Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 3
VIKAM 00 tsskvui Faðir „njósna“- myndavélanna. Minox-ljósmyndavélin þýzka er fræg um allan heim. Hún er ekki nem 8,2 cm á lengd, 2,8 cm á breidd og 1,6 cm aS þykkt, svo hún verSur hæglega borin í vasa og falin í lófa án þess nokkur veiti því athygli. Engu aS síSur er hún svo fullkomin aS allri gerS, aS hún þolir fyllilega samanburS viS fullkomnustu Ijós- myndavélar af stærri gerS, og enda þótt hún sé rándýr, tekst verksmiSj- unum varla aS fullnægja eftirspurn- inni. Ekki verSur þetta samt kölluS njósnaljósmyndavél í þröngum skilningi, þar sem hún er fáanleg á frjálsum markaSi. En aftur á móti er þetta svo „fín“ myndavél, aS hún er skoSuS sem hálfgildings aðals- merki á baðstöðum, og annarsstað- Á búgarði einum litlum á Skáni eiga heima tvö aldurhnigin syst- kin, börn rokkasmiðsins Níelsar Péturssonar, sem bjó þar allan sinn búskap og var kunnur um nálæg héruð fyrir hagleik sinn. Einkason- ur hans, Magnús, sýndi snemma að honum brá i ættina. Hann var ekki gamall, þegar liann tók að renna rokka af furðulegum hagleik og snilli — en það var einkennilegt við hann, að hann hafði mest gaman af að smíða örlitla rokka, sem þó voru nákvæm eftirliking af þeim stóru. ÞaS kom líka brátt í ljós að hann mundi ekki sætta sig við að feta í fótspor föður síns. Seytján ára gamall hélt hann til Stokkhólms og réðist þar í læri í símtækja- smiðju, en undi þar ekki, hélt til Þýzkalands, kallaði sig nú Magnús Niéll, innritaðist í tækniskólann i Þýzka Minox-dvergmyndavélin heimsfræg völundarsmíð. Öldungurinn, Magnús Níéll með dvergmyndavélina, sem hann smíð- aði árið 1903. ar þar sem auðugt og fint fólk kem- ur saman. Japanskir myndavélaframleiðend- ur hafa að sjálfsögðu líkt eftir þess- ari þýzku dvergmyndavél, og eru nú fáanlegar japanskar dverg- myndavélar, stórum mun ódýrari en sú þýzka, og því vitanlega ekki nándarnærri eins „finar“, enda þótt séu tiltölulega vandaðar. Auk Dvergmyndavél Magnúsar, smíðuð árið 1903, sýnd í samanburði við venjulegan eldspýtustokk. Hún tók 25 rnyndir, en seinna smíðaði hann enn smærri inyndavélar. þess er vitað að bæði bandariskir og rússneskir myndavélaframleið- endur smíða ótrúlega litlar og ótrú- lega vandaðar ljósmyndavélar, sem einkum eru ætiaðar í gervihnetti, og ef til vill — en sleppum þvi; þær myndavélar fást að minnsta kosti ekki á frjálsum markaði. Cothen og lauk þar prófi um alda- mótin sem vélaverkfræSingur. Þar sem hann naut ekki neinnar fjár- hagslegrar aðstoðar að heiman, vann hann fyrir sér með náminu með ýmsu móti — meðal annars klippti hann út svartmyndir af gest- um á skemmtistöðum og gat sér frægðarorð fyrir. Einn af skólabræðrum Magnúsar var belgiskur og átti vellríkan föð- ur, sem hafði mikinn áhuga á ljós- myndun. AS námi loknu varð Magn- ús þessum skólabróSur sínum sam- ferða til Belgíu, og smíSaði þar fyrstu „dvergmyndavélina“, sem sögur fara af; keypti fyrrnefndur auðmaður liana fyrir talsvert fé, sem Magnús notaði til Bretlands- ferðar, þar sem hann smíðaði aðra slíka myndavél, eða svipaða, og fékk einkaleyfi á þeirri gerð. Hún tók 25 örsmáar myndir á eina „hleðslu“, sem síðan mátti stækka furðumikið. Þetta var árið 1903. Árið eftir er Magnús kominn til Bandaríkjanna. Þar hóf hann smiði á raunverulegum „njósnamyndavél- um“, sem voru eins og vasaúr að lögun og stærð — og enginn veitti því atliygli þótt maður drægi úrið upp úr vasa sinum og gætti á það. Magnús gerði það einu sinni sjálfur í