Vikan


Vikan - 08.02.1962, Page 30

Vikan - 08.02.1962, Page 30
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verfSur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavik, laugar- daginn 2. júni 1962 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á li'ðnu starfsári og frá starfstilhögun á-yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1961 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum fé- iagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins i Reykjavík, dagana 29.—30. mai næstkomandi. Menn geta fengið eyðu- biöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og aftur- kallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins i hend- ur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavik, 9. janúar 1962. STJÓRNIN. V ist . tr hann dauður. Framhald af bls. 11. — En, þetta er dásamlegt, Joe! Nú getum við greitt húsaleiguna. Það verða fimmtíu dollarar. Kaup- manninum skuldum við hundrað doll- ara. Og svo getum við greitt bæði rafmagnið og simann. — Taktu þessu nú rólega, mælti Joe og hló við. Nokkra dollara verð- um við að geyma, svo við getum fengið okkur ærlega steik á sunnu- daginn. Mér finnst að við eigum það skilið. — Joe, Joe, sagði Irena og fleygði sér í faðm honum, öldungis eins og þegar þau voru nýgift. Þegar hann var orðinn einn inni í svefnherberginu, dró hann veskið upp úr rassvasanum og athugaði það nán- ar. í þvi voru tvö hólf úr gagnsæu plasti. I öðru þeirra lá nafnspjald: Marvin Horine, 8 East, 70. stræti. En Joe starði drykklanga stund í hitt plasthólfið, án þess honum tæk- ist fyllilega að gera sér grein fyrir þvi, sem letrað var á hvíta spjaldið, sem þar lá. Hann las það að minnsta kosti tvisvar áður en honum tókst að skilja meininguna. „É G E R EKKI DAUÐUR“ „Ég þjáist af flogaveikisköstum, sem geta oröiB svo svæsm, aO ég virO- 30 VIKAN ist dauOur. Finni einhver mig, þegar ég er þannig á mig kominn, er hann vinsamlega beOinn aO gera viOvart Dr. Kriiger, Ml East, 64. stræti. Murray Hill 3-0010“. Hann fleygði frá sér veskinu eifis og það væri hættulegur smitberi. Svo starði hann á það, fann hvernig hann titraði allur og skalf, rétt eins og hann væri sjálfur að fá flogaveiklskast. Hann sá andlitið á hrúgaldinu á gang- stéttinni fyrir hugskotssjónum sín- um. Lítið yfirskeggið, lukta hvarm- ana og friðsælan svipinn. Og svo leit hann þar aðra mynd, sem vakti með honum ógn og skelfingu. Gröf i kirkjugarði, ómáluð líkkista, sem seig niður i myrkrið, skófla, sem ruddi moldinni ofan í gröfina. Hann settist á rekkjustokkinn, lok- aði augunum og reyndi að hafa hemil á hugsunum sínum. En það var með öllu árangurslaust, hann hugsaði og hugsaði, en samhengislaust og án þess að komast að nokkurri skynsamlegri niðurstöðu. Svo reis hann á fætur og leit í spegilinn. Hann var náfölur í andliti. Eins og liðið iík. Það var með naum- indum, að hann bæri kennsl á sjálfan sig. Ekki dugði þetta. Hann stakk vesk- inu aftur í vasann, gekk fram í eld- húsið og brá sér í yfirhöfnina. Irena var eitthvað að bjástra við potta og pönnur á eldavélinni og raulaðl lágt fyrir munni sér. — Irena, láttu mig hafa flmmkall. — Hvað . . . hvað ertu að segja, maður? — Láttu mig hafa fimmkall. Ég þarf á honum að halda, en spurðu mig ekki til hvers .... — E’n mig minnir að við höfum gert með okkur samning. Varð Það ekki að samkomulagi, að hvorugt okk- ar eyddi eyri af þessum peningum fyrr en allar skuldir væru greiddar? — Irena, ég kemst ekki hjá þessu. Við skulum ekki ræða það nánar, en ég verð .... Það leyndi sér ekki á svip hennar, að henni var þetta ekki að skapi, en samt sem áður seildist hún eftir krukkunni með peningunum. Hún leitaði í seðlunum þangað til hún fann fimmkall. Hann tók við honum, kyssti hana síðan blíðiega á kinnina og hirti ekki um að leyna þvi, að hann hafði samvizkubit. — Ég segir þér það satt, vina mín, að ég kemst ekki hjá þessu, mælti hann afsakandi. Ég skal segja þér það seinna, en því er þannig farið, að ég kemst ekki hjá þessu. Ég kem aftur eftir skamma stund, sagði hann um leið og hann gekk út. » !