Vikan


Vikan - 04.01.1962, Side 32

Vikan - 04.01.1962, Side 32
SKIPBROT. Framhald af bls. 13. Æpti og kallaði unz hann þraut róm og tók að snökta. E'NN var myrkt af nótt, Þegar hann varð fyrsta hákarlsins var. Hann sá hann renna um djúpin eins og kaf- bát. Hann var hvitur á skrokkinn og um það bil sjö fet á lengd. Harry dró djúpt að sér andann og brá sér í kaf. Bjóst til atlögu við illfiskið. Hákarlinn glennti út uggana og snarstöðvaðist á skriði sínum. Nær- sýn augun ætluðu út úr hausnum á honum af forvitni. Drykklanga stund hélt hann þannig kyrru fyrir. Harry hagaði sér eins, og þeir horfðust í augu. Harry héit skutlinum fram undan sér. Honum þótti sem innyflin herptust samán innvortis. Þessar tvær, eilifðarlöngu mínút- ur, sem hann horfðist þannig í augu við illfiskið, nægðu honum til Þess að komast að raun um hversu fjar- stæðukennd sú hugsun hafði verið, sem hann varð gripinn, þegar hann heyrði hreyfilgný flugvélarinnar fjarlægjast. Þá hafði honum þótt sem snöggur dauðdagi mundi bezta leið- in út úr þessum hræðilegu ógöngum. En nú — þegar hann horfðist í augu við skyndilegan og miskunnarlausan dauðdaga — skildi hann fyrst hve ákaft hann þráði að mega lifa á með- an þess var nokkur kostur. Lungu hans voru að því komin að springa. Hann andaði frá sér; há- karlinn sveiflaði til sporðstirtlunni og hvarf i djúpið. Harry skaut upp aftur. Hann lagðist á bakið, lyfti upp hettugrimunni, mjakaði sér hægt áfram með fóthreifunum. Honum varð hugsað til föður síns, og óskaði þess með iðrunarblöndnum trega, að hann hefði reynt eitthvað til að kynn- ast honum nánar áður en það var um seinan. Það 'ryfjaðist nú upp fyrir honum, sem faðir hans hafði eitt sinn sagt við hann; „Það er ekkert at- hugavert við þig, Harry, enda þótt sumir kunni að álíta að þig skorti kjark“. Faðir hans hafði aldrei viljað leggja trúnað á að Harry sonur sinn væri huglaus. Hann var frekar á þeirri skoðun að það væri hið ókunna, sem ylli honum ótta. „Þar eð þú veizt ekki frekar en aðrir hvað fram und- an er, dregur þú af því þá ályktun að þar sé eingöngu um óvissu að ræða. Og svo dregurðu inn hornin og vilt ekki hætta á neitt ...“ — Þar skjátlaðist þér, faðir minn, hvíslaði hann. Ég er meiri heigull en nokkur annar. En samt sem áður hafði faðir hans haft rétt fyrir sér að því leyti til, að hann óttaðist óvissuna meir en nokk- uð annað. Og þegar Harry hugleiddi það, lá við sjálft að hann ræki upp hlátur. Hvernig í ósköpunum stóð eiginlega á þvi, að hann skyldi nokk- urntima hafa fundið til ótta á þurru landi? Fullfriskur maðurinn, sem stóð á sínum eigin fótum í siðmenntuðu þjóðfélagi. Hvílíkur heimskingi hafði hann verið. Veitið mér tækifæri enn um sinn. Aðeins eitt einasta tækifæri, sagði hann með sjálfum sér. Verði mér einungis leyft að komast lífs af úr þessum háska, skal ég sundra skel- inni, brjóta niður múrinn. Eg skal kvænast Jankee — það er að segja, ef hún reyndist þá enn sama sinnis. Og hann ætlaði að eignast mörg börn. Að hugsa sér hve það gat verið heimskulegt að hika við allt af kvíða og ótta við jafn einskisverða hluti og kostnað af heimilishaldi og skuldir vegna húsakaupa. Hvernig færi svo sem, ef hann reyndist þess ekki um- kominn að standa i skilum? Ætli honum yrði kastað í hafið eins og hákarlabeitu? Óvissan ... hann hafði ekki haft hugmynd um það fyrr en nú, hvað óvissa var. Hann nennti ekki að brjóta heilann um þetta lengur. Hann féll í hálfgert mók. Skyndilega hrökk hann upp. Hann leit forviða i kringum sig. Eitthvað var að gerast. Hægra megin við hann sást hvít, freyðandi röst á sjónum. Eitthvað þaut skammt fyrir ofan andlit hans og skall i sjóinn skammt frá honum. Yfirborð sjávarins glóði í eldi morgunsins. Flugfiskarnir svifu yfir ölduföldunum. Allt var kvikt af lífi, og þó sá hann minnst af því. Hann vissi