Vikan - 08.02.1962, Qupperneq 25
í fullri alvöru:
Margur vinnur langan dag
FÓLKI hættir oft við að dæmá yngri kyn-
slóðina af ósanngirni, þegar það er sjálft tekið
að eldast, telur að flestu fari aftur frá því
sem var „þegar það var ungt“. Þannig hefur
það vist alltaf verið. Að minnsta kosti gætir
þessa viðhorfs að verulegu leyti í fornum sagn-
íræðiritum og annálum, svo nýtt er það ekki
— og þó hafa flestar kynslóðir sótt nokkuð
fram á leið, að hverju sem sú sókn kann svo
að verða.
Oft er um það rætt, að unga kynslóðin sé
ekki eins vinnusöm og sú, sem nú er að safn-
ast til feðra sinna. Vist er um það, að sú
kynslóð vann hörðum höndum langan dag og
skilaði miklu og merkilegu ævistarfi. En eins
vist er um það, að enn er mikið unnið hér á
landi og miklu afkastað — aftur á móti verður
því ekki neitað að vinnulagið hefur gerbreytzt
fyrir tilkomu fjölbreyttra vinnuvéla og aukna
tækni, svo nú þekkist ekki yfirleitt það strit
og likamserfiði sem áður gerði fólk að gamal-
mennum um fimmtugt, förnum að heilsu og
kröftum. Vinnuskilyrði öll hafa líka batn-
að að mun, og Þó sér í lagi mataræði al-
mennings og húsakostur, ekki hvað sízt til
sveita. Þetta, ásamt stórauknu hreinlæti og
stórkostlegum sigrum á sviði lyfja og lækn-
isfræði — svo að nú mega heita úr sögunni
ýmsir sjúkdómar, sem áður urðu mörgum að
bana á miðjum aldri — stuðlar allt að því að
íólk endist betur en áður og á lengri starfs-
ævi að fagna. Að vísu héldu nokkrir berserkir
og ódrepandi kjarnakerlingar svo til óskertum
líkams og sálarkröftum fram undir áttrætt og
jafnvei lengur, hér áður fyrr; en þar var
um að ræða undantekningar — nú þykir það
ekki framar neitt tiltökumál.
Og vinnutími hefur yfirleitt alls ekki stytzt,
enda þótt hlutföll milli dagvinnu, eftirvinnu
og næturvinnu hafi breytzt, samkvæmt kaup-
taxta. Allur fjöldi verkamanna og iðnaðar-
manna i höfuðborginni og í flestum bæjum og
kauptúnum hefur langan vinnudag, og sízt
skemmri en áður tíðkaðist — oftast mun
Gáiu þau ekki látið sér skiljast, að þau
urðu að taka titlit til barnanna? En því virt-
ist ekki að lieilsa, allar tilraunir til að koma
á skynsamlegum sáttum milli þeirra reyndust
árangurslausar. Ættingjar þeirra, nánustu
vinir og sáttasemjarinn báðu þau lengstra
orða að taka tillit til barnanna. En þau litu
sjálf þannig á málið að hjónabandið væri
algerlega farið út um þúfur. „Krakkaskapur",
sögðu vandamenn þeirra. „Fólk á þeirra aldri
ætti ekki að fá leryfi til að ganga í hjóna-
band. Ekki fyrr en það hefði slitið barns-
skónum ...“
Getur hjónaband farið út um þúfur vegna
þess að fólk gifti sig of ungt að árum? Margir,
sem einhverja reynslu hafa í þessum málum
svara þeirri spurningu játandi, en þá verður
um leið að taka tillit til þess, að fólk er mis-
fljótt til þroska. Fyrir bragðið er ekki nokk-
ur leið að miða giftingarþroska við einhvern
fastan aldur. Hvað snertir dæmið, sem áður
er á minnzt, virtist að vísu ekki neinum
vafa bundið að hjónin, sem sáu nú ekki aðra
leið út úr ógöngunum en að skilja, hefðu
verið of ung þegar þau gengu i hjónabandið.
