Vikan


Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 39

Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 39
„Vegna snúningshraðans finnst enginn titringur eða sarg í tönnun- um, en þaS er mikill hluti óþægind- anna — titringurinn. En vatnskæl- ingin kælir að sjálfsögðu tönnina, en hitinn er líka hluti af sársauk- anum. Hann'var einmitt að bora i tönn á lítilli 7 ára teipu, sem sagðist heita Ásrún Sigurðardótlir. Hún hélt á tannkremstúhu i hendinni á meðan og frá henni heyrðist ekki minnsta hljóð. — Er þetta sárt, Ásrún, spurði ég, og auðvitað gerði ég það sama og allir tannlæknar, sem einhverja sjálfsvirðingu hafa, að ég spurði á meðan læknirinn var með báðar liendur uppi í henni, spegil og heil- an rafmagnsbor. Hún gat því hara hrist höfuðið örlítið og sagt: „Ei.“ — Ekki neitt? „Ei.“ Næstur á pínuhekknum var Sverr- ir Karlsson, 7 ára. Hann kom í fyrsta sinn, en var mömmulaus. Kom al- einn, kaldur og ákveðinn. Á meðan Uifar var að skoða hann, spurði ég hvernig ástandið væri i tannamálum harna, svona yfirleitt. „Það verður að segja að það er heldur lélegt. Flest eru með þriðju eða fjórðu hverja íullorðinstönn skemmda. Það er dálítið misjafnt, og fer stundum alveg eftir bekkjum.“ — Hvernig má það vera? „J ú, það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð. Ef eitt barn í bekknum hefur meiri auraráð en venjuiegt og eðliiegt er og horðar meira af sæigæti, þá smitar það út frá sér og endar með þvi að hinir krakkarnir falla í sömu gryfjuna.“ — Það er þá fyrst og fremst sæl- gætið, sem skemmir tennurnar i þeim? „Já, allur sykur, — og svo fer náttúrulega mikið eftir því hvernig þau hirða tennurnar." — Þú leggur þeim iífsreglurnar með að hursta þær reglulega, heyri ég. Mælirðu með einhverju sérstöku i þvi sambandi? „Ég vil helzt að þau komi til min með tannhurstana sína, svo ég geti skoðað þá, þvi þeir eru mjög mis- jafnir að gæðum. Svo er heldur alls ekki sama hvaða tannkrem þau nota.“ — Það er misgott ... ? „Já, mjög svo. Það er t. d. mjög mikið atriði að tennurnar fái sem mest af efni, sem kallast flúor. Ég hefi mikinn áhuga fyrir þvi að öll barnaskólabörn i Kópavogi verði sprautuð með því. En þetta efni er líka i sumum tegundum tannkrems, en misjafnlega mikið. Það fæst t. d. tannkrem, sem heitir Ammident, og hefur mikið af þessu efni. Ég mæli eindregið með því. Annað heitir Castella og er einnig ágætt. Eitt heitir Crest og hefur það hæsta flúorinnihald, sem ég veit um. Gall- inn er bara sá að sú tegund fæst ekki hér á landi ... sjáðu nú hann Sverri hérna, hvort hann er ekki búinn að fá finan jaxl hjá mér. Svona karlinn, nú ert þú búinn.“ Næst voru systkin, Málfríður Jóns- dóttir og Sigurður hróðir hennar. — Hefirðu komið hingað áður, Friða? „Já.“ — Fannst þér það nokkuð vont? „Nei.“ — Ertu nokkuð hrædd? „Nei.“ — Alveg viss ... ? „Já ... en ...“ — En livað? „Ég er hara með hróður mínum. Hann á að fara til tannlæknisins.“ Þá skildi ég af hverju hún var ekki lirædd. En hann settist í stóiinn eins og sönnu karlmenni sæmdi, hreyfði sig ekki allán tímann og kreppti ekki einu sinni liendurnar utaii um stólarmana, eins og ég gerði í gamla daga. Ég hafði húizt við liljóðum, tárum og hamagangi, þegar ég kom inn, en í rauninni var þetta eins og i kirkju — ró og friður. Þarna komu syndaselirnir inn — nýhúnir að kyngja siðustu karamellunni — lofuðu iðrun og yfirbót — fengu syndakvittun, viðgerð og fyrirmæli um sykurlaust líferni —og fóru svo fagnandi út með uppgerðar mublur, beint út í næstu húð ... En ég birti ekki fleiri skritlur af tannlæknum. G. K. Heimur Ramsesar II. Framhald af bls. 11. verzlunarmanna, er ráku viðskipti á eigin ábyrgð. Voru sumir þeirra lágt settir skrifarar og prestar. Þá voru kaupmenn, veitingamenn, arkitekt- ar, listamenn, verkfræðingar tónlist- armenn, læknar og líkþvættir. Næst ber svo að telja óbreytta hermenn, sjómenn og þræla þá, er unnu að á- ætlunum í sambandi við byggingar. Sökkul