Vikan


Vikan - 04.01.1962, Síða 25

Vikan - 04.01.1962, Síða 25
SáSkreppur 09 sálgreining SIGMUND FREUD og sálgreining hans LEITANDI LÆKNIR. Atburðarás sögunnar er ekki alltaf jafn hröð, að minnsta kosti ekki á ytra borði. Stundum þokast hún áfram, svo að varla sést muna. Svo ryðst snöggur bylur inn í ládeyðuna, sviptir henni til, sogar hana með sér — nauðuga-viljuga — og fyrr en hún hefir áttað sig, er hann horfinn. En hún bíður aldrei framar sina fyrri ró. Áratugirnir næstu við aldamótin síðustu eru á andlegu sviði lík um- brotatið, og harðasti sviptibylurinn, sem geystist inn í daialæðu hinnar deyjandi aldar var austurriski læknirinn Freud. Hann er fæddur 1856 og var því orðinn fullþroska og fullmenntaður löngu fyrir aidamót. En hann var gæddur eldheitri rannsóknarþrá að skilja til hlítar ýmsa erfiða geðsjúkdóma og finna lækningu við þeim. í því skyni dvaldi hann um skeið í París hjá hinum fræga Charcot, sem hvatti hann eindregið í leit hans að sálrænum orsökum móðursýki og fleiri geðsjúkdóma. í Frakk- landi fullnumaði Freud sig í dáleiðslulækningum, sem þá voru mikil tízka, en hvarf brátt frá þeim aftur, eftir að hann hafði setzt að i Vínarborg að nýju. Dáleiðsla í lækningaskyni við geðsjúkdómum hefir m. a. þau áhrif að losa um sálræn höft og greiða úr geðflækju, sem bæling hvata eða til- finninga kann að hafa valdið. í dásvefni minnist sjúklingurinn löngu liðinna atburða, sem voru gersamlega þurrkaðir út úr vökuminni hans, þó að þeir hefðu á sinum tima ofreynt sálarlíf hans og þannig valdið hættulegri sálkreppu. Undir handleiðslu læknisins tókst dásvæfðum sjúkl- ingi að lýsa löngu glerymdum atburðum, en eftir slikar „skriftir" kom greinilegur bati i Ijós. En bæði reyndist hann oft skammvinnur og einnig hafði dáleiðsluaðgerðin ýmsar óþægilegar aukaverkanir. Freud þótti þvi nauðsynlegt að finna nýja leið, og hann þóttist erygja hana. Úr því að dásvefninn opnaði lækninum leið að leyndustu afkimum sálarinnar, að gleymdum atburðum jafnvel úr frumbernsku sjúklingsins, sem við þetta leystist úr sálkreppu sinni, þá hlaut sú leið til varanlegri lækningar að standa opin meðvitaðri hugsun og viti gæddum vilja sjúkl- ingsins sjálfs. HVATABÆLING OG DULVITUND. Vökuvitundin nær ekki yfir allt vitundarsviðið. Fjöldi þeirra atvika, sem orðið hafa hvað áhrifamest í lifi okkar, sökkva í djúp gleymskunnar, ekki aðeins vegna takmarkaðrar minnisgáfu okkar, heldur er hverjum einstaklingi í menningarsamfélagi það bláber nauðsyn að gleyma ýmsum þeim atvikum, sem höfðu einna róttækust áhrif á sálræna þróun hans. Gleymska okkar í þessu tilviki er því ekki óvirk, eins og hún er oftast, J þegar við gleymum mannsnafni, bókarheiti eða símanúmeri. Við gerum hið bannfærða vitundarinntak blátt áfram útlægt úr meðvitund okkar, hrekjum það niður á hið ómeðvitaða svið, niður í undirvitund eða dul- vitund okkar. Hér erum við komin að meginhugtökum í kenningu Freuds: dulvitund og bælingu. Siðmenning samfélagsins þvingar til slíkrar bælingar, bæði barnið ungt og hinn fullvaxna mann. Ungbarnið greinir ekki á milli siða og ósiða, heldur milli nautnar og óþæginda. Öll ásköpuð hegðun þess stefnir að þvi að fullnægja nautnaþránni. Móðurbrjóstið, hægðirnar og kynfærin veita þvi slika nautn. En móðirin venur það af brjósti, kennir því reglusemi og hreinlæti gagnvart nauðþurftum líkamans og bannar þvi að leika með kynfæri sín. í krafti samfélagssiðgæðisins fylgir hún þessu banni eftir með harðri hendi og ógnar barninu jafnvel með hræðilegum afleið- ingum, ef það láti ekki undan. Barninu er jafnvel bönnuð sú uppbót, sem það fann sér í stað móðurbrjóstsins, að sjúga fingur. í einni frægustu barnabók veraldar, Struwwelpeter, eru þumalfingurnir, sem drengurinn sýgur, klipptir af honum. Einnig hinn fullorðni verður að beygja sig undir ok siðvendn- innar og neita hvötum sínum um frjálsa framrás. En til hans kemur krafan ekki lengur að utan, heldur er hún orðin þáttur í persónuleika hans sjálfs. En bældar hvatir liggja ekki óvirkar og áhrifalausar i dýflissu dulvitundarinnar, eins og sekkur i geymslu. Þær búast dulargervi og reyna að brjótast út. Gegn því snýst vökuvitundin af öryggisástæðum, og þannig myndast sálræn streita, sem getur orðið svo hörð, að hún leiði til taugaveiklunar og geðbilunar. Þessi árekstur milli hins ástríðuþrungna þáttar manneðlisins, frumsjálfsins, og siðvendnikröfu samfélagsins, er óhjákvæmilegur. Þess vegna hafa allir menn tilhneigingu til taugaveiklunar, enda þótt sjúkdómseinkennin séu oft óglögg. Þessi skilningur sjúkdómsins bendir um leið á lækninguna. Ef sjúklingnum tekst að draga duldina fram úr myrkvastofu dulvitundarinnar inn i ljósa vökuvitund, greið- ist af sjálfu sér úr geðflækjunni, sjúklingurinn öðlast raunsærra mat á sjálfum sér og afstöðu sinni til annarra manna og við það nær hann heilbrigði sinni aftur. Þessi nýja lækningaaðferð, sál- greiningin, þokar þá hinni áhættusömu dáleiðsluaðferð til hliðar. VIÐBRÖGÐ VERALDAR. Þetta er afareinföld mynd af kenningu Freuds að því er snertir Framhald á bls. 42. Dr. Matthías Jónasson mun framvegis skrifa hálfsmánaðarlega í Vikuna og fjalla fyrstu greinar hans um sálkreppu og sálgreiningu VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.