og skynjaði samt sem áður þann stöðuga harmleik, sem fram fór undir yfirborðinu. Að éta — eða verða étinn. Síldin át svifið ... hvalurinn át sildina ... hákarlinn át allt, sem að kjafti kom . .. Freyðandi rastirn- ar á yfirborðinu áttu upptök sín í — Hugsið yður, herra rithöfund- ur að ég ætla lika að fara að skrifa skáldsögu. Ég er komin með lista yfir allar persónurnar, en ég veit bara ekki, hvað ég á að láta þær gera. átökum þessa miskunnarlausa harm- leiks. Hann synti nokkurn spöl i von um að geta fjarlægzt leiksviðið. En það var t ilgangslaust. Hvar sem hann leit, sá hann þessar freyðandi rastir. Skyndilega sá hann eitthvert dökkt hvel hefjast úr djúpinu skammt fram undan. Sjórinn fossaði niður með börðum þess. Harry sparn fóthreifunum æði gripinn. Reyndi að flýja. Ófreskjan reis enn hærra úr sjó, unz hún skall niður aftur með svo ferlegum gný, að það var sem skotþruma skylli á hljóðhimnum hans. Það braut yfir hann i öldurótinu. „Djöfulskata ... étur ekki menn. Sú eina hætta, sem af henni stafar er í því fólgin að maður verði undir henni, þegar hún skellur í kaf“, hafði hann lesið í einhverri ritgerð eftir einhvern sérfræðing. Fjandinn hafi alla sérfræðinga! Hvað vita þeir um þetta? Hafa þeir nokkurn tíma verið sjálfir í svipaðri hættu staddir, hugs- aði hann enn. Enn straukst eitthvað við fót hon- um. Hann tók snöggt viðbragð og brá skutlinum. Góði, almáttugi guð, bjargaðu mér, stundi hann. Bjargaðu mér úr þessum voða! Kannski hafði skellurinn af djöful- skötunni orðið til þess að hrekja minni fiskana á flótta. Það var ekki að vita, en hitt duldist ekki, að allt hafði orðið kyrrara umhverfis í svip. Harry lá á bakið og mjakaði sér ró- lega áfram með hreifunum, titrandi og magnþrota eftir hræðsluæðið og skjálfandi af kulda. Ekki varð hann var við nema einn hákarl þarna í morgunsárið. Það var átta feta langur blá-hákarl, sem nálg- aðist hann hægt og gætilega, Þeu- sem hann lá á bakið og fleytti sér áfram milli svefns og vöku. Skelfingarvein hans dugði til að hrekja þann bláa á brott. Og enn barst hreyfilgnýr að eyr- um hans. Að þessu sinni af hafi, ekki ýkjalangt undan og nálgaðist jafnt og þétt. Skip ... hann gat heyrt straumniðinn frá skrúfunum. Hann greip sundtökin, en nam brátt staðar aftur. 1 hvaða átt átti hann að synda? Hvaðan kom skipið og hvert stefndi það? Hann lagði við hlustirnar, en gat ekki áttað sig á því hvaðan hreyfilgnýrinn og straumniðurinn barst. Og honum var það Ijóst, að þess var ekki nokkur von að áhöfnin gæti komið auga á hann, nema þá helzt ef skipið skriði alveg hjá honum. Hann varð gripinn örvæntingu, þegar hann þóttist sjá fram á að þetta yrði sama sagan og með flugvélina. Hann kippti öndunarslöngunni út úr sér og tók að hrópa og kalla enn einu sinni. Og allt í einu sá hann hvar skipið skreið fram úr móðu morgunsins. Hann synti í áttina til Þess sem mest hann mátti, hrópaði án afláts ... En þá sá hann allt i einu hvar dökkum bakugga skaut úr kafi, milli hans og skipsins. Hann brá öndunarslöngunni i munn sér, felldi hettugrímuna að andliti sér og brá sér i kaf. Hákarlinn lá skammt framundan með útglennta uggana. Svo blakaði hann þeim til og tók að hnita um- hverfis Harry, sem fylgdist með hverri hreyfingu illfisksins, stjarfur af ótta. Hann var ekki viss um hvort heldur hann ætti að reyna að fæla hann á brott, eða skjóta hann skutl- inum. Honum var það ljóst, að hann sæi örina ekki aftur ef hann hleypti henni af, og hann átti alls ekki víst oð sér tækist að bana hákarlinum. En eitthvað varð hann að aðhafast og það á stundinni; niðurinn frá skrúfunni var farinn að dofna í eyr- um hans, það sem það var. 1 reiði sinni og örvæntingu sparn hann sér fram gegn hákarlinum sem sperrti út uggana og glennti upp kjaftinn og lokaði honum á víxl. Svo reiður var Harry nú, að