Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 31
uð sjötíu og fimm dollara! Og hann, sem í æsku hafði aldrei látið sig dreyma um lægri peningaupphæðir en þúsund dollara; þúsund dollara fjárfestingu, þúsund dollara gróða, svo heldur hafði hann nú gerzt smá- smugulegur. Víst var um það, að peningarnir höfðu komið í góðar þarf- ir. Þeir höfðu að minnsta kosti róað írenu i bili. En hvað fengu þau svo í aðra hönd? Þau gátu dvalizt enn einn mánuð í þessari Ibúð. Og enn mundi vakna svita baðaður af mar- tröð sinni á hverri nóttu. Hann hlustaði, írena var víst sofn- uð aftur, að minnsta kosti bærði hún ekki á sér. Hann heyrði að hún dró andann létt og reglubundið. Hann laumaðist niður stigann. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl, brá hann sér inn í kaffistofu og gekk rakleitt inn í símaklefann. Hringdi í númerið á lögreglustöðinni. Honum var svarað af myndugleik, en lét það ekki slá sig út af laginu. Það er viðvíkjandi náunganum, sem þið íunduð liggjandi dauðan á gang- stéttinni í kvöld er leið, sagði hann. — Bíðið eitt andartak, svaraði sá mynduglegi. Hvað er nafnið? —■ Það kemur málinu ekki við. Þessi náungi var í rauninni ekki dauður, skiljið þér. Hann virtist einungis vera það. Hann er haldinn slíkum sjúk- dómi . . . — Eruð þér að gera gys að okkur? Joe klóraði sér í hnakkann. — Nei, mér er bláköld alvara. Hann átti vanda til að fá flogaveikisköst, skilj- ið þér. Annað var það ekki. Þér skul- uð þvi ekki jarðsetja hann, skiljið þér. Þér megið ekki kviksetja hann . . Það var þögn í símanum nokkur andartök. Svo tók sá mynduglegi aft- ur til máls og að þessu sinni var hann grunsamlega mjúkur á manninn. — Hvers vegna komið þér ekki hingað og segið okkur upp alla söguna? Joe vissi hvað lögregluþjónninn hugsaði honum, og það gerði honum gramt í geði. Hann skellti talnemEui- um á; þetta kom ekki að neinu gagni, hann hefði getað sagt sér það sjálfur, að þeir i lögreglunni tóku aldrei mark á símtölum, þegar maður sagði ekki til sín. Hann varð að finna eithvert annað úrræði. Og skyndilega kom honum ráð í hug. Læknirinn, hann varð vitanlega að tala við lækninn. Þennan, sem nefndur var á spjaldinu i veskishólf- inu. Hvað hét hann nú aftur? Joe strauk sér um ennið. Jú, alveg rétt — Krúger hét hann. Og hann fletti síma- skránni allt hvað af tók. Svo hringdi hann í númerið; beið og hélt niðri í sér andanum. — Hjá Krúger lækni, svaraði stúlkurödd. — Get ég fengið að tala við lækn- in sjálfan? Það er afar áríðandi. — Því miður. Læknirinn er ekki til viðtals. Get ég kannski tekið skila- boð? — Hvar er hann? Ég verð að ná sambandi við hann. — Hann er í sumarleyfi suður á Miami. En ef þér segið mér hvað þér heitið .... — Það kemur ekki þessu máli við. Kannist þér nokkuð við einn af sjúkl- ingum læknisins, Marvin Horine? — Því miður ekki, herra minn . . . — Eruð þér ekki hjúkrunarkonan? — Nei, ég er einungis símastúlka hjá lækninum. Enn lagði Joe talnemann á. Nú átti hann ekki um nema eitt að velja. Hann var tilneyddur að snúa sér til lögreglunnar persónulega. Segja þar frá öllu saman, og gera þeim ljóst að hann væri hvorki vit- skertur né drukkinn. Að