Vikan - 08.02.1962, Page 5
Góður kæliskápur er gulli betri-
LJRIHK
mér, að ég hef blátt áfram ekki
viðþol. — S. Nobb.
--------Hver er kominn til að
segja, að smekkur ömmu þinnar
hafi ekki verið jafngóður og
þinn? Ekki ég, reyndar, en
smekkur er nú einu sinni svo
einstaklingsbundinn, að það er
ekkert til, sem kalla mætti full-
kominn smekk. Ég er þér fyllilega
sammála, að eitt málverk getur
orðið tíl þess að spilla mjög
heildarsvipnum í einni stofu.
Ef maðurinn þinn er svona hrif-
inn af þessu málverki, hlýtur
honum samt að vera sama, hvar
það hangir. Reyndu að fá hann
til þess að flytja það á annan
stað í húsinu.
Auk þess er ég þeirrar skoð-
unar, að yfirleitt eigi konan að
ráða mestu um útlit heimilisins
(án þess ég rýri nokkuð ágætan
smekk margra karlmanna) — því
að yfirleitt er það hún, sem hefst
mest við á heimilinu og nostrar
við það daglega.
Kærir sig ekki um það . . .
Kæri Póstur!
Af þvi' ég veit, að konan min les
Vikuna, langar mig til að skrifa
þér um dáiítið, sem við rífumst oft
um. Konan mín reykir sem sé eins
og skortsteinn, og mér er ómögu-
legt að fá hana til þess að hætta
við þennan fjára. Ég storka henni
oft með því að hún geti ekki hætt,
hún sé orðin þræll tóbaksins. En
hún svarar því til, að hún kæri
sig bara ekki um það, henni finnist
þetta gott, svo að engin ástæða sé
til þess að hætta. Ég sé hins vegar
fjöldamargar ástæður til þess —
og það gerir pyngjan mín lika. Svo
kemur spurningin: Er þetta svar
hennar ekki einmitt dæmigert svar
þess, sem orðinn er þræll eiturs-
ins? — Maður.
Eg skal ekki segja. Það getur
verið verra — sumir reyna og
reyna og verða svo að viður-
kcnna, að þeir geta ekki hætt.
Reyndu að fá hana til þess að
sýna þér í svo sem mánuð, að
hún geti hætt. Ef hún fellst á
það, skaltu safna þeim pening-
um saman, sem ellegar hefðu
farið í sígarettur handa hcnni
og gefa henni eitthvað fyrir þá
peninga í viðurkenningarskyni.
Ef hún er enn ekki orðin þræll
tóbaksins, hlý.tur hún að guggna.
Stendur ekki í skilum . . .
Kæri Póstur!
Hvernig get ég fengið vinkonu
mína til þess að borga mér aftur
það, sem ég lána henni. Ég á orð-
ið inni hjá henni um þúsund krón-
ur. Hún er alltaf að „slá“ mig og
segist ætla að borga strax og hún
eignast peninga. Ég læt hana alltaf
plata mig, en nú finnst inér nóg
komið. Ilvað á ég að gera? — H.L.
— — — Þú átt einfaldlega að
hætta að láta hana plata þig
svona. Þverneitaðu að lána henni
einn eyri, fyrr en hún er búin
að borga þér. Svo getur þú líka
reynt að „slá“ hana, svona öðru
hvoru. Láttu svo dragast eitthvað
að borga henni.
Sætin í Háskólabíói . . .
Góði Póstur!
Viltu ekki koma fyrir mig á fram-
færi kvörtun, því ég er viss um, að
ég tala hér fyrir munn margra. Það
er út af sætunum í Háskólabíói. For-
ráðamenn hiósins halda víst, að það
sé eitthvað frumlegt að hafa sætin
ekki tölusett, en það er sko mesti
misskilningur. Þetta verður til þess
að maður verður að koma eld-
snemma til þess að ná sér í almenni-
ieg sæti, því að ef maður kemur
seint, er ekki hægt að fá nema eitt
og eitt sæti á stangli, og auðvitað er
það oft þannig, að margir fara saman
i hió.og er þá heldur leiðinlegt að
þurfa að sitja á víð og dreif um sal-
inn. Ég held að þetta fyrirkomulag
sé í alla staði óþægilegt, og ekki sýn-
ist mér það spara starfslið, því að
stúlkurnar, sem vísa til sætis verða
alltaf að vera á þönum, til þess að
finna sæti handa þeim, sem koma
seint en gætu annars fundið sín sæti
sjálfir. Svo kemur það fyrir, að fólk
sezt á vitlausan stað í húsinu, og
það getur orðið til þess að maður
verður að sitja á hörðum stólum í
ganginum, ef það er uppselt.
Með þökk fyrir birtinguna, Gisli.
Kurteisi . . .
Kæra Vika!
Þar sem þú ert viðlesið blað, lang-
ar mig til þess að skrifa þér dálítið
um almenna kurteisi, og ef þetta
bréf verður birt í dálkum þínum,
vonast ég sannarlega til þess að það
hvetji menn til umhugsunar, þó ekki
væri annað. Ég hef rekið mig á það
oft og áþreifanlega, að margir þeirra,
sem vinna að þjónustustörfum i þágu
hins opinbera, kunna blátt áfram
ekki mannasiði. Sérstaklega hef ég
rekið mig á það, að menn kunna eklti
að þéra. Á meðan þúanir hafa ekki
almennt rutt sér til rúms, verður að
telja þéranir almenna kurteisi. Hið
opinbera verður að gera sér grein
fyrir því, að starfsmenn þess eru
ótækir, ef þeir kunna ekki að koina
fram við fólk af fyllstu kurteisi.
Hvað ætli séu t.d. margir lögreglu-
þjónar, sem kunna að þéra? Séu þeir
ekki ýkjamargir, hef ég a. m. k. rek-
izt á þá flesta.
Sömu sögu mætti reyndar segja af
þeim, sem ekki vinna í þágu hins
opinbera. Mér dettur þá fyrst í hug
þjónar. Ég fór á veitingahús fyrir
skönnnu ásamt nokkrum kunningjum
mínum. Við erum öll gift og ráðsett
fólk. Þegar okkur hafði tekizt að
hafa upp á þjóninum, biðum við
lengi, þangað til kauði kemur með
fullan bakka af veigum handa okk-
ur og segir rétt sisona við eina
frúna: „Varst það ekki þú með asn-
ann?“ Ég hélt það væru takmörk, en
ég held nú reyndar svo margt.
— Kalli.
■4>
KELVINATOR
KÆLISKÁPURINN
ER EFTIRLÆTI HAGSÝNNA HÚSMÆÐRA
Hin hamingjusama húsmóðir, sem á
KELYINATOR,
getur alltaf hrósað honum við vinkonu sína.
Kynnið yður kosti
KELVINATOR
Verð:
7,7 cubfet kr. 52 961
9,4 cubfet kr. 14.837
10,1 cubfet kr. 16.887
Verið hagsýn — Veljið
KELVINATOR
Jfekla
Austurstræti 14.
Sími 11687.
--------♦>
VIKAN g