Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 13
hann varð dauðskelkaður engu að síður. Óttinn — Það
var hið eina, sem hann gat nú vænzt sér af hafsins hálfu.
Skelfingin og ekkert nema skelfingin.
Hann lagðist á bakið, tók öndunarslönguna úr munni
sér og lét bárurnar vagga sér.
Og svo lét hann sig reka fyrir straumum um ómælis-
vídd hafsins og stjörnubjartrar næturinnar, og eilifðin var
yfir honum og undir og umhverfis hann á alla vegu. Hann
fann ekki til neinnar þreytu. Hann ákvað að hafa sem
hægast um sig yfir nóttina, og hann gat lengi haldið lífi
hungursins vegna. Öðru máli gegndi um þorstann. Hvernig
var unnt að svala þorsta sínum, einn úti á reginhafi?
Veiða fisk? Maður gat jóðlað á hráum fiskinum og þannig
sogið úr honum vökvann og slökkt sárasta þorstann. Beita
skutlinum.
Um það bil tuttugu mínútum seinna komst hann i tæri
við fyrsta fiskinn. Hann var ljótur, kjaftstór og skoltarnir
hvasstenntir. Harry kreppti sig um mjaðmirnar og renndi
sér undir yfirborðið. Fiskurinn tifaði uggunum, hélt kyrru
fyrir og glápti á hann úr svo sem fimm metra fjarlægð,
en skauzt Þá á brott og hvarf sjónum hans í myrkt djúpið.
1 næstu andrá sá hann hvað valdið hafði hinum skyndi-
lega flótta fisksins; torfa af silfurgljáandi fiskum með
langa, hvasstennta trjónukjafta skreið flughratt fram hjá
honum, þar sem hann svamlaði enn í kafi, og hélt á eftir
flýjandi fiskinum. Barracúdatorfa! Harry brá sér úr kafi
eins skjótt og hann kunni, og vonaði að barrakúdarnir,
grimmasta og gráðugasta illfiskið í sjó á þessum slóðum,
hefðu ekki veitt honum athygli eða gleymdu honum i
eltingaleik sinum við fiskinn.
— Horfðu upp, hvíslaði röddin. Gættu þess umfram allt,
að láta ekki skelfinguna ná tökum á þér.
Honum varð hugsað til Jims Task, og þeirra hinna félaga
sinna; mannanna, sem hann mundi aldrei fá tækifæri til
að kynnast nánar, og hann óskaði þess, að hann gæti stefnt
tímanum aftur á bak. Þá skyldi hann svo sannarlega setj-
ast við borðið hjá þeim og fá sér slag með þeim. Þeir höfðu
að öllum líkindum verið skemmtilegustu og beztu náung-
ar, en hann hafði sjálfur komið í veg fyrir að nokkur
kynni tækjust með þeim og honum, af ótta við að hann
mundi ekki samrýmast þeim.
Lágur gnýr barst að eyrum hans gegnum báruniðinn.
Hann lagði við hlustirnar. Flugvél ...
Gnýrinn nálgaðist stöðugt. Hann lyfti grímunni og tók
út úr sér öndunarslönguna. Hann hrópaði og kallaði og
sveiflaði skutlinum.
— En ég get ekki komið auga á flugvélina, sagði hann
allt í einu við sjálfan sig.
Og um leið varð honum það ljóst, sér til sárrar örvænt-
ingar, að þeir í flugvélinni gátu því vitanlega ekki heldur
komið auga á hann ...
Hann leitaði aftur á náðir hafsins. Hann heyrði hreyfil-
gný fiugvélarinnar beint yfir höfði sér nokkur andartök;
síðan fjarlægðist hann og dó að síðustu út í fjarska.
Þögnin umlukti hann skelfingu sinni. Hann æ.pti og
kallaði, eingöngu í þeim tilgangi að rjúfa vald hennar.
Framh. á bls. 32.