visu gæti hann kannski leynt því atriði sög- unnar, sem einungis snerti sjálfan hann, ef hann gætti vel að sér. En hann varð að gera þeim ljóst hvað um var að ræða, áður en farið væri að moka ofan í gröfina. Hann hélt í áttina til lögreglustöðv- arinnar; gekk hægt og rólega og at- hugaði sitt mál. Lögregluþjónninn, sem við skrif- borðið sat, leit ekki einu sinni við honum fyrr en hann mælti: Það var ég, sem hringdi viðvíkj- andi náunganum, sem þið funduð liggjandi dauðann á gangstéttinni við 21. götu. Lögregluþjónninn hleypti sínum dökku og loðnu brúnum. Síðan brosti hann: — Einmitt Það, já. Fáið yður sæti. Bates yfirlögregluþjónn kemur von bráðar. Ég var búinn að greina hon- um frá símtalinu. Andartaki síðar kom fram í skrif- stofuna hörkulegur náungi klæddur stroknum einkennisbúningi. Hann var viðlíka hæverskur og lögregluþjónn í sjónvarpi. Þegar hann hatði heilsað Joe, leiddi hann hann með sér inn í heldur öm- urlega skrifstofu, bauð honum að setjast og lét hann síðan segja upp alla söguna einu sinni enn. — Á gangstéttinni við 21. götu, endurtók hann og krafsaði eitthvað á pappirspoka. Joe þóttist sjá að það væri bara til málamynda, hann skrif- aði ekki neitt. — Lágvaxinn náungi, vel klæddur og með lítið yfirskegg, kominn um sextugt ? — Já, einmitt. — Og þér viljið halda þvi fram, að hann sé ekki dauður? — Ég veit að hann er það ekki. — Hann leit nú samt út fyrir að vera öldungis prýðilega dauður, þeg- ar Þeir komu með hann. Hjartað bærðist ekki, enginn andardráttur og ekki neitt. Læknirinn, sem athugaði hann, var ekki í neinum vafa um að hann væri steindauður. Þeir gáfu út dánarvottorðið í morgun. Hjartaslag. Hann liggur inni í líkklefanum og bíður þess að verða grafinn. Og yfirlögregluþjónninn bandaði hendinni. — Þér sjáið það því herra Helmer, að það er ekki minnsta á- stæða til að vera með neinar áhyggj- ur. Þér skuluð nú fara heim og hvila yður. Joe sló í borðið. — Þér haldið kann- ske að ég gangi með lausa skrúfu? Að ég sé einhver aulabárður, er ekki svo? Bates hló. — Þvi hef ég aldrei hald- ið fram, herra Helmer. — Bn þér hugsið það samt, svona með sjálfum yður. En bíðið þér bara þangað til læknir þessa náunga kem- ur aftur heim úr sumarleyfinu, bætti hann við og laut nær yfirlögreglu- þjóninum. — Heyrið þér mig . . . hvað er það eiginlega, sem veldur því að þér hald- ið þessu svo fast fram? Hvers vegna getið þér verið svo viss um þetta, herra Helmer? — Það get ég sagt yður, svaraði Joe Helmer og kyngdi munnvatni sínu. Það lá spjald í hólfinu í vesk- inu hans, og Þar stóð einmitt . . . þetta . . . — Við fundum ekki neitt veski eða spjald á honum. — Ég hlýt þá að hafa gloprað því Framhald á næstu siöu. AUTOLITE Power-Tip kallast nýjustu rafkertin frá The Electric Auto-Lite Company, þau hafa vaki heimsathygli sakir kosta sinna. EIN GERÐ FYRIR ALLAN HRAÐA — SÓTFÆLIN — MARGFÖLD ORKA — STÓRSPARA ELDSNEYTI — INNBYGGÐUR ÚTVARPSÞÉTTIR — ÓDÝRARI Revnið hin nýju Auto-Lite Power-Tip í bílinn — í allar kveikjuvélar yðar. Fást í flestum bilahlutaverzlunum. Þ. JonNMHi «& Co. Brautarholti 6. — Sími 19215. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.