Saga þeirra var á þessa leið:
Þau kynntust fyrst nokkru eftir að hann
hafði lokið stúdentsprófi, en hún var þá
tengri. Auk þess vinna margir að því þegar
taunuðum starfsdegi er lokið, að koma sér
upp íbúðarhúsi eða ganga frá íbúð og leggja
í það mikla vinnu, ekki hvað sízt unga fólkið.
1 sveitinni er vinnudagurinn víðast hvar vart
skemmri en áður, enda Þótt breytt vinnu-
tækni og vinnuvélar spari mönnum strit og
geri þeim fært að margfalda afköstin miðað
við það, sem áður var. Þótt sá siður sé þar
löngu aflagður, að tylla skálinni á orfhælinn
meðan sláttumaðurinn gleypti i sig skyrhrær-
una, og vökustaurar ekki lengur notaðir á
vetrum, er áreiðanlegt að Þar gengur marg-
ur þreyttur til náða eftir langan vinnudag,
allan ársins hring.
Annað mál er svo það, hvort margur gæti
ekki hirt betur um afraksturinn af allri sinni
vinnu, og annað hvort sparað sér það ómak
að þræla fyrir rándýrum luxusbiiómaga, óhóf-
iega stórri og oft og tíðum óhaganlegri og
óheimilislegri lúxusíbúð eða kostnaðarsömum
lúxuslífsvenjum eins og ,,partíum“ og árlegum
langferðalögum, hérlelndis og erlendis, sem
sjaldan gefa einu sinni ánægju í aðra hönd.
Þetta á þó fyrst og fremst við kaupstaðar-
búa. En hvað sveitirnar snertir, þá er það
lika staðreynd, þótt helzt megi ekki á það
minnast, að mörgu sveitarfélaginu hefur verið
bundinn þyngri baggi, en það fær með góðu
móti undir risið, þar sem um er að ræða bygg-
ingu rándýrra ,,lúxus-félagsheimila“, sem
standa svo ónotuð að mestu leyti þann hluta
ársins, sem ekki er unnt að leigja þau hinum
og þessum danshljómsveitum fyrir ölæðissam-
komur og slagsmálaskröll — sveitunum til
lítils sóma. Þannig er það að vísu ekki alls
staðar þar sem þessar milljónabyggingar hafa
risið af grunni á grænum lendum, en því mið-
ur allt of víða, og þrátt fyrir langan vinnudag
og mikil afköst hefur sveitabóndinn ekki efni
á að standa straum af kostnaði við bygg-
ingu þeirra og rekstur, enda þótt nokkurt opin-
berlegt fjárframlag komi á móti.
Drómundur.
enn í menntaskóla. Þegar hún hafði svo
lokið stúdentsprófi, opinberuðu þau trúlofun
sina, enda þótt foreldrar beggja bæðu þau
að draga það í nokkur ár. Og tveim árum
seinna gengu þau í hjónaband.
Bæði voru þau svo bjartsýn, að þau héldu
að þau gætu lokið námi eins fyrir það, sam-
kvæmt áætlun. En svo komu börnin. Þegar
eftir að fyrra barnið fæddist, var hún til-
neydd að slá slöku við námið, og þegar það
seinna fæddist, varð hann að sjálfsögðu að
hætta námi og fara að vinna fyrir fjölskyld-
unni.
Þessu hafði hvorugt þeirra gert ráð fyrir.
Það fór eins fyrir þeim báðum — þeim fannst
að eitthvað hefði verið af sér haft; við getum
kallað það æsku, frelsi eða möguleika til
menntunar. Og þá byrjaði ósamkomulagið.
Hann fékk peningalán, tók aftur til við
námið, en reyndi auk þess að vinna með
því eins og honum var unnt. Hún hafði í
nógu að snúast að gæta bús og tveggja ung-
barna, og það gekk erfiðlega að láta tekj-
urnar hrökkva til.