pýramídans mynduðu hinir átthagabundnu, stritandi smábændur. Enginn veit í rauninni hvernig hlut- skipti þeirra var, því þeir létu engar skýrslur eftir sig. Sennilega trúðu allir Egyptar því að Ramses væri guð, þó líklega að herbergisþjóni hans Imjög göfugum liöiðingja) undanteknum. En trúði faraó því sjálfur? Hvaö getur freraur vt-rið mannlegt en aö g.ingast upp 'ið undirlægjukenndu viðhorfi gagnvart manni sjálfum, ekki sízt þegar allur heimurinn hallast að því? Hvert orð Ramsesar gilti sem óhagganlegur lagabókstafur. Hann átti vald á lífi og dauða hvers kvikindis í Egypta- landi og einnig í þeim hlutum Núbíu og Asíu, sem hann þekkti til, enda var haft fyrir satt, að hann ætti allt og alla, sem hann náði að líta aug- um. Hann stjórnaði ekki einungis heimsveldi sínu, heldur átti hann það. Hugsaðu þér bara að þú ættir Amer- iku, eða jafnvel allan heiminn eins og hann leggur sig. Að hugsa sér, ef þú ættir hann allan sjálfur og gætir farið með hann eftir vild þinni. Hvernig sem þér þóknaðist að með- höndla hann á braut hans frá degi til dags, — með valdi þinnar guðlegu forsjónar, með grimmd, eyðingu eða beinlínis eftir stundarduttlungum þín- um — væri ekki gert ráð fyrir öðru en lýðurinn hneigði sig og þakkaði þér fyrir, og lofaði þig auk heldur sem guð. Allt þetta ætti að vera nægi- legt til rugla þig i ríminu. Sé hægt að líkja egypzka samfé- laginu við einstakan pýramída, voru trúarbrögð þess engu likari en hinu óreglulega, geysistóra og skuggsæla Karnakhofi. Lýðurinn var upptekinn við töfrakenndar trúariðkanir eftir nákvæmum siðareglum. Landið mor- aði beinlínis í goðverum með dýra- höfuð; nægir í því sambandi að nefna ástargyðjuna Haþor, sem var með kýrhöfuð, vizkuguðinn Þóþ, er hafði höfuð sem ibisfugl og Anúbis með sjakalahausinn, vörð hinna dauðu. Furðulegust af öllu þessu virðist þó meinloka sú, er Egyptar gengu með í sambandi við „vestrið"; en hjá þeim táknaði það dauðann. Faraó og gæð- ingar hans gátu átt það til að eyða meirihluta ævi sinnar og tekna til framkvæmda, sem við látum grafar- anum eftir. Er ekki hugsanlegt, að í slíku andrúmslofti hafi sjálfur Ramses legið andvaka og beðið þess að dagaði? Sennilega hefur hann sofið eins og steinn. Viðtekinn ótti verður vanabundinn og er því ekki mjög afleitur, og hjátrúin getur róað menn i skapi. Trú E’gypta sá fyrir því, að Ramses gat gert sér góðar vonir um að öðl- ast vist í einhvers konar himnariki, sem náði allt frá undirheimum upp til stjarnanna. Áletrununum á graf- hýsunum var fyrst og fremst ætlað það hlutverk að koma mönnum klakklaust gegnum réttarhöld dauð- ans og framhjá dómstóli Ósírisar, konungs undirheima, en okkur virð- ast þær lítt skiljanlegar og mjög mót- sagnakenndar. Auk þess eru graf- hýsin sjálf harla dularfull. Allir hafa heyrt getið um Keopspýramidann mikla og línur hans, en grafhýsin frá dögum Ramses eru gerð á allt annan veg. Þau voru höggvin djúpt niður í kletta, innsigluð eilífri lokun. En flest þeirra, þar á meðal gröf Ramses- ar sjálfs i Konungadalnum, hafa fyrir löngu verið rofin, rænd og látin auð. Þar verður lítils enduróms vart frá öðrum heimi. Dauðadýrkunin er ennþá ráðgáta. Margar þjóðir aðrar hafa iðkað hema, en engin svo ákaflega sem Egyptar hinir fornu. Gröf Tútankamens er gott dæmi um þetta. Skömmu eftir að „Tút konungur hinn gamli“ var lagð- ur til hinztu hvíldar, átján vetra að aldri, gerðu grafarræningjar tilraun til að ráðast inn á hann. Eitthvað varð þó til þess að fæla þá frá og síðan fékk grafhýsið að vera í friði i 3,000 ár, enda þá talið týnt og tröll- um gefið. Fornfræðingarnir, sem hittu á það að lokum, fundu innsigl- aðan klefa djúpt niðri i kletti, stút- fullan af einhverjum íburðarmestu húsgögnum, sem nokkru sinni hafa sézt á jörðu. 