Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 14
FÆR EKKI AÐ NOTA STARFSHEITI SITT Þessi mynd birtist ný- lega í Berlingske Tid- ende af tankskipinu sem verið er að byggja eftir frumteikningu Harðar Þormóðssonar. Hörður Þormóðsson. líkur fyrir því að hún hafi við eitthvað að styðjast, en það er nægjanlegt til þess, að sæmilegir blaðamenn fari að grúska og hræra upp í málinu. Og viti menn, ég fékk söguna stað- festa fyrirhafnarlaust og eftir eina símahringingu og smáökuferð var ég setztur inn í stofu hjá teiknaranum, Herði Þormóðssyni, og farinn að spyrja hann spjörunum úr. Á borðinu fyrir framan okkur voru teikningar af stærðar skipum fljótandi innan um ís- lenzkt kaffi í dönskum postulínsbollum og kræsingar á diskum. Áður en ég gat forðað kaffibollanum undan, var Hörð- ur búinn að breiða yfir borðið teikn- ingu, sem faldi borðið og allt, sem á því var, teikningu af 50 þús. lesta olíu- skipi, teiknaða á teiknistofu skipa- smíðastöðvarinnar og undirritaða af honum sjálfum. „Þetta er nokkurs konar tillöguteikn- ing,“ sagði Hörður. „Við fengum beiðni um að gera tilboð í skip af þessari stærð, og með beiðninni fylgdu að sjálfsögðu nauðsynlegustu upplýsingar um hvernig skipið ætti að vera í aðal- atriðum. Hvað það mætti vera langt, breitt, rista djúpt, íbúðir fyrir hve marga menn o. s. frv. Þegar þessi beiðni kom til okkar á reikningsdeildinni, stóð svo á að ég hafði ekkert sérstakt verkefni fyrir höndum í bili, og var mér falið að gera þessa frumteikningu“. — Er reikningsdeildin sú deild, sem reiknar fyrst út og gerir frumdrætti að nýsmíðum? „Já. Eg var svo heppinn að komast beint í þessa deild, en það er töluvert keppikefli nýrra manna að komast þangað. Það er nokkurs konar óska- staða. Þar eru gerðir frumdrættir, eins og þú tókst fram og reiknaðar út allar helztu stærðir og annað, sem heildar- teikningu viðkemur. Að sjálfsögðu hef- ur maður ýmsar töflur og eldri útreikn- ínga til að styðjast við . . .“ -— Og í þessu tilfelli hefur þú unnið einn að teikningunni? „Já, svo langt, sem það nær, því slík teikning er í rauninni aðeins nokkurs konar skissa, ef svo mætti segja, þótt að vinnan við hana taki ca. mánuð. Svo er þessi frumteikning send tilvonandi kaupanda, ásamt áætluðu verði, en hann gerir svo sínar athugasemdir og breytingar og ef honum lízt svo á, er unnið áfram að teikningunum. Þá er byrjað á því að sami maður, í þessu tilfelli ég, gerir aðra grunnteikningu, en þá verður maður að taka á öllu því, sem maður á til. Þá er hver einasti hlutur reiknaður út nákvæmlega, og gerðar á þær breytingar, sem kaupandi hefur óskað eftir. T.d. hafði ég gert ráð fyrir vélum frá Burmeister & Wain, en þeir vildu hafa bandarískar túr- bínuvélar, og ég varð að breyta teikn- ingunni samkvæmt því. Þá mátti skipið einnig vera breiðara en ég hafði upp- haflega gert ráð fyrir, en það hafði geysilega mikið að segja upp á aukið burðarþol og stöðugleika. Síðan eru teikningar aftur sendar kaupanda til samþykkis, en síðan er tekið til við hlutateikningar, þ. e. a. s. teikningar af hinum ýmsu hlutum skipsins, vélum, lestarrými, íbúðum og öðru. Það er gert á annarri teiknistofu, þar sem hver maður er sérfræðingur í sínu fagi. Ef einn maður ætti að gera allar teikning- ar af einu slíku skipi — sem væri möguleiki — mundi það taka hann eitt til tvö ár, býst ég við, en þarna geta margir menn unnið við sama skip- ið í senn, strax og grunnteikningin er tilbúin“. — Óx þér ekki í augum að teikna svona stórt skip? „Ég læt það vera. Ég var að sjálf- sögðu búinn að teikna ýms skip áður, sem sum voru byggð, en önnur ekki — að minnsta kosti ekki ennþá. Þannig hafði ég fengið talsverða æfingu, sem auðvitað er nauðsynleg, jafnvel þótt maður hafi lært þetta allt saman í skóla. I rauninni fer maður fyrst að læra, þeg- ar maður kemur út í veruleikann, Jú, auðvitað hafði ég mikinn áhuga fyrir því að þetta gengi að óskum og fylgdist spenntur með framkvæmdum . . .“ — Og svo var skipið byggt . . . ? „Já, það er að segja, það er ennþá í byggingu, og verður sennilega ekki fullbúið fyrr en seinnipartinn í sumar. Því var hleypt af stokkunum 27. sept. sl. og fékk nafnið „T.S. Petersen“ eftir forstjóra Standard Oil Company, en hann er af dönskum ættum. Kaupendur eru bandaríska fyrirtækið California Transport Corporation í San Francisco, en það hefur samið um smíði fjögurra 1/1 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.