Vikan


Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 43

Vikan - 04.01.1962, Qupperneq 43
heimiiistækin hafa dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin staðist H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI tih • fjalla um nokkur sálræn vandamál hins si'ðmenntaða nútímamanns, eins og þau hlasa við í Ijósi sál- greiningarinnar. Af þeim sökum leyfði ég mér þennan formála. ★ Má selja kjöt og . . . Framhald af bls. 23. ekki í verzlun nema fá frí í vinnu eða stelast í búð. Sama er að segja um hjón, ef þau vilja skreppa í búð saman. Þetta þarf að breytast, — og því fyrr þvi betra.“ Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytendasamtakanna: „Það er fór- ánlegt að þjóðfélagið skuli setja hömlur á það, hvenær dagsins fóllc megi útvega sér nauðsynjar, enda er mér nær að halda að þetta sé allt tilkomið vegna þess misskilnings hjá verzlunarfólki, að það sé þeirra að ákveða hvenær sölubúðum skuli lokað. Ég er fjarri því að vilja að meira sé lagt á verzlunarfólk, nema tilsvarandi kaup komi til. En ég held að það hafi beinlínis háð samn- ingum um kjarabætur, hve fast er staðið á því að lokunartími ve-rzl- ana sé tilgreindur í launasamning- um. Lokunartími og vinnutími er ekki — og ætti ekki að vera það sama. Eftir núgildandi reglum er bann- að að hafa verzlanir opnar á kvöld- in. Ekki virðist þó fjarri lagi, að einhverjar verzlanir, sem selja vör- ur, er sérstaklega þarf að vanda val á, hefðu opið einhver kvöld, ef þeim þætti það borga sig, og fólk vildi vinna, jafnvel þótt ekki væri nema einu sinni i viku eða i mánuði, allt eftir þörfum. Við teljum, að bæjarstjórnir eigi ekki að takmarka þjónustu þá, sem bæjar- búar gætu orðið aðnjótandi, meira en almenningsheill krefur eða krist- indómurinn í landinu. Á Þorláks- messu leyfist bæjarbúum að verzla til miðnættis og laugardaginn þar á undan til kl. 10 e. h. Aldrei nokkurn tíma annars á árinu er fólki leyft að verzla eftir kl. 7 e. h. Þá er það orðið guðlast, jafnvel bara að óska eftir þvi.“ Það virðast allir vera sammála um það, að þessu þurfi að breyta hið fyrsta, og aðalvandamálið sýnist vera samningar um laun verzlunar- fólks. Það er unnið að þvi af mikl- um móði að koma þessu í lag, svo að líklega megum við búast við breytingum alveg á næstunni. G. K. TAUPRENT. Framhald af bls. 14. neðst á borðinu, sem stimplað er á og leggja síðan dagblöð á, svo lit- urinn komi ekki i gegn. Breiðið alveg úr stykltinu, sem á að stimpla og tyllið niður. Að öllu þessu athuguðu er byrjað að stimpla. Eigi að stimpla með tveimur lit- um, er nauðsynlegt að fyrri liturinn sé alveg þurr áður en seinni litur- inn er prentaður yfir. Það getur oft tekið nokkra daga, oft þorna dökkir litir seinna, en hvítir og ljósir litir. Eruð þið ánægð með lífið? Framhald af bls. 15. 0—8 STIG. Þér virðizt vera mjög þreyltur, að minnsta kosti i svipinn. Ef til vill er langt síðan þér hafið tekið yður frí, eða það hefur ekki veitt yður nægilega hvíld og tilbreytingu frá brauð- stritinu. Reynið að safna lcröftum. Minnizt þess að afslöppun getur aldrei verið neikvæð — en er einmitt það sem þér þarfnizt bæði andlega og líkamlega. Hvíldin er forsenda þess, að þér getið starfað og leyst af hendi þau verkefni, sem bíða yðar. Þetta liggur í augum uppi, alveg eins og maður lætur ekki vél vera í fullum gangi án afláts. Forðizt þá tilfinningu að þér neyðizt til að gera allt, sem aðrir ætlast til af yður — það er álíka hættulegt cins og að kunngera þátt- töku sína i fimmtán hundruð metra hlaupi, ef maður er hjartabilaður. 9—32 STIG. Þessi hópur er fjölmennastur. Þér vitið lika sjálfur hvert stefnir. Sennilega eigið þér ekki erfitt með að sinna skyldustörfum yðar, en at- hugið að lág stigatala er greinileg aðvörun um að fara hægt í sakirnar. Ef stigatala yðar er nálægt 25, eruð þér samt fær 1 flestan sjó, og getið litið björtum augum á lífið. 33—40 STIG. Hjá yður virðist allt vera i stakasta lagi, og þar af leiðandi ástæða til að óska yður til ham- ingju. Við gerum olckur í hugarlund að þér séuð fullur af lífsfjöri, framtakssamur og mikið gef- inn fyrir tilbreytingu. Þér eruð duglegur og vinnusamur. Þér getið meira að segja átt það til að verða næstum innblásinn af vinnugleði, þess meiri störf sem hlaðast á yður. Við þetta er aðeins eitt að athuga: takið líka tillit til um- hverfis yðar. Reynið að skilja að fjölskylda yð- ar og samstarfsmenn búa ef til vill ekki yfir jafn mikilli starfsorku og þér sjálfur. Þér gerið áreiðanlega miklar kröfur til sjálfs yðar, og þess vegna er einnig hætt við, að þér krefjizt of mikils af öðrum, og þá getur verið að þér verðið álitinn óbilgjarn, án þess að þér gerið yður grein fyrir þvi sjálfur. ★ VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.