hann gleymdi öllum ótta, sparn sér enn nær gap- andi ófreskjunni og mundaði að henni skutulinn. Hákarlinn sveiflaði til sporðstirtlunni og var horfinn í glitr- andi iðuröst, sem hann myndaði í blá- ljósri djúpmóðunni. Harry renndi sér upp á við. Þegar honum skaut úr kafinu, lyfti hann hettugrimunni, tók öndunarslönguna úr munni sér, veifaði skutlinum og kallaði af öllum kröftum. En það var um seinan. Skipið var horfið sjónum hans út í morgunþokuna. Lamaður af örvæntingu lét hann berast fyrir yfirborðsstraumnum og lenti þá í kjalröst skipsins. Hann kom auga á eitthvað, sem flaut fram hjá honum. Það var litill pappakassi, opinn; hann vatt sér til og náði taki á honum. Leifar af greipávöxtum og appelsínum, tæmdar niðursuðudósir, bananaskrælingur, sigarettustubbar og kaffikorgur, vafið innan i dagblöð, sem -mjög voru tekin að blotna. Hann tók ávaxtaleifarnar og saug með ákefð úr þeim safann. Það sval- aði þorsta hans í bili og hann var eins og nýr maður eftir. Annað var þarna ekki að finna, sem hann gat nýtt sér; að vísu fann hann brauð- samloku, en hún var þegar tekin að blotna af sjó. Og svo sökk kassinn. UM kvöldið fóru hákarlarnir enn á kreik; þeir virtust gera tvímælt, éta snemma morguna og seint á kvöldin. Hann sá þá rista hafflötinn dökkum bakuggum, og hann furðaði á því sjálfan hve rólegur hann var þrátt fyrir allt. Nú hlaut að fara eins og fara vildi. Það var staðreynd, sem hann komst ekki hjá að viðurkenna. Bakuggarnir ristu hafflötinn; sá í miðið stefndi beint framan að hon- um, en tveir viku til hliðar og ætluðu sér bersýnilega að sækja skáhallt aft- an að honum. Að vissu leyti gat hann dáðst að þeim, sóknaraðferð þeirra var þaulhugsuð og nákvæmlega framkvæmd. Hann lét sig síga í kaf og bjóst til orrustu við þá. Ófreskjan, sem sótti framan að honum, nálgaðist nú svo, að hann gat greint skrokk hennar. Hákarlinn seig enn nær, velti sér á bakið svo skein í ljósgulan kviðinn í kaldblárri birtunni undir haffletinum. Harry heyrði þytinn, þegar örin hvein fram úr hlaupi skutulsins, fann hvernig vopnið titraði við bak- slagið. Svo var það skyndilega þrifið úr höndum hans. Sjórinn umhverfis hann breyttist í einni svipan í freyð- andi hringiðu, hann varð fyrir þungu höggi og hringsnerist nokkur and- artök í straumröstinni aftur af særð- um og óðum hákarlinum. Harry lok- aði augunum, nú var þessu vist að verða lokið, hugsaði hann. En svo gerðist sjórinn allt í einu lygn og kyrr umhverfis hann. Hann opnaði augun. Stór og dökkur skrokk- ur skreið framhjá honum. Það var öllu frekar að hann skynjaði en sæi hina miskunnarlausu neðansjávar- orrustu hákarlanna, er þeir veittust að helsærðum félaga sínum og rifu hann í sig. Harry sparn við hreif- unum og hraðaði sér úr kafi. Hann svam eins og óður væri unz hann þraut mátt. Um hrið lét hann sig fljóta við yfirborðið, maraði með höfuðið upp úr, örmagna, jafnvel öll hugsun hans var lömuð. Hákarlarnir, þeir mundu eflaust veita honum eftir- för, þegar þeir höfðu hesthúsað fé- laga sinn. En honum stóð öldungis á sama, þessu hlaut að vera lokíð, og það var gott. En samt sem áður ... Harry lyfti blýþungum arminum og lét han slettast niður í vatnið, sparn við hreyfunum. Það var farið að rökkva. HANN sá land. Það var árla morg- uns, sólin skein í heiði, og þarna reis landið úr hafi, traust og fast með hæðum og fjöllum í fjarska. Fyrst starði hann á Þessa furðusýn drykk- langa stund og síðan setti að hon- um ákafan hlátur. Þetta er svo sann- arlega meira en ég á skilið, sagði hann upphátt við sjálfan sig og hló enn. Svo svam hann enn. Nú var Það síð- asti spölurinn. Hann bar að sveigmynduðum öldu- brjót, en skeytti því ekki neitt, hann vildi komast í land. Fyrst í stað vakti það undrun hans að fjaran skyldi 32 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.