Vikan


Vikan - 08.02.1962, Page 32

Vikan - 08.02.1962, Page 32
... ég ... ég var svo hræddur og utan við mig . . . — Hræddur . . . við hvað eigin- lega? — Verið ekki að þessum veiðibrell- um, hrópaði Joe. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað af veskinu hans varð. Ég veit það eitt, að hann er ekki dauður Og að þið eruð að því komnir að kviksetja hann. -— Tókuð þér veskið hans, eða hvað? — Nei. — Eruð þér viss um það? — Allt í lagi, hrópaði Joe upp yfir sig. Ég tók veskið hans. Ég sá ekki betur en hann væri dauður. Og ég hugsaði sem svo, að það væri svo sem auðséð, að hann þyrfti ekki framar á peningum sínum að halda. Og nú verðið þér að sjá svo um, að hann verði skoðaður af færum lækni. Yfirlögregluþjónninn virti hann fyrir sér. Tók síðan talnemann og hringdi. — Max . . . Hafið þið farið nokkuð með líkið . . . Jæja, liggur það enn í írystiklefanum . . . Jæja, ágætt . . . — Viljið þér koma með mér, herra Helmer? Joe gekk við hlið honum um lang- an gang og síðan niður mörg stiga- þrep, og loks enn um langan gang, unz yfirlögregluþjónninn nam staðar við ramgerar dyr, dró lyklakippu upp úr vasa sínum og opnaði þær. Það lagði iskaldan gust í íang þeim. — Gerið svo vel, herra Helmer . . . Yfirlögregluþjónninn leiddi hann að marmarabekk og dró dúkinn of- an af líkinu, sem þar lá. — Berið þér kennsl á náungann? Joe starði á líkið. Kyngdi. — Já, það er hann. Það er Marvin Hor- ine . . . En yfirlögregluþjónninn hristi höf- uðið. — Nei, herra Helmer. Við þekkj- um þennan náunga mætavel. Hann heitir ekki Marvin Horine, heldur Capper. Sonny Capper var hann alltaf kallaður. Við höfum þekkt kauða svo árum skiptir. — Þið? — Já, það er nú einu sinni okkar atvinna, að þekkja slíka pilta, herra Helmer. Sonny var einhver slyngasti vasaþjófurinn hér í borg á meðan hann var og hét. Þangað til hann fékk hjartabilunina. Og nú er hann sem sagt allur. Jæja, viljið þér koma upp með mér aftur, herra Helmer. Það er dálítið, sem við þurfum að ræða betur, er ekki svo . . .? Grunaði ekki Gvend. Framhald af bls. 7. Kiddu þegar hann ympraði á því við hana að hún skryppi einhverntíma til mömmu sinnar, án þess að hann væri með. Og sem sagt, nú var hún hjá mömmu sinni og hann sjálfur hér í ofurlitlu saklausu frii, og strax á mánudaginn ætlaði hann að borga af símanum, svo Kidda gæti hringt ef með þyrfti. Já, hann gat verið ró- legur, þetta var allt í stakasta lagi. Næsta morgun vaknar hann hress og glaður eftir góðan draumlausan svefn. Það hlýtur að vera komið fast að hádegi, hann er svo vel út sof- inn. Hann lítur á úrið sitt á borð- inu, hálf átta, það getur ekki verið. Hann ber það upp að eyranu, jú, jú, það gengur, klukkan var ekki meira, dásamlegt, langur og yndislegur dag- ur framundan og í skápnum biðu sviðakjammarnir þess að verða étnir. Bezt að borða einn strax. Hann smeygði sér í inniskó og labbaði fram i eldhús. Væri ekki annars rétt að ná í blaðið fyrst? Ætti hann að fara i slopp? Nei, nei, það var enginn kominn á fætur svona snemma og Það á sunnu- degi. Hann opnar, gægist fram og niður stigana, jú þarna liggja blöð- in á neðstu mottunni. Hann þýtur niður og er rétt kominn hálfa leið, þegar hann heyrir hurð skellast svo harkalega, að hann er viss um, að allir í húsinu hljóta að vakna. Hann stendur dálitla stund og hlustar, en enginn kemur, þá heldur hann áfram niður, þrífur eitt blaðið og upp aftur eins og hundrað árar elti hann. Hann er kominn upp á þriðju hæð, og