Vikan


Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 18

Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 18
Bréfið frá henni lá á gólfinu i anddyrinu, ásamt nokkrum blöðum og timaritum, þegar hann kom heim um kvöldið. Hann tók það allt upp og lagði á borðið á meðan hann fór úr yfir- höfninni og hengdi hana á snag- ann. Að þvi búnu varpaði hann sér upp í rekkjuna, slituppeefinn; þetta hafði verið óvenjulega lang- ur og strangur vinnudagur, fannst honum, en svo fannst honum nú yfirleitt um hvern dag að kvöldi. Það bætti þó talsvert úr skák í þetta skiptið, að Maud hafði hringt til hans og tilkynnt honum að hún yrði hjá móður sinni í kvöld. Hann mundi því geta notið þeirrar hvild- ar, og þó einkum þess friðar, sem hann var svo þurfandi fyrir þessa dagana. Hann afréð þvi að láta kylfu ráða kasti, sofna í öllum föt- unum; eflaust mundi hann bregða blundi undir lágnættið og þá yrði hann nægilega hress eftir hvildina til að skreppa fram úr og afklæðast. Og ekki þurfti hann að kvíða þvi, að hann sofnaði ekki aftur tafar- laust. Hann féll i iétt og ljúft mók. hugs- anirnar fjarlægðust hann og runnu út í sandinn. Nokkur andtök varð hann gripinn sælukennd; það var dásamlegt að geta sofnað svona frá öllu og öllum, þurfa ekki að standa neinum reikningsskil af neinu. Hvíta umslagið . . . hann sá það fyrir sér allt í einu; nafnið og heim- ilisfangið var hvort tveggja hand- ritað ... Hann glaðvaknaði allt i einu, án þess þó hann gæti gert sér grein fyrir hvers vegna. Að sjálfsögðu bárust honum oft bréf, en venjulega var vélritað utan á þau, og venju- lega skipti innihaldið hann ekki neinu máli. En það kom líka fyrir að honum bárust bréf, sem send- andinn hafði skrifað eigin hendi; helzt frá gömlum skólasystkinum, og innihald þeirra skipti hann svo ekki heldur neinu máli þegar til kom, nema þá að það vakti gamlar minningar rétt sem snöggvast. En það var orðið langt siðan hann hafði fengið þess háttar bréf, og það var eitthvað við rithöndina utan á þessu hvíta, yfirlætislausa umslagi, sem gerði hana honum svo minnisstæða, að hann sá hana allt í einu eins og stara á sig. Ein- kennilegt, því að hann hafði alls ekki veitt henni neina athygli, eins þreyttur og hann var, meira að segja steingleymt henni samstund- is . . . þangað til hann blundaði. Iíann reis hægt og seinlega upp 18 VIKAN við dogg, hálft í hvoru gramur yfir þvi að vera kallaður þannig aftur til vökunnar og lifsins. Hann sem var úrvinda af þreytu, hafði þráð hvíldina allan seinni hluta dags- ins, eða öllu heldur allan daginn, allt frá því er hann vaknaði um morguninn. Þannig var það á hverj- um morgni nú orðið, hann vakn- aði til þeirrar meðvitundar að hann væri þreyttur og þráði hvild, enda þótt hann hefði sofið tiltölulega vært næturlangt . . . þótt liann ynni i sjálfu sér ekki meira nú dag hvern, er hann hafði alltaf gert, eða að minnsta kosti um langt skeið. Þessi þreyta hlaut að eiga sér ein- hverjar annarlegar orsakir, og þó annarlegastar fyrir það, að hann forðast af öllum mætti að gera sér grein fyrir þeim. Bréfið . . . hvita umslagjð . . . Hann vatt sér fram úr. Nam stað- ar sem snöggvast og furðaði sig á því hve óvenju snar hann hefði verið i snúningum og komst, sér til mikillar undrunar að þeirri nið- urstöðu, að honum var horfin öll þreyta. Hann gekk hröðum skrefum fram i anddyrið, tók hvita umslag- ið upp af borðinu, virti fyrir sér rithöndina, þekkti hana ekki — að minnsta kosti ekki svo að, hann ræki minni til — en engu að síður kom hún honum einkennilega kunn- uglega fyrir sjónir. Það var eitt- hvað það í sjálfri stafagerðinni sem talaði til hans og yljaði honum um hjartaræturnar. Hann hélt aftur inn í stofuna með bréfið í hönd- um sér, lagðist upp i rekkju sina, virti enn fyrir sér hvíta umslagið en dró að opna það, ósjálfrátt og ekki vegna þess að hann kviði því að hann yrði fyrir vonbrigðum af innihaldinu, heldur öllu fremur það, að hann vildi njóta þessarar þægi- legu eftirvæntingar. Kvenhönd . . . stafagerðin dálitið óregluleg en hröð, bjó yfir einhverjum heitum töfrum, se-m hann hafði þó greint enn betur, þegar hann sá hana fyrir sér í svefnmókinu. Ekki gat Maud átt þessa rithönd, og nú varð hon- um það allt i einu ljóst að hann hafði aldrei séð hvernig hún skrif- aði; jú, víst hlaut hann að hafa séð það, en hann hafði ekki veitt stafagerð hennar þá athygli, að hann myndi hana. Og hún hlaut að vera köld og sett — og tóm. Auk þess gat það ekki átt sér stað að hún færi að skrifa honum nú. Hún mundi hafa hringt til hans og mas- að . . . Elskan min, þú finnur bréf frá mér, þegar