Vikan


Vikan - 08.02.1962, Síða 19

Vikan - 08.02.1962, Síða 19
Tómstundaiðja: Bókaskápur- blómaborð Það er gamalt mál- tæki, að oft megi lit- ið laglega fara. Víst er um það, að oft geta smáatriði orðið til þess að dýpka og skýra samræmdan heildarsvip — og eins geta þau orðið til að raska honum og koma í veg fyrir að hann njóti sín. Hafið þið til dæmis veitt hvi athygli, iivað eitt smá- atriði getur valdið miklu um svip íbúðar? Þvi getur meira að segja verið þann veg farið, að manni veitist örðugt að álta sig á hvað það í rauninni er, sem veldur því að viss íbúð er vistleg og aðlaðandi — eða hið gagn- stæða. Á stundum getur það til dæmis átt sér stað, að stærðarhlut- föll stofu valdi því að hún hefur kulda- leg áhrif á menn. Oft þarf þá ekki nema smáatriði til að blekkja augað á þægilegan hátt, þannig að svipur stofunnar ger- breytist. Smíðisgripurinn, sem hér verður lýst, er einmitt ætlaður til þess að blekkja augað þannig. Með þessum skemmtilega bókaskáp, sem um leið er blómaborð — eða kannski við segjum blómaborði, sem er um leið bókaskápur — er hægt að ná þeim áhrifum að stofunni virðist i senn skipt i tvær stofur, en vera þó ein stofa eftir sem áður. Með öðrum orðum, breyta stærðarhlutföllum, sem eru óþægi- leg svo þau verði þægileg. En nóg um það. ‘Fyrst er það grindin, sjá teikningu „1“, sem gerð er úr furulistum og krossviði. Stærð Framhald á bls. 33. Leyni- lögregluþrautin Stolna líkneskið Ilurlock leynilögregluþjónn hafði lofað vini sínum, dr. Walnut, að fara með honum i listmunaverzlun áður en hann færi frá Paris, þvi að hann langaði til að hafa heim með sér eitthvað til minningar um höfuð- borg Frakklands. Einhver hafði mælt með verzlun, sem Englendingurinn Louis Dal- rymplc átti, og þegar eigandinn lcomst að því að Englendingar væru staddir í verzluninni, krafðist hann þess að afgreiða þá sjálfur. Þeir fundu ekkert í verzluninni, sem dr. Walnut líkaði, og þess vegna bauð Louis Dalrymple þeim upp á loft, þar sem liann geymdi verðmæt- ari listmuni. Það var mjög kalt þar uppi, og Dalrymple skýrði frá því að það væri vegna þess að rúða hefði brotn- að í glugganum. Hann benti á rúð- una og stirðnaði upp af skelfingu. — Búddastyttan mín! stamaði hann, — liún er horfin. Æstur kall- aði hann á aðstoðarmann sinn, Ferdinand, sem varð alveg undrandi yfir að sjá eyðuna i glugganuin þar sem styttan hafði staðið. — Það liefur einhver vitað að rúð- an var brotnin, sagði Ferdinand, og þegar Dalrymple fór að gluggan- um, sá hann að kaðalstigi hafði ver- ið festur við þakrennuna. Það virt- ist ekki leika nokkur vafi á því að Ferdinand hafði rétt fyrir sér. — Hve stórt var likneskið? spurði Hurlock. — Dálítið stærra en höfuðið, sem stendur þarna í gluggakistunni, kveinaði Dalrymple. — Það var mjög dýrmætt. — Heyrðuð þér engan koma inn í liúsið i nótt? spurði Hurlock. Dalrymple hristi höfuðið. — Ég fór snemma í rúmið og var að lesa, en það voru gestir hjá Ferdinand, og þeir höfðu svo hátt ... — Ég held nú ekki að Ferdinand hafi verið lijá gestum sínum allt kvöldið, sagði Hurlock þurrlega. — Einhvern tíma hefur liann átt erindi hingað inn ... Hvernig gat Hurlock vitað að þjófnaðurinn liafði verið framinn innanfrá? Atugið myndina vel og vitið hvort þér finnið lausnina, áður en þér les- ið lausnina hér að neðan. •muipstJjBggntg j juuju -VpCjs jiifJ3Ai[uin [i) t!f)Á[j i:go epoj ge iA(j goui nmau ‘Bjag gu jgæq gi -J3A. ti[>[a Tgjaq giKj go ‘uut Jignudo nja jiatj gn buás jcujitdsaq gu iac[ ‘uuBggn[g gcudo Bjcq tqqa jBg uui -jnjpfq go ‘cungnj nujojq mn ugag j iqqa jsrnoq gB^ gc ‘jJpjs oas jba giqsauqjj gc ssa([ cugaA ‘bjjubjh uui -uibjj gijaA iqqa jcg uujjngBujofq •giqsauqji buiojs uin luuijnBjq b usnBq TIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.