Vikan


Vikan - 04.01.1962, Page 21

Vikan - 04.01.1962, Page 21
Mér þykir það leitt félagar. Mér þykir það leitt, félagar. Eddie Fisher var á ferð í Rússlandi með hina fögru frú sína Elizabet Taylor. Hún vakti geysimikla athygli þar eystra, en hinsvegar virtust menn ekki kannast við hann eða vita, að hann væri eiginmaður hennar. Elizabet gekk um í Moskvu á snjó- hvítum sumarkjól, sem var víst eitthvað frábrugðinn kjólum rússneskra kvenna. Harðsoðnir stríðsmenn bráðnuðu og urðu allir- að augum, þegar Hollywoodstjarnan, ímynd kapítalismans, gekk um stræti. Eddie Fisher lízt ekki meir en svo á Þá og er þó drjúgur yfir eign sinni. Hann lítur á þá með augnaráði, sem segir: Mér þykir það leitt, félagar, en það vill svo til, að hún er upptekin. Mikið má til mikils vinna. Það er varla til, sem menn ekki gera fyrir peninga. Það þykir út af fyrir sig allmikil kúnst að ganga á línu og tekur áralanga þjálfun að komast á lag með það. Þó hlýtur það að vera barnaleikur að ganga á línunni á móts við það að hjóla á henni eins og mað- urinn 'á myndinni gerir. En honum þykir það ekki nóg. Ef hann tekur aukaáhættu, þá fær hann meira borg- að hjá sirkusnum. Þess vegna hefur hann soltin ljón í búri undir línunni. Ef hann dettur, þá lendir liann í Ijóna- kösinni og þá er úti um hann. Þá verð- ur það eitthvað meira en beinbrot. Churchill. MEÐ VIKUNNI UMHVERFIS jÖRÐINA Reiptog um gamla konu. Kalda stríðið í Berlin verður stundum nokkuð heitt. Austanmönnum er að vonum illa við að fólk sé að flýja sæluna og hafa Þeir hlaðið múrveggi og komið upp raf- magnsgirðingum til þess að hindra það. Sumsstaðar eru hús á mörkum austurs og vesturs í Berlín og þar kemur fyrir, að fólk tekur þá áhættu að henda sér niður úr glugg- um til þess að komast vesturfyrir. Eitt sinn ætlaði gömul kona að flýja vestur og það varð úr því næstum spaugi- legur reipdráttur eins og myndin sýnir. Austur-Þýzka lög- reglan var á leiðinni upp stigana til þess að rýma íbúð- irnar, sem vissu að þessari hlið til þess að koma í veg fyrir flótta gegnum gluggana. Gamla konan hafði hálfa minútu til að ákveða sig og hún tók þann kostinn að láta sig síga niður úr glugganum. En hún var orðin dálítið hrum og þreytt, enda 77 ára. Hún var ekki nógu fljót og austanmenn náðu í hendur hennar áður en hún sleppti. Hópur Vestur-Berlínarmanna hafði safnazt saman neðan við húsið og einn vatt sér upp i glugga og náði i fætur gömlu konunnar og síðan toguðust þeir á. Sá neðri hafði að sjálfsögðu betri aðstöðu og þeir neyddust til að sleppa í efri glugganum. Og sú gamla komst vesturfyrir. En bak við þetta er mikill sorgarleikur, sem sýnir vanþroska mannsins, enda þótt hann hafi náð langt á sviði tækni- legra afreka. Á skrifborði Picassos stendur mynd með áletrun frá öðrum þekktum mál- ara og stjórnmálamanni: Winston Churchill. Sá gamli hefur málað sam- tals 500 inálverk siðan hann byrjaði á þessari listgrein árið 1916. Síðan hef- ur hann auk þess unnið eitt heimsstríð og fengið Nóbelsverðlaun fyrir bók- menntaafrek. Þessi umrædda áletrun hefur fallið Picasso vel í geð, en hún hljóðar svo: Það er dásamlegt að mála, ckkert í heiminum gefur slíkan sálarfrið, hvíld og hressingu. Olíulitir eru falleg- ir og það er mjög hrífandi að sjá þá koma úr túbunum. Ó, hve margt er hér til að gleðjast yfir og hversu stutt er ekki ævi mannsins á jörðinni. Ef það á fyrir mér að liggja að komast til liimna, þá veit ég hvað ég mun hafa fyrir stafni fyrstu milljón árin: Mála. Að mála, það er viðlíka spennandi eins og skipuleggja og vinna orrustu. Kýrin varð óð. Bílslys eða hvað? Onei, málið var þannig vaxið, að það var verið að aka kúm til slátrunar i Stokk- liólmi. Ein kýrin varð óð og komst af bílnum. Síðan gekk hún berserksgang á aðalgötu Stokkhólms, Kungsgatan. Fólk flúði eins og fætur toguðu, en gömul kona, frú Hilda Lindström var ekki nægilega fótfrá. Kýrin setti hvöss hornin í hana og augnabliki síðar var hún dauð. Að baki sést telpa, sem féll af hjólinu, en hana sakaði ekki. Að lokum tókst að skjóta kúna. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.