þú kemur heim; það var dálítið sem ég gleymdi, en sem ég fann að ég varð að segja þér, og lm verður að liringja til mín strax þegar þú hefur lesið það og segja mér álit þitt . . . mundu það nú, að þú verður að hringja strax . . . Hann braut upp bréfið. „Jan, ég get ekki skýrt það hvers vegna ég skrifa þér þetta bréf. Þetta er ekki aðeins . . . Bæn mín er einföld og ejnlæg. Komdu til mín aftur, hvernig sem fer .. . Þér finnst víst að ég liafi hagað mér einkennilega að undanförnu . . . Kannski liefur stolt mitt vaknað í svip, kannski er ástæðan önnur . . . En nú er mér ljóst, að stoltið og það, sem stundum er kallað heilbrigð skynsemi, eru okkar hættuleg- ustu fjendur. Og mér er það einnig Ijóst, að ég mundi aldrei geta risið undir þeirri ábyrgð, að ég gæti kennt sjálfri mér um ef við fremdum hinn hræðileg- asta glæp gagnvart okkur sjálf- um, einungis fyrir það, að ég hefði ekki gert allt, sem í minu valdi stóð, bókstaflega allt, — áður en það var um seinan. Komdu aftur . . . vertu hjá mér . . . hvort sem við erum frjáls að því eða ekki . . . Komdu aft- ur . . . svo allt . . . verði eins og það var . . . Sonja.“ Sonja . . . Sonja . . . Það var eitthvað, sem hrundi að grunni hið innra með honum. All- ar þær stoðir viljafestunnar, sem hann hafði njörvað saman rökum heilbrigðrar skynsemi og rennt undir ákvarðanir sínar og breytni, eins og gliðnuðu sundur um sam- skeytin og féllu hvar frá annari. Og nú þótti honum sem grundvöll- urinn, er hann hafði reist þær á og talið óbilandi, hefði einungis verið kviksyndi eitt. Það var stoltið, sem leitt hafði hann afvega. Stolt hans og liin svo- kallaða heilbrigða skynsemi. Sært stolt hans hafði komið í veg fyrir að hann vildi horfast í augu við staðreyndirnar, eins og þær lágu fyrir. Nú fyrst komst hann ekki hjá því að skilja hvað þvi hafði valdið, er framkoma Sonju breytt- ist allt í einu; nú komst hann ekki hjá því að skilja hvers vegna rödd hennar hafði verið kuldaleg, þegar hún stóðst ekki freistinguna og svaraði í simann, vitandi það, að það hlaut að vera hann, sem hringdi. Sonja hafði flúið á náðir heil- brigðar skynsemi, öldungis eins og sjálfur hann; tekið á öllum þeim viljastyrk, sem hún átti til, i þeim tilgangi að leggja tilfinningar sínar í fjötra vegna þess að hún liugði honum það fyrir beztu. Vegna þess að hún unni lionum. Fyrir það hafði hún afráðið að fórnfæra því á alt- ari „heilbrigðrar skynsemi“, sem hún átti fegurst og dýrmætast — einlægustu, hreinustu og heilustu tilfinningum sínum . . . En svo hafði hún reynzt honum skarpskygnari og heijsteyptari. Hún hafði séð það, að enginn mann- eskja getur þannig fórnfært sjálfri sér fyrir þá manneskju, sem hún ann og ann henni, án þess að hún fajri þá manneskju lika að fórn á altari þess grimma og miskunnar- lausa skurðgoðs, sem svo margir tigna skilyrðislaust í blindni sinni og kalla heilbrigða skynsemi sína. Að ást tveggja sem unnast er ekki eign annars aðiljans eingöngu, sem hann eða hún getur ráðstafað að eigin vild, heldur er þar um að ræða hina dýrmætustu sameign, sem nokkra tvær manneskjur geta nokkru sinni eignazt — sameign sem bindur karl og konu heilögum skyldum, sem hvorugt þeirra getur brugðizt án þess að vinna hinu mein. Að enginn getur réttlætt það gagnvart sjálfum sér að færa þá sameign að fórn, þvi að þar með fórnar hann ekki aðeins sinu eigin lifi heldur og lífi hins aðilans; myrðir ekki einungis það helg- asta og dýrmætasta í sjálfum sér heldur og það helgasta og bezta i hjarta þess, sem hann ann og ann honum, og gerir sig sekan um það, sem er hálfu syndsamlegri glæpur en venjulegt morð. Þetta hafði hún séð . . . Og það sem meira var, hún hafði átt göfgi og dirfsku til að hága sér samkvæmt þvi. Honum varð hugsað til Maud, sem var nú stödd heima hjá móður sinni og skipulagði undirbúninginn að brúðkaupinu. Þreytukenndin, sem jafnan greip hann, þegar honum varð hugsað til hennar, breyttist allt í einu i hatur, ekki ofsafengið og reiðiþrungið, heldur kalt og ró- legt hatur. Og um leið beindist þetta sama kalda hatur að honum sjálfum fyrir það, að hann skyldi hafa verið svo sljóskyggn að álíta að hann kæmi á einhvern hátt vel fram við hana, með því að koma til móts við vilja hennar og leyfa henni að fjötra þau bæði þeim viðjum, sem mundu verða þeim báðum óham- ingja í bráð og lengd. Einnig það var glæpur, sem honum yrði ekki fyrirgefinn, glæpur, sem dæmdi hann þegar í þessu lífi til þeirra vítisskapa, sem verst eru hverjum manni — að finna tilfinningar sín- ar smámsaman sljóvgast og kulna

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.