Vikan - 08.02.1962, Page 29
*
T '4
'HUpnaf0
ciju, öcíu
S
HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.). Vikan verður
í flesta staði hin ánægjulegasta, þó gæti samt
smáatvik orðið til þess að varpa skugga á hana,
ef þú ert tilfinningasamur. Þú hefur vanrækt
eitt skyldustarf þitt undanfarið, og ef Þú lætur
nú ekki hendur standa fram úr ermurn, mun fara illa. Ann-
ars er mikil rómantík yfir vikunni.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Allt sem þú
gerir í vikunni, virðist fremur tilviljunarkennt.
Þú verður að setja þér einhverjar framtiðaráætl-
anir, í stað þess að láta hverjum degi nægja sína
þjáningu. Þú virðist hættur að taka nokkrum
framförum i bili. Gamall kunningi þinn kemur skyndilega
talsvert við sögu. Heillalitur grænleitt.
TviburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þessi vika er
vika húsmæðranna — allt virðist leika í lyndi
fyrir þeim. Þó þurfa þeir, sem ekki sinna hús-
móðurstörfum ekik að örvænta, því að vikan
virðist ætla að verða mjög þægileg fyrir flest-
alla. Nú virðist rétti tíminn til þess að glíma við það verk-
efni, sem varð þér ofviða fyrir skemmstu.
Krábbamerkiö 22. júní—23. júlí): Þú munt þurfa
að glíma við erfitt verkefni í vikunni, og hætt er
við að það verði ýmis ljón á veginum. En ef þú
gefst ekki upp, munu endalokin verða góð. Þú
verður að fara varlega með peningana — sann-
leikurinn er sá, að þú hefur sóað þeim í einskisnýta hluti
undanfarið.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Það virðist flest
leika við Þér í þessari viku, og gangur það svo
langt, að þér virðist þú fær í flestan sjó og leggur
því út í eitthvað, sem þér er algerlega ofviða.
Endalok þess máls verða þó allt annað en leiðin-
leg. Einhver fjölskyldumeðlimur kemur þér þægilega á ó-
vart-ríim eða eftir helgina.
^ Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Vikan verður
yfirleitt mjög ánægjuleg. Þó gæti gagnrýni orðið
til þess að koma þér í illt skap — því miður er þó
sannleikurinn sá, að þessi gagnrýni er fyllilega
réttmæt, og ef þú er gæddur nokkrum mapn-
dómi, ættir þú að sýna þeim, sem þig gagnrýna, að þú getur
gert betur. Þú ferð í skemmtilegt samkvæmi um helgina.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú virðist allt
of svartsýnn þessa dagana, og það mun koma i
Ijós innan tíðar, að svartsýni þín hefur verið al-
gerlega ástæðulaus. Að vísu mun allt ekki ganga
sem bezt á fimmtudaginn, en það mótlæti verður
einungis til þess að kenna þér mikilvæga lexíu.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú munt eiga
mjög annríkt í vikunni, og hætt er við að þú ráð-
ir alls ekki fram úr því, sem ætlazt er til af Þér.
Leggðu samt ekki árar í bát, því að þín biða ró-
legar vikur. Þér græðist fé skyndilega og óvænt.
Þú sagðir eitthvað í vikunni sem leið, meira í gamni en al-
vöru, en í Þessari viku muntu komast að því að þetta er
háalvarlegt mál. Heillatala 5.
Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þessi vika
verður mjög ánægjuleg, einkum þó heima við,
því eitthvert smáatvik á vinnustað gæti orðið til
þess að valda þér talsverðum áhyggjum Þú færð
að glíma við nýstárlegt verkefni í vikunni, og
verður það til Þess að áhugi þinn á einhverju svipuðu
vaknar.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú munt eiga
óvenju annríkt í vikunni, svo að þú getur naum-
ast gert þér neinar vonir um frístundir. Ef þú
verður að velja milli skyldustarfa og áhugamála,
skaltu umfram allt láta skyldustörfin verða ofan
á. Það verður einhver breyting á lifi þínu í vikunni, og
verð/.r líklega einhver ættingi þinn til þess að þessi breyt-
ing (jfer fram að ganga. Heillalitur rautt.
SVatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.) :Áberandi
meðvindur i vikunni. Gömui ósk þín rætist til
einhverra muna, en allt virðist benda til Þess að
hún rætist ekki að fullu fyrr en svo sem að ári
liðnu. Þetta verður mjög ánægjuleg vika fyrir
unga elskendur, og ef eitthvað hefur valdið þeim kvíða til
þessa, mun sá kvíði hverfa eins og dögg fyrir sólu.
FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Það gerist
fremur lítið markvert í þessari viku, en allt bend-
ir þó til þess að hún verði síður e nsvo leiðinleg,
Þér gefst nægur tími til hvildar, og þú þarfnast
einmitt hvíldar eftir amstur síðustu viku. Þú
ættir að nota frístundir þínar til þess að svara nokkrum
bréfum.
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til föstudags.
CERTINA-DS
Hér er úrið,
sem heíir alla þá kosti-
sem karlmaður
óskar eftir.
Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver
og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss heíir tekizt að
framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg,
sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru
CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir
20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og
reglulegt....sem sæmir CERTINA.
& CERTI NA-DS
Selt og viðgert i rúmlega 75 löndum
, CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss