Vikan


Vikan - 08.02.1962, Side 14

Vikan - 08.02.1962, Side 14
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri í ALDARSPEGLI i. Ég hygg að mörgum muni fara eins og mér, aö þegar rætt er um ógleymanlega menn, þá veröi þeim fljótlega hugsað til Gísla Sigur- björnssonar, forstjóra Elliheimilis- ins Grundar. Það er margt sem veldur því, að hugurinn staðnæmist við hann. Gísli Sigurbjörnsson er sonur Guðrúnar heitinnar Lárusdóttur skáldkonu og séra Sigurbjarnar Ástvaldar Gislasonar. Guðrún var þjóðkunn kona. Hún var mild og gáfuð, mannúð hennar rík og um- bótavilji vakandi, Meðan hún var ung, stóð hún, ásamt séra Friðrik Friðrikssyni og fleirum umbóta- mönnum, við dyr Svínastíunnar og annarra drykkjukráa, sat fyrir skútusjómönnum, tók þá tali jjegar þeir ætluðu að leita á fund Bakkusar og spurði hógværlega, hvort þeir vildu ekki koina í KEUM, ski'ifa bréf lieim, þar væru bréfsefni, þar væri kaffi á könnu, hvort þeir jiyrftu ekki að senda eitthvað af kaupinu sínu heim og hvort hún gæti ekki aðstoðað þá. Þefta starf bar stundum árangur, stunduin ekki eins og geng- ur, en margir gamlir skútusjómenn minnast þessarar viðleitni félaga i KFUM með hlýju — og þakka hana. Guðrún gerðist síðar fátækrafulltrúi i Reykjavík, eða liafði afskipti af þeirri hjálparstarfsemi. Oft varð hún fyrir árásum af því tilefni, enda var litlu að skifta og engum hægt að hjálpa til fulls. Hún reyndi að skainmta, en varð að skammta naumt. Slíkt starf er aldrei vinsælt. Hún lenti i stjórnmálavafstri fyrir sinn flokk — og það vakti erjur, en inannúð hennar efaðist e'nginn um. Hún ritaði bækur — og þar var hún öll. Hún átti margt skylt með Ólafíu Jóhannesdóttur — og ef til vill hefði ævistarf Guðrúnar orðið hið sama og Ólafíu hefði hún ekki eignast mann, heimili og börn — og það starf krafðist alls þess, sem hún gat lagt fram. Guðrún fórst af hörmulegu slysi er bifreið sem hún var í, tvær dætur hennar, ásamt Sigurbirni og bifreiðarstjóranum, steyptist í Tungufijót árið 1938. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason lærði lil prests, en var og er, fyrst og fremst stærðfræðingur, og hann e'nn hinn fremsti, sem þóðjn hefur eignast. Stærðfræðingurinn átti allt- af í höggi við guðfræðinginn — og veitti ýmsum betur. Hjartað fylgdi guði sínum og kirkjunni, musteri hans, en stærðfræðingurinn réði yfir heilanum. Slíkt veldur oft átökum og erfiðleikum, en Sigurbjörn var trúr báðum. Hann gerðist baráttu- maður kirkju sinnar — og sumir telja hann ortodoks, en unaður hans var stærðfræðin. Þeita er dómur, byggður á líkum áhorfandans — og er alveg óvíst að presturinn muni vilja hlýta honum ... Gísli Sigurbjrnsson er þriðja barna þeirra hjóna, sem Jifa. Hann er á- kaflega sérstæður persónuleiki, bæði á velli og hið innra. Getur varla í nútíma okkar íslendinga forvitni- legri persónu. Skýringin á honum, hinu innra lífi hans, er ekki nær- tæk, en að líkindum er hún sú, að hann hefur til að bera meginþættina í skapgerð og hæfileikabúnaði beggja foreldranna: skáldsýn og mannúð móðurinnar — og tölvisi föðurins, tilfinnngaauðlegð hennar og kalda rekningslist hans. Gísli Sigurbjörnsson er sjaldgæft dæmi um hugmyndaflug, hjálpfýsi, framkvæmdaáræði — og nákvæmt fjármálavit. Það er mjög útbreidd slcoðun, að allt, sem Gfsli Sigur- björnsson taki sér fyrir hendur, beri sig — og beri sig vel. Margan hefur furðað á þessu, og þá fyrst og fremst vegna þess, að oft ræðst Gísli Sigur- björnsson í framkvæmdir, sem eng- inn annar mundi þora að fitja upp á, hvað þá að hrinda af stað. II. Gisli Sigurbjörnsson á þvi heima í aldarspegli. Hann er fæddur 29. október 1907 í Ási í vesturbænum, enda oft kallaður aðeins Gísli i Ási — og elliheimilið i Hveragerði heit- ir Ás. Hann fór, eins og lög gera ráð fyrir, i barnaskóla og flaug þar i gegnum bekki. Hann gerðist sendi- sveinn hjá Haraldi Árnasyni kaup- manni þegar hann var 10 ára, en Haraldur var, árum saman, einn hinn mesti fyrirmyndarmaður í verzlunarmannastétt og flutti inn í verzlunarlíf borgarinnar margskon- ar nýjungar, en þó framar öllu öðru snyrtimennsku og reglusemi. Þar lærði Gísli margt — og þar varð hann fyrir fyrstu reynslunni, sem að líkindum hefur haft mikil áhrif á alla ævi hans. Hann rukkaði fyrir Harald, og þar á meðal stórlaxa, sem síðar urðu, eins og Sigurð Jónasson, 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.