Það ætlaði að ganga illa að ná I leigubíl. Þetta var ekki eitt af þeim borgarhverfum, þar sem fólk notar leigubila hversdagslega, svo það var ekki fyrr en hann kom að Breiðstræti, að hann kom auga á lausan bíl og gat stöðvað hann. Hann nefndi ákvörðun- arstað og settist inn í aftursætið. Eftir tæpar fimm mínútur var hann kominn á staðinn. Hann lét bílinn nema staðar spölkorn frá, gekk svo fyrir götuhornið. Hann hafði aldrei gert ráð fyrir þvl að allt yrði þar með kyrrum kjörum eins og þegar hann hélt Þaðan á brott, en engu að siður brá honum ónota- lega. Brá vegna þess hve allt var þarna hljótt — og vegna þess að hrúg- aldið var farið. Lögreglubíll hafði staðnæmzt spottakorn frá staðnum, þar sem hrúgaldið hafði legið. Hreyfiliinn var í gangi og suð hans hið eina, sem rauf kyrrðina. Annars var þarna ekki nein verksummerki að sjá. Ekkert . . . Hann gekk þangað, sem : .greglu- bíllinn stóð, án þess hann hefði hug- leitt hvers hann ætti að spyrja, eða hvernig hann ætti að komast að orði. — Gott kvöld, lögregluþjónn. Lögregluþjónninn, sem sat undir stýri, virti hann fyrir sér nokkur and- artök, horfði á slitin föt hans og spyrj- andi andlitið, en leit svo í aðra átt; kinkaði kolli og tók varla undir kveðju hans. — Kom til einhverra átaka hérna? — Nei, það fannst bara öauður maður liggjandi þarna á gangstétt- inni. Þeir óku honum á brott fyrir stundarkorni síðan. Svo virti lögreglu- þjónninn Joe enn fyrir sér, og nú af nokkurri forvitni. Vitið þér kann- ski eitthvað um þetta mál? — Hver? Ég? Ekki nokkurn skap- aðan hiut, svaraði Joe og hopaði um skref. Ég heyrði bara að viðvörunar- bUstran var þeytt. Spurði bara af forvitni, rétt sisvona. Hann hélt á brott. Reyndi að ganga keikur, stíga fast tU jarðar og láta sem ekkert væri. Hann leit ekki um öxl fyrr en hann kom fyrir hornið, en þá var lögreglubilllnn allur á bak og burt. Hann vissi að hann gat ekkl neltt við þessu gert. Það var hrylUlegt til þess að hugsa, en heimurinn var nú einu sinni svona. Það var ekki heldur að vita nema lögreglulæknirinn væri svo fær í starfi sínu, að hann bæri kennsl á sjúkdóminn og sæi að ein- ungis mundi um skindauða að ræða. Kannski var hann þegar risinn upp af líkbörunum, fleygur og fær, þessi blessaður Marvin Horine, sem átti heima að 8. East, 70. stræti. Já, kann- ske sat hann þegar inni i stofu heima hjá sé'r, reykti og rabbaði við fjöl- skyldu sina eins og ekkert hefði við borið. Enn stöðvaði Joe leigubíl. Hann varð að fá sér einn gráan i leiðinni sér til hressingar, svo alls kostaði þetta ferðalag hann hálfan annan dollara. Þá þrjá og hálfan dollara, sem eftir var, lét hann aftur i krukkuna á eld- húshillunni að Irenu ásjáandi. Hún spurði hann ekki neins. Svo fór hann að hátta. Hann hrökk upp, rennvotur af svita, svo að jaínvel sængurfötin voru blaut. — Joe, Joe . . . hvað gengur eiginlega að þér maður? spuröi Irena, sem lá við hlið honum. — Hvað er að ? spurði Joe. Hvað er klukkan? — Ég veit það ekki, svaraði hún og seildist eftir vekjaraklukkunni, sem stóð á náttborðinu. Hálfátta. Það er réttast að við förum á fætur, fyrst við erum bæði vöknuð á annað borð. Hann tuldraði eitthvað og bældi sig niður í svæfilinn. — Nei, ég er þreytt- ur og ekki nándarnærri útsofinn. Það var komið langt fram á nótt, þegar mér loksins tókst að festa blund. — Ætlarðu ekki að leita þér at- vinnu i dag? — Jú, jú — auðvitað leita ég mér atvinnu i dag. Vertu öldungis róleg. — Þá er hyggilegast fyrir þig að hypja þig framúr, svo þú verðir snemma á ferðinni. Dagurinn er lið- inn áður en maður veit af. Hann varp Þungt öndinni. — Þú veizt það, Joe, að þessir peningar endast okkur ekki lengi. Hann glaðvaknaði um leið og hún minntist á peningana. Settist upp við dogg, teygði sig eftir sígarettu. Hann reykti þangað til stubburinn var orð- inn svo stuttur, að við lá að hann brenndi sig á hor.um, og braut heilann um það, sem gerzt hafði kvöldið áð- ur. Svo brá hann sér fram úr og klæddi sig í skyndi. Hann hitaði sér kaffi; stóð nokkra stund og starði eins og dáleiddur á brúnan kaffivökvann, sem seig nið- ur i könnuna. Síðan settist hann við eldhúsborðið, starði á vegginn — ég er morðingi, hugsaði hann. Honum kom ekki til hugar að kalla sjálfan sig þjóf. Allir voru þjófar að meira eða minna leyti, að hans áliti að minnsta kosti. En morð, jafnvel þótt fyrir mis- gáning væri, Það var allt annað. Þeg- ar honum varð hugsað til Þess fékk hann sting í magann og svitinn rann af honum í stríðum straumum. Hann heyrði einhverja rödd einhvers staðar hið innra með sér, sem vitnaði i ritn- inguna og varð tíðrætt um eld og brennistein. Hann varð gripinn ótta og skelfingu rétt eins og krakki. Hann hafði látið manninn deyja afskiptalaust, og hvers vegna? Til þess að auðgast sjálfur um þrjú hundr

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.