Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 26
Metra eftir metra, dægur eftir dægur, brauzt áhiifn Jeanettu áfram gegnum íshrönglið í ör- Aleð blaktaildi fánum Og gjallandi
væntingarfullri baráttu við höfuðskepnurnar og hafstraumana.
gígjum lét fyrsti norðurpólsleiðangur
sögunnar í haf frá San Francisco
Skipbrotsmennirnir af Jeanettu börðust
fyrir lífinu, er þeir æddu yfir rekisinn. I’að
brakaði í isjökunum undir fótum þeirra, og
við hvert fótmál ógnaði þeim hin vota, ís-
kalda gröf Norður-Ishafsins. Þeir brutust á-
frain, burt frá skipinu, er siglt bafði beint í
ísdauðann.
En piltarnir hugsuðu aðeins um það eitt
að fá „fast land“ undir fætur á ísfláka ein-
an fram undan, er tiklegur var til að geta
haldið þeim uppi í nokkra klukkutima að
minnsta kosti. Þeir leiddu hugann ekki að
þvi, að björgunin var í rauninni engin björgun,
gaf jafnvel ekki vonir um björgun. f örvænt-
ingu sinni höfðu þeir gleymt þvi, að næsta
„fasta land“ var í yfir 125 mílna fjarlægð.
-angt, langt í suðri lá strönd Síberíu, álíka
/cöld og ófýsileg og sjálft heimskautið, sem þeir
höfðu boðið byr^inn.
Skipstjórinn, liinn vaski og víðkunni yfir-
höfuðsmaður, George Washington de Long,
varð siðastur manna frá borði. Þegar hann
stökk niður á ísinn, varð lionum fótaskortur
á hrönglinu. Á næsta andartaki brast ísinn
sundur undan honum, og hann livarf niður
i blásvart hyldýpið milli skipsins og ísrand-
arinnar.
Er ískaldur sjórinn laukst yfir höfði höf-
26 VIKAN
uðsmannsins, rétti hann í neyð sinni út
hægri höndina og rcyndi að ná taki á hvassri
ísröndinni. Einnig rétti liann út vinstri hönd-
ina með leiðabók skipsins í örvæntingar-
fullri tilraun að bjarga benni einnig.
— Hjálp! hrópaði hann. — Hjálp!
En enginn í allri hinni lifvana náttúru heyrði
til hans.
De Long höfuðsmaður hefði hlotið bráðan
bana í ísköldum sjónum, ef skipið hefði ekki
skyndilega tekið veltu með þeim árangri, að
i öldugangnum skutlaðist hann upp á isinn
aftur. Hann andvarpaði af feginleik, en hefði
hann vitað, hvað framtíðin bar lionum í
skauti sér, hefði hann sennilega heldur kosið
að verða um kyrrt niðri i djúpinu.
Hann skreið á fjórum fótum nokkra metra
eftir isnum, áður en hann reis upp. Meðan
rennvot fötin beinfrusu á likama hans, brauzt
liann til félaga sinna, sem safnazt höfðu sam-
an umhverfis birgðirnar, sem þeir höfðu
bjargað úr skipinu á siðasta andartaki. Alls
voru 32 menn á lifi, en enginn þeirra gaf
höfuðsmanninum gaum. Þeir störðu á skipið,
sem engdist sundur og saman i dauðateygjun-
um í öflugum greipum ísjakanna.
— Þarna, — þarna fer lnin niður! hrópaði
Charles W. Chipp, ungur, rauðbirkinn lautin-
sumarið 1879 á skipinu Jeanettu.
Bandaríkjamenn dreymdi að komast
á pólinn sjálfan, og haldnir eldmóði
ungrar þjóðar voru þeir sannfærðir
um, að það mundi takast. En eld-
móður mannssálarinnar nægir ekki
gagnvart náttúruöflunum. Þegar
Jeanetta var sokkin, lögðu skipverjar
af stað yfir ísinn í áttina til strandar
Síberíu. Þeir börðust áfram metra
eftir metra, dægur eftir dægur. En
þegar de Long höfuðsmaður tók sól-
arhæðina, brá honum hastarlega. Þá
hafði rekið í norðurátt! þeir áttu að
sækja móti hafstraumi, er fór hraðar
yfir en þeir sjálfir. En þetta var að-
eins upphaf þeirra rauna, er leið-
angursmenn urðu að þola og enduðu
með dauða margra þeirra.