Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 12
En mynd þarf helzt að fylgja Séð nokkra fallega stúlku nýlega? Jú, það hlaut reyndar að vera. Fallegar stúlkur eru hreint ekki svo sjaldgæfur hlutur á Islandi. Þú þekkir ef til vill einhverja, sem þú mundir álíta, að gæti fetað í fótspor okkar ágætu fegurðardrottninga að líndanförnu, sem hafa orðið landi og þjóð til sóma. Jafnvel önnur, þriðju og fjórðu verðlaun eru mjög eftirsóknarverð og bjóða tækifæri, sem annars er erfitt að fá. Þú mátt gjarnan láta okkur vita, ef þú veizt af einhverri stúlku, sem þér finnst af- burða fögur. En það þarf helzt að fylgja mynd. Það berast svo margar ábéndingar, að óhjákvæmi- lega koma þær fyrst til álita, sem við höfum mynd- ir af. En munið, að ábendingar þurfa að berast mjög fljótlega, ef unnt á að vera að athuga málið. 1. verðlaun 2. verðlaun Tvær sem notað hafa tækifœrin Sigurvegarinn í keppninni — Ung- frú ísland 1962 — fær mikil verð- laun fyrir utan drottningartitilinn. Skal þar fyrst nefna ferð til Langa- stands í Kaliforníu til þátttöku í keppninni „Miss International 1963“ Þá verður flogið frá Reykja- vík til New York og þaðan yfir Bandaríkin til Langasands. Innifal- ið í verðlaununum er hálfsmánaðar uppihald á Hótel Lafayette á Langasandi, bíll og bílstjóri allan tímar.n og 100 Bandaríkjadalir í skotsiífur. Þá fylgir einnig kvöld- kjó 1 og undirfatnaður. Ferð til Beirut í Libanon til þátt- töku í keppninni „Ungfrú Evr- ópa“ 1963. Þá verður flogið héðan til Kaupmannahafnar, dvalið þar í 2 daga, flogið til Frankfurt í Vest- ur-Þýzkalandi og dvalið þar einn dag, flogið til Vínarborgar, þaðan til Aþenu, Istambul og síðan til Beirut. Þar verður dvalið í 12 daga og þátttakendur í keppninni verða gestir libönsku ríkisstjórnarinnar og búa á Riviera Hótel. Fegurðarsamkeppnin býður ekki aðeins utan- ferðir og glæsileg verðlaun, heldur og tækifæri sem mega teljast mjög óvenjuleg. Hér hafiö þið myndir af tveim. íslenzkum fegurðardrottningum sem vakið hafa hafa athygli og báðar hafa gripið þau tækifæri, sem buðust. María Guðmundsdóttir á þó eftir sjálfa eldskírnina, sem er keppnin á Langasandi í sumar. Hún hefur að undanförnu ferðazt um Suður-Ameríku með tízkusýningar- flokki frá þekktu fyrirtæki í París og hefur mjög góð laun. Sigriður Geirsdóttir — á myndinni til hægri — starfar nú í Hollywood; hefur leikið þar í kvikmynd, tekið þátt í sýningarferðum viða um heim, er mjög eftirsótt fyrirsæta og hefur ca. tíföld mánaðarlaun islenzkrar skrifstofustúlku. 3. verðlaun 4.-5. verðlaun i Ferð til Miami Beach í Florida, Bandaríkjunum, til þáttöku í keppninni Miss Universe 1962. Flogið verður frá Reykjavík til Parísar og staðið þar við í 4—6 daga og búið á Hótel Napoleon. Flogið frá París til New York og dvalið þar í 5 daga og síðan til Miami Beach. Þar verður búið á einu af hinum dýru lúxushótelum á ströndinni frægu og skotsilfur er hundrað Bandaríkjadalir. Að öllum líkindum verða þessi verðlaun fólgin í ferðum á „Miss WorId“-keppnina í London og „Miss Istambul“-keppnina í Tyrk- landi. Það er þó ekki fyllilega ákveðið, en ákveðið er, að þessi verðlaunahafi fái vandað arm- bandsúr frá Magnúsi Baldvinssyni og módelkápu frá Kápunni h.f. Það skal tekið fram, að einungis 5 stúlkur komast í aðalúrslit og þær fá allar verðlaun eins og hér hefur verið greint frá. 12 VIK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.