stend- ur á sinni eigin mottu, þegar hann uppgötvar hvaða hurð skelltist rétt áðan. Hurð íbúðar þriðju hæðar til hægri, hurð með nafnspjaldi á, og á því nafnspjaldi stendur: Garðar Sæ- mundsson. En nú stendur hér téður Garðar Sæmundsson á náttfötunum einum saman, og auðvitað lykilslaus, hverj- um dettur í hug að geyma húslykil- inn í náttfötunum? Það er tilgangs- laust að reyna að lýsa hugarástandi Garðars og þau blótsyrði sem hrutu af vörum hans, eru alls ekki prent- hæf. — Allt þessu djöfulsins blaði að kenna, ég segi þvi upp á morgun, hreytir hann út úr sér, meðal ann- ars, og kastar um leið blaðinu nið- ur stigann í bræði sinni. í sama bili heyrir hann að hurð er lokið upp á næstu hæð fyrir neð- an og hann þekkir rödd frú Áróru. — Hvað er þetta, hver kastar blöð- unum svona út um allt, en sá draslara- háttur. Hann gægist niður, sér hana taka upp öll blöðin, lika blaðið sem hann þeytti frá sér. Og svo gengur hún á röðina og leggur eitt blað á hverja mottu. Eitt, tvö, þrjú, fjögur. — Ham- ingjan hjálpi mér, hún kemur alla leið hingað, hugsar hann með skelf- ingu, — því getur ekki manneskjan látið sér nægja að taka sitt blað. Hvað átti hann til bragðs að taka? Hún mátti ekki sjá hann, hún skyldi ekki fá þá ánægju að hlakka yfir óförum hans, Það var sem hann heyrði hlátur hennar: Nú skal ég segja ykk- ur góðan brandara, af húsbóndanum á þriðju hæð, honum Garðari-------- — Nei, aldrei í lífinu, hann myndi ekki afbera slíka smán. Hann hleypur hljóðlega upp, þar sem risherbergin eru, þar biður hann, og sér að frú Áróra leggur eitt blað á hans mottu og annað á mottuna til vinstri og fer svo aftur niður. Hann varpar öndinni feginsamlega, honum er borgið í bili. Hann ætlar að fara að hugsa ráð sitt, þegar hann heyrir að lykli er snúið i einni skránni, það er einhver að koma fram. Eins og örskot skýst hann inn á snyrtiher- bergið sem er þarna í stigaganginum og tvílæsir hurðinni. Yfirbugaður af angist og örvæntingu sezt hann á klósettið og getur nú loks hugsað nokkurn veginn rólega um sinn hag. Þá sér hann að nú er hann fyrir alvöru genginn í gildruna, tíminn líð- ur og bráðum eru allir komnir á kreik og þá verður enn erfiðara fyrir hann að sleppa óséður niður í kjallara og inn í geymsluna, því nú var ólæsta geymslan hans eina athvarf og skjól. Flón gat hann verið, að fara að flækj- ast hingað inn. Einhver tekur í hurð- ina og stuttu seinna er aftur komið, næst er hurðin hrist og Það er kallað: — Er nokkur þarna? Garðar vesalingurinn, þorir sig ekki að hreyfa, dregur varla andann hvað þá heldur meir. Það líður góð stund og enginn kemur, hann heldur að nú hafi allir gefizt upp að reyna við hurðina, liklega sé honum óhætt að opna og skjótast fram. Hann læð- ist að dyrunum og hlustar, ekkert hljóð heyrist. Hann ætlar að snúa lyklinum en hikar, því nú heyrir hann raddir, margar raddir, líklega eru allir íbúar hússins þarna saman- komnir. — Já, já, það er áreiðanlega ein- hver inni. Hurðin hefur ekki lokazt af sjálfu sér. — Hún getur hafa fallið í baklás. — Það er hugsanlegt, en við- verð- um í öllu falli að brjóta upp lásinn. — Já, kannske hefur líka mann- eskjunni sem þarna er, orðið illt, það er skylda okkar að ganga úr skugga um það. — Já, þú segir satt, réttu mér skrúfjárnið. Þarna sá nú Garðar sína sæng út- breidda, honum var ekki undan komu auðið, og þó-----------glugginn, það var auðvitað glannalegt fyrirtæki en samt hans eina von, og það stendur heima, þegar hann skríður