viðurvist lögregluþjóns á stað, þar sem harðlega var bannað að taka myndir, tilkynnti honum að hann hefði brotið bannið og sýndi hon- um myndavélina. En lögregluþjónn- inn hugði að liann væri að gera gabb að sér, er hann fuilyrti að hann hefði tekið Ijósmynd með litlu vasa úri og rak hann brott. Magnús Níéll græddi offjár, bæði á þessari uppfinningu sinni og öðr- um vestur þar. Á tímabili átti þessi sonur „rokkasmiðsins á Skáni“ eina íbúð í New York, aðra í Florida, þriðju í París, fjórðu í Stokkhólmi og þá fimmtu í Nizza, sigldi tólf sinnum fram og aftur yfir Atlants- hafið og tvívegis umhverfis jörð- ina, en er nú setztur að á föðurgarði sínum á Skáni, 87 ára að aldri, þar .gefandl: Hilmir h.f. ábrii ______ i JóhanneB Jiirnndsson. Kraink væindanLjóri: Hllmar A. Kristjánsson. — ■ •• Eitstjórn og auglýsingar: Sldþholti '33. Simarp.35320; 35323,. 35322. Póst- > í hólf. -149. i Afgreiösia og dreifing: ... Blaöadreiíing; Miklubraut 3.5,. sími . . 36720. Dremngarstjóri: öskar Karls- ' son. Verö í lausasölu kr. 3.5. Áskrift- . . arverC er 200 kr. ársbriBjungsIega,; greiðist- fyrirfram. Prentun: I'" h.f; Myndamót: Rafgraf h.f. . í næsta blaði verður m. a.: ¥ Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri í aldarspegli. ¥ Eins og ungt dýr. Grein með mörgum myndum um Brigitte Bardot, hina nýju týpu, sem ungar stúlkur um allan heim stæla og orðin er ímynd kvenlegrar fegurðar á vorum dögum. V Ný kvikmyndasaga: Með lausa skrúfu. Aðalhlutverk: Frank Sinatra. ¥ Launráð leyndra hvata. Grein um sálkreppur og sálgreiningu eftir Dr. Matthías Jónasson. V Minnismissir. Eftirminnileg saga. ¥ Þátturinn hús og húsbúnaður: 125 fermetra raðhús, sem eins mætti byggja sjálfstætt sem einbýlishús. Því fylgir mjög grein- argóð teikning í fullu perspektívi. * Það varst þú, sem snertir mig fyrst. Hugljúf ástarsaga, eftir Par Rádström. * Fegurðarsamkeppnin byrjar eftir viku. Sagt frá allri tilhög- un við fegurðarsamkeppnina 1962. * Heilsa eiginmannsins. Grein, sem allar eiginkonur ættu að lesa. V Bókaþáttur, Bergþóra skrifar um konur og karla, f fullri alvöru, Vikan og tæknin, pósturinn, bridge, krossgáta, Ungfrú Yndisfríð, Blóm á heimilinu, myndasögur og mataruppskriftir. sem hann býr með yngstu systur sinni af fjórum, sem hann átti. Ef Magnús Niéll væri nú upp á sitt bezta, mundi hann áreiðanlega geta sér heimsfrægð 1 sambandi við smíði þeirra tækja, sem gervihnertt- ir eru búnir. Þar væri verkefni fyr- ir svo „dverghagan" uppfinninga- mann. Ný gerð bátahreyfla. Bandarlkjamenn og Bretar eru nú farnir að framleiða bátahreyfla af nýrri gerð — það er að segja, hreyf'Í- arnir eru sjálfir af eldri gerð, en driforkutæknin er ný. Hún er nán- ast hiiðstæð þeirri driforkutækni, sem gerð þotuhreyflanna byggist á; munurinn þó sá, að það ct þrýsti- vatnsútstreymi sem knýr bátinn áfram, en hugmyndin sú sama. Báturinn sem sést á meðfylgjandi mynd er smíðaður af Dowty Turbocraft á Bretlandi. Hann er gerður úr plasti, en hreyfillinn er 70 hestafla umbyggður bátahreyf- ill af Fordgerð. Hann sogar vatnið upp um op aftarlega á botni báts- ins, og knýr það siðan með háum þrýstingi út um mjóan, hreyfanleg- an stút á skutnum. Bátur þessi nær 27 hnúta hraða, og fyrir hreyfan- leik stútsins þarf hann ekki að vera búinn sérstöku stýri. í Bandaríkj- Framhald á bls. 38. „Vatnsþotan“ frá Dowty Turbocraft. Bátar þessir eru mjög grunnskreiðir og allt driforkukerfið mjög einfalt. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.