Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 3
VIKAN
00 tækn m
jShíði 09 skíði"
SkítSin eiga sér langa og merki-
lega sögu á Nörðurlöndum. Sú gerö
skíða, sem nú tíðkast — eða öllu
lieldur það form skíða, sem nú er
allsráðandi — á sér langa þróun.
Einu sinni var annað sldðið haft
mun styttra en hitt; það styttra
notað til að spyrna sér áfram, en
það lengra til skriðsins. Til voru
líka „pelsklædd" skiði; það er ekk-
ert grín, þau voru með áfestu loð-
skinni að neðan og sneri háralagið
eins og á skepnunni. Þegar gengið
var, eða þegar skiðin skriðu, lá
háralagið þvi slétt aftur, en þegar
gengið var upp brekkur, ýfðist það
ef skíðin vildu skrika aftur á bak
og kom þannig í veg fyrir það. Á
þjóðminja|safninu í Osló er stór
deiid með skíðum eingöngu, og frá
ýmsum tímum, eða eftirlíkingum,
gerðum samkvæmt frásögnum og
lýsingum i gömlum heimildum, og
má þar fylgjast með þróunarsögu
þeirra.
Skíðastafirnir eiga sér líka þró-
unarsögu. í Noregi var löngum
gengið á skíðum við einn staf lang-
an — geisla — og var honum ýmist
beitt til hægri eða vinstri eða á
milli skíðanna, og riðið á honum
klofvega niður brekkur, bæði til að
draga úr skriðinu og stýra skiðun-
um. Var því mikils um vert að
„geisiinn“ væri úr sterkum viði og
óstökkum, því að illa gat farið ef
Snjallasti alpakeppnisgarpur Ev-
rópu, Frakkinn Guy Périllat, notar
eingöngu málmskíði í keppni.
hann brast þegar mest reyndi á.
Þá er þróun fótbandanna ó skiðun-
um ekki síður merkileg, enda er
,,hlutverk“ þeirra hið vandasamasta
ef vel er að gætt — að tryggja ekki
eingöngu það, að maður haldi skíð-
unum ó fótum sér, heldur og líka
að maður snúist um ökkla á kröpp-
um skriðbeygjum. Það er einmitt
þetta ,,haltu-mér-slepptu-mér“, sem
reynzt hefur torvelt vandamál í
safmbandi við gerð skíðabinöing-
anna, eins og á öðrum svið-
um, og má í rauninni segja
að það sé ekki eun leyst til
fullnustu þótt margur snjall upp-
finningamaður hafi við það glímt.
Fyrir allmörgum árum slasaðist
frægur, austurriskur skíðagarpur,
svo hann varð að liggja lengi rúm-
fastur og sá fram á að iþróttaferli
sínum mundi lokið. Hann fór þá
Nú er ekki lengur um það að
ræða, að skiði séu smíðuð úr
viði eingöngu —■ nú fást málm-
skíði og skíði úr gerviefnum
og eru talin hafa ýmsa kosti
fram yfir hickoryskíðin, sem
enn halda þó yfirleitt velli, enda
ódýrari en sambærileg skiði af
hinum gerðunum.
Útgefandi: Hilmir h.f.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðason (ábm.)
Auglýsíngastjóri:
Jóhannes Jörundsson.
Frainkvasmdastjóri:
Hilmar A. KrÍHtjánsson.
Hitstjórn og auglýsingar: Skipholti
33. Sírnar; 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreífing:
iíiaðadreifing, Laugavegi 133, sími
30720. Dreifingarstjóri: óskar Karls-
son. Verð i iausasölu kr. 15. Áskrift-
urverð er 200 kr. ársþriðjungslega,
greiðLst íyrirfram. Prentun: Hilmir
h.f. Myndamót: Kafgraf h.í.
/ næsta blaði verður m.a.:
• Gönguferð norður endilanga Afríku. — Mjög spennandi frá-
saga um ævintýraríkt ferðalag manns, sem tók sér fyrir
hendur að fara fótgangandi norður alla Afríku. Lífshættu-
legar svaðilfarir eru daglegur viðburður, hvort sem hann
ferðast um brennheita frumskóga eða klofar snjóinn á fjalla-
tindum með flokk ótryggra innfæddra burðarmanna.
• Ofvitinn frá Hala. — Þórbergur Þórðarson í aldarspegli.
• Peningarnir hans Vaskos. — Smásaga eftir Charles McCarris.
Það vissu allir að Vasko var forríkur, og nýi einræðis-
herrann reyndi allt til að ná í peningana hans. Svo heppn-
aðist honum það að lokum — en þá kærði hann sig ekkert
um fjársjóðinn.
• Heillum horfinn. — Sakamálasaga eftir Ron Davies.