Heimilispeningarnir voru af skornum
skammti. Hún varð þreytt á þessu búamstri,
Framhald á bls. 38.
Bók Vikunnar:
KONUR
SKRIFA
BRÉF
íslenzk sendibréf III. Konur
skrifa bréf. Sendibréf 1797-
1907. Finnur Sigmundsson
bjó til prentunar, Bókfells-
útgáfan, Reykjavík, 1961.
. . . Ég hef heyrt, að amraa min hafi einu
sinni orðið svo þyrst, að þegar hún var
búin að reyna alla aðra drykki, þá hafi
liún lokað sig uppi á skemmulofti i þrjá
daga og drukkið brennivín, en það brenndi
ekki úr henni þrostann heldur, svo hún
mátti hætta við svo búið, og þá fór hún
og barði og danglaði á einni dóttur sinni,
þó með þeim ummælum, að hún gerði það
aðeins til að svala sér, og bað hana að
taka það ekki illa upp. Við það slotaði
þorstinn ]oó litið, og þó reyndi hún að
svala sér á tárum, svo á kærleiksatlotum,
svo á kaffi, svo á höfuðverk, og seinast
var það þreytan, sem miskunnaði sig yfir
hana og gaf henni hvild. Og svo kom tóm--
leiki og þögn og svo friður næst, og svo
Ijós, og svo trú, og svo ánægja, og svo
dauði, og svo líf, og það er það seinasta,
sem ég frétti til hennar ...
Mörg af frægustu skáldum heims hafa
skrifað langar sögur og viðamikil leikrit
um það fyrirbæri, sem kallast „lífsþorsti“,
en islenzk alþýðukona, búsett 1 Vestur-
heimi, Rannveig, dóttir Ólafs Briem timb-
urmeistara að Grund i Eyjafirði, gerir því
betri skil i nokkrum setningum í sendi-
bréfi en ef til vill nokkur þeirra. Og hún
er ekki ein um það, af þeim konum sem
eiga sendibréf i þessari bók, að segja yfir-
gripsmikla sögu í fóm orðum, eða kryfja
vandamál lífsins og mannssálarinnar til
mergjar i nokkrum ljósum setningum. Og
oft er þarna meiri fróðleik að fá i einu
sendibréfi um aðstæður og viðhorf á öld
bréfritarans, ep í löngum fræðilegum rit-
gerðum seinni tíma manna um sama tima-
bil, og mannlýsingar, sem bregða upp
skýrari mynd en löng ævisaga.
Allt þetta gerir bókina, „Konur skrifa
bréf“, hina merkilegustu og kærkomnustu
bók öllum þeim, sem góðum bókum unna.
En við það bætist að hún er prýðilega út-
gefin, sendibréfin valin af næmum smekk
og yfirgripsmikilli þekkingu og skýringar
og meðfylgjandi fróðleikspistlar um bréf-
ritarana, gagnorðir og ljósir. Af forlagsins
hálfu er vel til bókarinnar vandað að öllu
leyti, svo prýði er að.
Að vísu mun engum koma það ó óvart
þótt sendibréfasafn þetta sanni góðar gáf-
ur islenzkra kvenna, djúplægan skilning
og heilbrigt viðhorf til lífsins — og dauð-
ans. Hitt mun mörgum þykja merkilegt,
sem vissi ekki áður, hve frábærir snill-
ingar margar þessar alþýðukonur voru í
meðferð máls og stíls. Ekkert afsannar
betur þá staðlausu arfsögn, sem til
skamms tíma hefur verið einráð í skólum
landsins, að íslenzka þjóðin hafi verið að
þvi komin á tímabili að glata tungu sinni
og taka upp danskt hrognamál, og að það
hafi verið þeir Fjölnismenn, sem björg-
uðu þar öllu við. Bjarni Thorarensen skáld
mun hafa komizt þar sönnu nær, er hann
Framhald á bls. 38.
Bergþóra skrifar um konur og karla:
Of ung til að ganga í hjónaband
VIKAN 25