1 klefanum miðjum stóð helgiskrín eitt. Innan í því var komið fyrir öðru, innan i því aftur hinu þriðja og innan í því þriðja var svo fjórða skrínið. Öll voru þau ríkulega skreytt. Fjórða skrínið innihélt stóra líkkistu, er búin hafði verið til úr hellu af gulu kvarzi. Var hún með loki úr rósrauðu granít og gyðju- myndir stóðu vörð á fjórum hornum hennar. Innan í þessari kistu var önn- ur minni, og var sú öll gulli drifin. Innan í þeirri kistu var svo sú þriðja greypt gulli og gleri og auk þess skreytt blómsveigum. Blómin höfðu meira að segja haldið lit sínum. Þessi kista hafði að geyma hina fjórðu, og var sú úr skíru gulli. Á loki hennar voru einnig blómsveigar, og auk held- ur stytta af drengkónginum, liggjandi í makindum á gullsæng. 1 kistu þess- ari lá smurlingur Túts konungs. Bar hann fyrir andliti sér grímu úr gulli, og voru augun gerð úr hrafntinnu. Hinn konunglegi skrokkur var sveip- aður tignarklæðum og hafði verið smurður og kolsviðinn með bruna innvortis. Smurlingur Ramsesar hefur einnig komið okkur fyrir augu, eða réttara sagt til Karirósafnsins, en sú ferð vakti ekki eins mikla athygli og var öllu óþægilegri en för Túts inn i nú- tímann. Um hálfri annarri öld — sem er naumast meira en andartak í eg- ypzkri sögu — eftir dauða Ramsesar, var gröf hans, sem talin var óvinn- andi, rænd af einhverjum djörfum friðarspillum þess tíma. Að bófunum á brott gengnum kom á vettvang flokkur árvakurra trúmanna, nokk- urskonar guðhræddar kirkjugarðs- rottur. Þeir vildu vernda smurling Ramsesar, sem enn var óskemmdur, og fluttu þrisvar með mikilli leynd til nýrra felustaða. Að lokum skildu þeir við hann í hellisskúta nokkrum ásamt tylft annarra andaðra faraóa. Fyrir hérumbil hundrað árum síðan uppgötvuðu ræningjar nokkrir helli þennan og notuðu hann bæði sem samkomustað og til geymslu á sparifé sínu. Árið 1881 voru stigamenn þess- ir staðnir að verki, er þeir voru að selja skartgripi nokkra, er prýtt höfðu umbúðir er smurlingar höfðu verið vafðir utan með. Er þeir höfðu verið pyndaðir hæfilega, vísuðu þeir fornfræðingunum leiðina að markinu — jarðneskum leyfum Ramsesar. Við litum um öxl niður í hin hyl- djúpu huldu göng áranna, skyggnumst inn í týnda veröld Ramsesar mikla, að sjáum — já, hvað sjáum við? Dýrð- ina, stritið, þröngsýnina, drambið og um leið dýptina, sem að baki liggur. Drottnara, sem hafa verið algerlega einvaldir í ríkjum sínum, er sérlega erfitt að dæma. Þá skortir bæði vini og keppinauta, sem hægt er að taka tillit til. Þeir þurfa jafnvel ekki ann- að en að láta sig dreyma um dýrðina til að framkalla hana. Meira en öld eftir dauða Ramsesar minntust dug- legir faraóar hans með því að taka upp nafn hans. Sagnirnar um hann eru ódauðlegar. Þær lifa jafnvel undir öðrum nöfn- um. Egyptar voru vanir að ávarpa faraóa sína á óbeinan og torskilinn hátt, og táknaði það lotningu. Sjálft orðið faraó þýðir til dæmis einfald- lega „stórt hús“. Meðal margra nafna, sem Ramses bar sjálfur, var User- maatre. Það var skorið á fótstall geysistórrar styttu, er stóð í graf- musteri hans í Þebu, en er nú hrunin. 1 munni Grikkja varð þetta nafn síðar að „Ozymandius", og getur skáldið Shelley þess í einu Ijóða sinna. Réttir úr súrmjólk o. fl. Framhald af bls. 14. Engiferkökur. 500 g hveiti, 500 g sykur, 200 g smjörlíki, 2 egg, 1 msk. rjómi, 15 g pressuger, 1 tsk. natron, IY2 tsk. negull, 1 msk. engifer. Myljið saman hveiti og smjörlíki og setjið allt í. Gerið hrærist út i örlitlu af sykrinum. Hnoðið deigið og búið til úr því stóra rúllu. Látið hana bíða um stund og skerið hana siðan niður í þunnar kökur. Bakið þær við meðalhita. Súkkulaðikaka. 60 g smjörlíki, 7 teskeiðar sykur, 4 tsk. kakaó, 1 eggjarauða, 1 eggjahvíta, 24 stk. ferkantaðar kexkökur, sterkt kaffi. Ilrærið saman smjörl., sykur, kakaó og eggjarauðu. Stífþeytið eggiahvituna og setjið hana í. Dýfið kexinu sem snöggvast niður í kaffi. Setjið síðan eina röð af kexi og eina af súkkulaðikremi á vixl þar til kexið þrýtur. Efsta lagið á að vera krem. Skreytið kökuna með möndl- um að ofan. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.