• Fegurðarsamkeppnin: Fimmta stúlkan, sem tekur þátt í
keppninni, er frá Hafnarfirði.
0 West Side Story. — Framhaldssagan, sem vakið hefur svo
rnikla athygli.
• Kvikmyndasagan: Með lausa skrúfu.
• Stjörnuspá, verðlaunakrossgáta, fólk á förnum vegi, músík-
þáttur Svavars Gests, Vikuklúbburinn o. m. fl.
að glíma við nýja gerð af skíða-
bindingum, sér til afþreyingar, og
tókst loks að fullkomna hana svo,
að hún tók öllum þeim eldri fram,
einkum hvað öryggi snerti. Þegar
hann komst á fætur, hóf hann fram-
leiðslu á þeim í smáum stíl, en má
nú kallast einráður á markaðinum,
austan hafs og vestan, enda orðinn
margmilljónari.
En svo eru það skíðin sjálf. Fyrir
nokkrum árum spurði Fransmaður
nokkur sjálfan sig þeirrar samvizku-
spurnipgar, hvort skíði þyrftu endi-
lega að vera gerð úr viði. Eftir nokk-
ur heilabrot og umþenkingu tókst
honum að smíða skíði úr stáli, sem
eftir reynslu og umbætur þóttu ekki
gefa viðarskiðum neitt eftir á skriði,
og hafa þó þann kost framyfir, að
ekki var nein liætta á að þau þrotni.
Þegar einn af snjöllustu skiðagörp-
um Frakka vann frægan sigur á
slílcum skíðum á alþjóðlegu keppn-
ismóti, var svo ekki að sökum að
spyrja; ef sá franski hefði getað
fengið einkaleyfi á uppfinningu
sinni, væri hann áreiðanlega lika
orðinn margmilljónari, en honum
var neitað um það, þar sem ein-
göngu var um efnisbreytingu en
ekki formbreytingu að ræða. Hann
mun þó hagnast allvel á uppfinn-
ingu sinui.
Þá var það Austurríkismaður,
sem lagði aðra samvizkuspurningu
fyrir sjálfan sig — fyrst nota mátti
málm í skíði, mátti þá ekki alveg
eins gera þau úr einhverju af þess-
um nýju gerviefnum? Plann hóf
þegar tilraunir, en gekk ekki sem
bezt, unz honum kom það til hugar
að reyna gervitrjámauk, sem fram-
leitt er í Kanada og einkum notað
í eldflaugaboli, en þá tókst honum
líka að framleiða skíði, sem að
mörgu leyti tóku fram bæði stál-
skíðunum og viðarskiðunum — sam-
eina kosti beggja þeirra gerða, en
eru að mestu leyti laus við ókosti
þeirra. Og þar sem strangt einka-
leyfi er á framleiðslu þessa gervi-
efnis, og hann einn hefur samninga
við verksmiðjuna um notkun þess
til skíðagerðar, er hann mun betur
á vegi staddur en sá franski með
stálskíðin, enda græðir hann offjár
á framleiðslunni.
Nú eru hins vegar nokkrir keppi-
nautar komnir til sögunnar, sem
framleiða skiði úr öðrum gerviefn-
um, og þykja mörg þeirra reynast
mjög vel. Og fyrir samkeppnina við
stál- og gerviefnaskiðin, hafa þeir
sem smiða skiði „upp á gamla mát-
ann“ úr viði, endurbætt mjög fram-
leiðslu sína, svo skiðagarparnir geta
nú valið um. Enn hefur þeim siðast-
nefndu þó ekki tekizt — og tekst
að öllum líkindum aldrei — að yfir-
vinna þann ágalla, sem ekki kemur
til greina við hinar gerðirnar, eða
að minnsta kosti ekki þau sldði,
sem gerð eru úr gerviefnum — það
þarf að smyrja viðarskiðin, og>nota
íil þess vissar áburðartegundir í
samræmi við snjólagið og veðrið,
en þetta er tafsamt verk og krefst
hæði þekkingar og vandvirkni, ef
vel á að vera.
Sem stendur eru um 45 viður-
lcenndar gerðir skíða á markaðinum.
Þar af eru átján tegundir viðar-
skíða, eða úr „hickory“, 21 tegund
málmskíða og fjórar tegundir skíða
úr gerviefni ýmis konar. Verðið er
mjög mismunandi — sumar gerðir
málm- og gerviefnaskiða meir en
tvöfalt dýrari en dýrustu og vönd-
uðustu hickoryskíðin.
Og þannig er það allsstaðar sama
sagan, tækniþróunin lætur hvar-
vetna til sin taka. Jafnvel i skíða-
gerð ... *
VIKAN 3