upp á þak- ið heyrir hann að lásinn lætur und- an og allur skarinn ryðst inn á klósettið. — Hér er enginn, segir einhver. — Þetta er skrítið. — Já, það verð ég að segja, við skulum gá upp á þakið. Ó, þessir asnar, tautar Garðar, þeir skulu ekki ná mér, ég skal berjast hvað sem það kostar. Hann skríður að næsta þakglugga og gægist niður. Bravó, þarna virtist enginn vera, og hurðin fram á gang er meira að segja opin, svo sennilega er íbúandinn í þakuppgönguliðinu. Hann hoppar hljóðlega niður, læð- ist út á ganginn, kemst óséður fram hjá klósettdyrunum, enda virtist allur hópurinn þar niðursokkinn í samræð- ur um þennan dularfulla atburð sem hér hefur átt sér stað. Hann hleypur eins og leið liggur niður í kjallara og inn í geymsluna og másandi af mæði og taugaspenn- ingi hallar hann sér upp að hurðinni, eins og hann búist við að einhver veiti sér eftirför. títuttu seinna áræðir hann þó að setjast á tóman sykurkassa, en samt ekki fyrr en hann hefur dregið hann alveg að dyrunum. Hann lítur í kringum sig eins og hann hafi aldrei komið hér áður, eins og þessi ruslakompa sé honum alls- endis óviðkomandi. Þvílíkt saman- safna af gagnslausum hlutum hefur hann aldrei séð. Tómir kassar, flöskur, glös og dósir, gamlir skór, ónýt vað- stígvél, brotinn stóll og skápur fullur af úreltum námsbókum. Bkkert sem getur komið honum að gagni undir þessum óþægilegu kringumstæðum, ekki einu sinni gamlar buxur, bara einn slitinn yfirfrakki. Já, svo auð- vitað verkfærakassinn, sem var hér á sínum stað, til allra hamingju. En það var bara ekki þorandi fyrir hann að fara upp og reyna við hurðina fyrr en um miðnættið, i fyrsta lagi. Til miðnættis, voru nú hvorki meira né minna en tólf eða fjórtán klukku- stundir. Bagalegt að vita ekki ná- kvæmlega hvað tímanum leið, því auð- Blóm á heimilinu: Hownirósir eftir Paul V. Michelsen. lilÉMMl ■ISlliffl Meðal okkar allra mest seldu og rosa-slnensis. Það eru margar mis- munandi tegundir, sem við ræktum, og alltaf eru að koma ný og ný af- brigði af þeim, og allar eru þær fal- legar, hver á sinn máta, með ein- föidum, hálffylltum eða fylltum rauðum, bleikum, laxbleikum, gul-i' um, hvítum, bláum og tvílitum, á-’ samt hvitmislitum blómuin, smáar í blöðum og blómum. Hibiscus heita hjá okkur allar teg- undir Flawairósa, og eru heimkynni þeirra suðurhafseyjar og Asíulönd, þar sem jurtirnar verða 2—3 metra háir runnar. Hawairósir eru mjög auðræktaðar, ef rétt er farið með þær. Er það eitt þýðingarmesta at- riðið að skera þær nógu mikið niður, eða 2—3 blaðaxlir frá síðasta skurði, um mánaðamótin febrúar-—marz. Um leið má svo skera dálitið neðan af rótum, potta þeim i stærri pott vel frjóa, sendna moldarblöndu. Þær eiga svo að koma með 2—3 greinar í stað þeirra sem klipptar voru, og þar af leiðandi blómstra fleiri blómum, en þau standa ekki lengur en tvo sólarhringa, hvert blóm, en plantan á að blómstra við- stöðulaust frá vori þar til i nóv.— des. G«'fið vel af blómaáburði viku- lega fram í október, en þó mestan skammtinn um aðalblómatímann. Hawairósir þurfa mjög góða birtu vinsælustu stofuplantna er Hibiscus til þess að blómstra, og þola nokk- uð vel sólarglugga, séu þær ekki þurrar og höfð góð pottahlíf, en hún varnar því að útgufun verði of mikil eða ör. Fjölgað með græðlingum af jurtakenndum grein- um ,en það getur oft tekið töluverð- an tíma að sprotarnir festi rætur. Gott er að úða nokkuð oft. 32 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.