeir hafi um leið unn- ið það vafasama verk að útrýma „þarfasta þjóninum" að miklu leyti úr sveitunum. í þeim hópi eru til dæmis Willys-jepparnir, Land-Rov- erinn og rússnesku landbúnaðar- jepparnir og fleiri slíkar tegundir. Nú verður lítið eitt minnzt á tvær nýjar gerðir af slíkum bílum, frá framleiðendum, sem báðir hafa áður getið sér mikinn orðstír á því sviði. ÖRUGGASTI BÍLL í HEIMI. „FERGUSON 1963“. Þannig lítur „reynslubíllinn" frá Ferguson út nú. Harry Ferguson hefur oft verið kallaður „dráttarvélakóngurinn", og þótt sannnefni, því að verksmiðjur hans hafa löngum haft forystuna i þeirri framleiðslu, að öilum ólöst- uðum. Fyrir nokkru siðan lýstu framámenn Ferguson-dráttarvéla- verksmiðjanna yfir því, að þeir hefðu 1 hyggju að láta einnig, til sin taka i bílaframleiðslunni — og það svo um munaði. Kváðust þeir nú hafa í undirbúningi framleiðslu á öruggasta bil í heimi, og ekki nóg með það, heldur mundi sá bíll valda gerbyltingu í allri bílasmíð og bíla- framleiðslu á næstunni. Minna mátti það ekki kosta ... og þeir, sem eitt hvað þekktu til þeirra hjá Fergu- son, fullyrtu að þeir væru vísir til að standa við hvert orð, sem þeir segðu, svo ekki er að undra, þótt þess liafi verið beðið með eftirvænt- ingu, að eitthvað heyrðist frekara um þennan merkilega bíl. Þótt bíll þessi komi í sinni endan- legu mynd varla fyrr fyrir almenn- ingsaugu en árið 1963, hefur sifellt meira verið látið uppskátt um gerð hans, enda hafa nokkrir þegar verið fullsmiðaðir og reyndir um nokkurt skeið — með takmarkaðri leynd — og er sagt að þeir hafi jafnvel farið fram úr þeim vonum, sem verkfræð- ingarnir hjá Ferguson gerðu sér, og mun þá mikið sagt. Þótt þessir reynslubilar hafi verið taldir full- smíðaðir, er það ekki með öllu rétt, því að enn hefur ekki fyllilega verið afráðið hvernig yfirbyggingin verð- ur, en þó hefur verið upplýst að hún muni verða allsvipuð og á nýjustu gerðinni af „Ford Taunus“ aftur- byggðum. Hreyfillinn, sem hefur En þannig er gert ráð fyrir að hann verði. verið reyndur í akstri í full fimm ár, verður annaðhvort fjögurra strokka, 2,2 lítra og 90 hestafla mið- að við 5000 snúninga, eða sex strokka og þá 120 hestafla. Það „byltingarkenndasta“ við þennan „öruggasta bíl i heimi“ verð- ur þó „sjálfskiptingin“ og kraft- færslan á öll hjól, en hvorttveggja er með nýjum hætti — og verður meðal annars til þess, samkvæmt upplýsingum Ferguson-verkfræðing- anna, að um 70% af eldsneytinu gernýtist i orku. Skífuhemlar verða og á öllum hjólum. Sem sagt — þess verður nú skammt að biða að það komi í ljós hvort þeir hjá Ferguson geta staðið við „stóru orðin“. „SCOUT“ — NÝR LANDBÚNAÐAR- JEPPI FRÁ HARVESTER. Það er ekki meiningarlaust, að þessum nýja „vegleysubíl“, eða iand- búnaðarjeppa frá Harvesterverk- smiðjunum hefur verið gefið heitið „Scout“ — eða „Skátinn“ — því að verksmiðjurnar láta einkunnarorð skátanna fylgja honum: „Alltaf við- búinn“. Nánast tiltekið mun það eiga að merkja, að bíll þessi sé stöð- ugt viðbúinn að mæta öllum farar- tálmum og torfærum — og sigrast á þeim. Það mun líka láta sönnu nærri, ef marka má þær upplýsingar, sem fyrir liggja. „Skátinn“ er fáanlegur bæði með drif á afturhjólum eingöngu og drif á öllum hjólum, og er síðarnefnda gerðin með „fríkúpplingu“, þannig að aka má með drifi á afturhjólunum eingöngu, sé um góðan veg að ræða. Framh. bls. 42. Að framan er „Skátinn“ sterklegur eins og vörubíll, en þó stílhreinn á sina vísu. 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.