Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 16
Kvikmyndasagan Myndin verður sýnd í Trípólíbíói á næstunni bezta vinkona mín leit hérna inn til að heilsa mér, og ég tók mér það bessaleyfi að bjóða henni hingað inn í dagstofuna ..." Fyrirgefa . . . Tony var staðráðinn í að fyrirgefa henni það aldrei. Hann hafði fyrirfram andúð á öllu þessu braski hennar og brambolti. Engu að síður heilsaði hann frúnni hæversk- lega og hún tók kveðju hans lágri, hreimþýðri röddu, sem lét eins og tónlist í eyrum Allys. En það fór eins og áður — samræðurnar urðu slitrótt- ar og þvingaðar . . . þrátt fyrir ein- lægar tilraunir Soffíu frænku. Nú voru það bræðurnir, sem þref- uðu. Þrátt. fyrir allt hið þaulhugsaða skipulag Soffíu frænku, virtist þetta allt ætla út um þúfur. Og þó . . . loks var samkomulag þeirra bræðra orðið svo afleitt, að Tony notfærði sér tækifærið til und- ankomu — og spurði frú Rogers, vit- anlega af fyllstu hæversku. hvort þau ættu ekki samleið í borgina. Hún tók boði hans, vitanlega líka af fyllstu hæversku, og andartaki síðar horfði Ally á eftir þeim út um gluggann. Hún sagði líka að sér fyndist það ákaflega viðkunnanlegt. Og ioks, þegar hún áliti tíma til Þess kominn að þau Mario og hún hyrfu af sjónar- sviðinu og létu þau, Tony og frú Rog- ers, ein eftir, átti Mario allt í einu að htiuna eftir mikilvægu boði, og Ally að fara með þeim. Sem sagt — Þetta var allt skipulagt i þaula . . . Ally gekk fram í dagstofuna og heilsaði feimnislega. Hann þorði ekki að líta upp; þorði ekki að standa allt í einu andspænis þvi sem staðreynd hvernig frú Rogers liti út. — Þetta er sonurinn, hvíslaði Soffía að frú Rogers, eins og í trúnaði. Ally stóðst ekki lengur mátið og leit upp. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hún var grönn og lágvaxin, falleg og góðleg, öldungis eins og móð- ir hans hafði verið, þótt hún væri henni vitanlega annars ólík. Hún rétti honum höndina, en það tók hann nokkra stund að yfirvinna feimni sina — en honum tókst Það þó, og þar með var ísinn brotinn. Það leyndi sér ekki, að Soffía var allshugar fegin. Svo settust þau öll; frú Rogers settist á legubekkinn og Soffía benti Ally að setjast þar hjá henni, sem hann og gerði, en Þó hikandi. Frú Rogers brosti til hans, ástúðlega. Og svo hófust samræðurnar, slitr- óttar og þvingaðar fyrst í stað. Mario sagði misheppnaða brandara, innan skamms voru Þau farin að kita, hann og Soffia og loks þoldi Ally ekki við lengur, reis á fætur og bauðst til að sækja þeim eitthvað að drekka. Þvi var vel tekið, og eftir nokkurt þref milli hjónanna, varð að samkomulagi að þau skyldu öll láta sér nægja ís- kælt vatn. Þegar hann var á leiðinni inn aftur með ískælt vatn í þrem glösum, heyrði hann Soffíu frænku segja háum rómi: „Tony . . . hvað- an úr ósköpunum ber þig að? Á dauða minum átti ég von en ekki þér, þessa stundina". ,,Nú ofleikur hún“, hugsaði Ally með sér. „Þú verður nú að fyrirgefa, Tony“, heyrði hann að Soffía mælti enn, ,,en 'WM, iilliii i M i Shirl hafði frestað brottför sinni í bili. Hún lá allsnakin á grúfu ofan á sængurfötunum í rekkju sinni, söngl- aði lágum rómi og dapurlega. öðru hverju átti dapurleikinn vel við hana, en oftast ekki. Og alit í einu átti hann ekki vel við hana lengur í .þetta skipt- ið Hún settist upp, virti allsnakinn líkama sinn fyrir sér í speglinum í ýmsum stellingum, einkum þeim sem hún hafði séð kynbombur i á mynd- um í vissum tímaritum. Hún hafði einu sinni gerzt fyrirsæta hjá Ijós- myndara. sem tók slíkar myndir; sið- an hafði hún leitað þeirra í tímarit- unum, en aldrei fundið. Einkennilegt hve alltaf fór illa fyrir henni, þó ef til vill einkenni- legra, hve litið henni fannst alltaf til þess koma, þegar henni tókst eitthvað. Þegar hún var sextán ára ásetti hún sér að ná í Freddie, sem var nít.ján ára. iturvaxinn og glæsi- legur Þegar hún var sevtján ára, gengu bau í hjónaband. Þegar hún var orðin átján ára, gat. hún ekki lengur litið hann augum og hljópst á brott frá honum og fór á flakk. I San Francisco dvaldist hún hjá liós- hærðri, öfugeðlis dansmey í tvo mán- uði. 1 Princetown lagðist hún með knattspvrnugarpi, sem gaf henni horoin Fvrir utan Seattle ók ljótur og tröllslegur vöruflutningabílst.jóri fram á hana, t.ók hana upp í, svaf hjá henni um nóttina í yfirbygging- unni á pallinum en barði hana dag- inn eftir og skildi hana eftir á þjóð- veginum. Það eitt var stolt hennar, að hún hafði aldrei tekið við eyris- virði af neinuth fyrir ómak sitt. Hún g^rði betta eingöngu af Því að það var fjör — að minnsta kosti reyndi hún að telja sjálfri sér trú um það. Fjör á meðan það stóð, en það var ?f til vill mesta fjörið, hvað það stóð alltaf stutt. Nú varð hún til dæmis að halda á brott héðan. Hún átti einungis eftir að ákveða hvort hún ætti að fá Tony til að flýja með sér eða ekki Hún fór fram úr og klæddi sig. Ó-jú, ætli að það væri ekki bezt að taka hann með sér . . . ÞAU Tony og frú Rogers sátu í kaffistofunni og fór hið bezta á með Framh. á bls. 43. Samtalið var þvingað .... innan skamms voru bræðurnir farnir að rífast.... Ifi VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.