Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 33
Heildsölubirgðir: Snyrtivörur h-f- Sími 17177 vitað lá úrið á náttborðinu í svefn- herberginu hans. Og allur maturinn sem hann átti I skápnum. Hvers vegna i ósköpunum var hann nú svona stálminnugur í gærkvöldi? Ef hann hefði bara gleymt að sækja kassann, þá væri hann hér enn, og hann ekki svona hræðilega svangur, — þó var tóbaksleysið verst. Hann stendur upp af tóma sykur- kassanum og tekur að ganga um gólf, en það er engin fróun að ganga um gólf þar sem ekkert gólfpláss er. Allir þessir kassar og allt þetta dót er fyrir honum, bezt að taka svolítið til, tíminn líður kannski fljótar ef hann hefur eitthvað fyrir stafni. Hann ætlar svo sem ekki að gera þetta neitt nákvæmlega, bara fjar- lægja mesta draslið af gólfinu, en það fer þó svo að hann fær áhuga fyrir verkinu, finnst bara gaman að því, og tíminn líður að því er virðist, nokkurn veginn eðlilega, á meðan hann er að þessu, þvi þegar hann er að ljúka við að sópa gólfið með gömlu gólfskrúbbunni, heyrir hann, að frú Sally á neðstu hæðinni kallar á krakkana sína inn að drekka. Klukk- an hlaut Þá að vera orðin þrjú. Nú getur hann ekki gert meira, bara beðið eftir því að tíminn líði. Hann býr um sig á gólfinu eftir föng- um, setur teppisræfil og nokkra strigapoka undir sig, en setuna úr brotna stólnum undir höfuðið. Þarna leggst hann svo og byrjar að blaða í gömlu skólabókunum. Hann stein- sofnar yfir mannkynssögunni eða nánar tiltekið, yfir frönsku stjórnar- byltingunni. Hve lengi hann sefur, veit hann auðvitað ekki, en hann er allur lurk- um laminn þegar hann lýkur upp augunum og getur ekki í fyrstu áttað sig á því hvar hann er. Hann hafði einmitt dreymt hann væri að borða svið og á eftir ætlaði hann að kveikja sér í pípu, svo sálarástand hans er allt annað en gott þegar hann vaknar til veruleikans. Hann fer aftur að blaða í bókun- um, og nú er eins og tíminn standi grafkyrr. Þegar Garðari finnst að nú hljóti klukkan að minnsta kosti að vera tíu eða ellefu, heyrir hann krakka segja fyrir utan: — Eigum við að biðja mömmu að lofa okkur út eftir kvöldmat; það er svo gott veður. Og löngu, löngu seinna, áreiðanlega fimm tímum seinna finnst honum, kallar frú Sally, á neðstu hæðinni: Krakkar, nú verðið þið að koma inn, klukkan er að verða tíu. Aðeins tíu! Enn biður hann lang- an tíma, eina klukkustund eða tvær stundir, kannski tíu, það skiptir ekki máli, aðalatriðið er, að hann getur ekki meir. Hann er orðinn reiður, öskureiður, og í hvert sinn sem hann heyrir útidyrahurðina skellast, bölv- ar hann þessum næturhröfnum, sem eru að flækjast um á göngunum all- an sólarhringinn. Svo ákveður hann að biða ekki lengur. Hann vefur frakkaræflinum íastar að sér, tekur verkfærakassann og ræðst til uppgöngu. Hann er alveg staðráðinn í því að slá niður þann fyrsta sem hann mætir, ja, láta í það minnsta engar heimskulegar spurn- ingar slá sig út af laginu, nú gefur hann nefnilega dauðann og djöfulinn í allar kjaftakellingar og slefbera. — Ef mig langar til að spássera hér um, á náttfötunum og í gamla uppáhalds rykfrakkanum mínum, geri ég það bara hvað sem hver segir. Þetta ætlaði hann að segja, og hvessa augun á spyrjandann, kannski hann spyrði þá ekki aftur. Og upp á þriðju hæð kemst Garð- ar Sæmundsson fulltrúi, án þess hann þurfi að neita hnefaréttarins, eða beita sínum hvössu augum. Þegar hann beygir sig niður til að ná skrúfjárninu upp úr verkfæra- kassanum, sér hann umslagið undir mottunni, eitt hornið kíkir eilítið framundan. Einhver hefur sennilega komið við mottuna, og hún skekkst. í umslaginu er lykill og bréfmiði, á hann hefur Kidda skrifað: — Grunaði ekki Gvend. — Hann les þessi orð aftur og aftur, alveg utan við sig. Það er ekki fyrr en hann heyrir einhvern koma upp stigann, að hann áttar sig, opnar í snatri og skýzt inn Um leið minnist hann þess síðasta sem Kidda sagði: — Mundu eftir lyklinum, hann er undir mottunni. Það var bara einum sólarhring of seint, sem hann heyrði þessi orð. ★ Tómstundaiðja. Framhald af bls. 19. langlistanna, sem merktir eru töl- unni „1“ á teikningunni, og eru fjórir talsins, er 5x7x110 cm. Stærð „máttarstólpanna" fjögurra, sem merktir eru tölunni „2“, er 5x7x51 cm. Þverlistarnir að neðan, merktir „3“, eru tveir og stærðin 5x7x30 sm og tveggja þverlista, „4“, 3x5x30 cm, (miðlistar); þverlisti „5“, 5x7 x40 cm og loks þverlisti „6“, 5x7x30 cm. Endalistarnir, merktir „9“, eru tveir talsins, báðir 3x5x51, og fót- listarnir, merktir „15“, einnig tveir, eru 1,5x2x110 cm. í hálfkringlunum, sem merktar eru „10“, er krossvið- ur, 20 mm jíykkur, þverkanturinn 40 sm, breiddin 20 cm. Gert er ráð fyrir að grindin sé límd saman, en styrkt með skrúfum eftir þvi sem þurfa þykir. Önnur og þriðja teikning sýna svo hvernig frá skápnum og blómaborð- inu er gengið. Öll mál eru í mm. Fyrst er gengið frá göflum skáps- ins, sem gerðir eru úr 3 mm þykk- um krossviði, þá er botn skápsins, gerður úr 5 mm krossviði, „19“, og yfir skápnum er krossviðar- þynna, af sömu þykkt, milli þver- listanna „5“ og „6“ og fest ofan á þá, milli skápgafla. Hillan, sem hvílir á miðlistunum, „20“, er gerð úr 10 mm þykkum krossviði, stærð- in 40x87 cm, og hvílir á mið-þver- listunum, „4“ á i'yrstu teikningunni. Þá er skápurinn „klæddur“ kross- viði, 1 mm þykkum. Þarf það varla nánari skýringa en sjá má af teikn- ingunni. Klæðningin er að sjálf- sögðu límd á listana, en utan á hana koma svo ávalir listar, hvítur eða ljós listi og dökkur á vixl, eru þeir og límdir, en nota má nagla til skrauts, frekar en festingar — sjá ljósmyndina. I'riðja teikningin sýnir hvernig gengið er frá borðinu. Ofan í það er sett blómaker, aflangt, það er gert úr krossviði, 20 mm þykkum, 43x 131,5 cm, klætt plasti og loks settur á það randlisti, annaðhvort úr furu eða plasti. Á teikningunni af borð- inu er gert ráð fyrir að það standi við stoð, og skorið úr plötunni fyrir stoðinni, annars er borðplatan höfð heil. Til þess að „blekkingin“ njóti sin sem bezt, eru bambusrenglur settar ofan í skálina eða kerið, og ná þær til lofts, en vafningsjurtir gróður- settar í kerinu. Bækur eru svo sett- ar i skápinn báðum megin. VIKAN 33 — Nýja stúlkan á skrifstofunni er þokkalegasta hnáta, en ekki bein- línis neitt gáfnaljós, — já, hún á að gera þín störf til að byrja með —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.