Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 43
Með lausa skrúfu Framhald af blaðsíðu 16. þeim .Hún var alls ekki likt þvi eins afleit og Tony hafði gert sér í hugarlund. Heimsk var hún að minnsta kosti ekki. Það sem Tony féll þó bezt í geð, var að hún gerði ekki neina tilraun til að leika eða látast. Hún horfði á hann og hlust- aði á það sem hann sagði. 1 raun- inni var regluleg hvíld að vera þó einu sinni með manneskju með fullu viti. Það leyndi sér heldur ekki að henni féll vel við hann, enda þótt hann vissi að hún væri hissa á því, að svo glæsilegur maður skyldi þurfa að nota þessa aðferð, láta aðra reka þar erindi sín. Honum þótti orðið fyrir því, að hann skyldi hafa beðið Frank gamla að hringja til sín I kaffihúsið og kalla sig heim, áríðandi erinda, en hann hafði gert það . . . til vonar og vara ef kvenmaðurinn skyldi reynast óþolandi. Og það stóð heima. Náunginn við afgreiðsluborðið kallaði í hann rétt í þessu. Það var því ekki um annað að gera, Tony varð að svara. Um leið og hann tók við talnemanum, öskraði Frank gamli að fordyrið væri orðið fullt af snjó; hann yrði að koma tafarlaust að moka. Og svo hló hann eins og brjálaður. Frú Rogers reis á fætur. Hún hafði heyrt orð Franks í símann — og skildi hvað var. Hún var kafrjóð í andliti. Tony brá við skjótt og greip um handlegg henni. Sagði henni eins og var. — Hvernig gat mér komið til hugar að þér reyndust svona hrífandi? Viljið þér borða með mér kvöldverð? — Þakka yður fyrir. En þér skuluð ekki vera að bjóða mér mín vegna. Hún virti hann fyrir sér, eins og hún vildi komast að raun um hvort hon- um væri þetta alvara eða ekki, og hann var ekkert annað en einlægnin, því honum var 'þetta fyllsta alvara. E1! þér i rauninni kærið yður um það . . . en svarið mér nú af hreinskilni. — Vitanlega geri ég það. — Þá sting ég upp á því að Þér komið heim til mín í kvöld og við snæðum saman þar í ró og næði. — Og svo . . . á eftir meina ég? Hann sá að hún háði harða bar- áttu við sjálfa sig nokkur andartök. Svo brosti hún, en roðnaði þó. við. — Nú skal ég vera yður hreinskilin, sagði hún. Ég vil ekki að Það gangi lengra en góðu hófi gegnir, svona fyrst i stað. 1 Þessi tvö ár, sem liðin eru síðan maðurinn minn dó, hef ég ekki haft við að þiggja boð karl- manna í næturklúbba og á aðra skemmtistaði, en það hefur aldrei endað vel — annaðhvort hefur sá sem bauð, misst allan áhuga og ekki viljað hitta mig aftur, eða hann hef- ur krafizt þess að fá að sofa hjá mér strax. Svo horfði hún á hann, björtum, einlægum augum. Ég vil giftast, sagði hún. Annað ekki. Þess vegna gekkst ég inn á að hitta yður í dag. Ég bjóst við að hitta fyrir mann, sem svipað væri ástatt með — hlédrægan, viðkunnanlegan mann. sem vildi umfram allt komast í hjónaband. Þess vegna bið ég yður að segja mér hreinskilnislega hvað þér ætlizt fyrir. Og ég mun verða yður þakklátari, en þér getið gert yður í hugarlund . . . Sé það ein- lægni yðar, ég á við, að þér viljið umfram allt kvænast, þá komið heim til mín í kvöld. Tony horfði lengi á hana. Hann þráði að snerta hana, taka hana í faðm sér, en hann gat ekki einu sinni sagt henni það. 1 fyrsta skipti á ævinni fann hann til feimni . . . ÞEGAR þau komu heim undir gistihúsið, sat Shirl á veröndinni og beið þeirra. Hún sá að Tony brá — og hún naut Þess innilega. Hamingj- an góða, hugsaði hann; hann hafði algerlega gleymt henni, jæja, hann varð að snúa sig einhvernveginn út úr því. Hún bauð gott kvöld, og hann tók heldur dauflega undir, en sneri sér að Ally, sem sat við skiptiborðið. — Skilaðu því til Soffiu frænku, sagði hann, að við frú Rogers förum út aftur og ætlum að snæða saman kvöldverð. Ég verð heima hjá henni, ef einhver spyr eftir mér. Svo kink- aði hann kolli til Shirl og hugðist halda á brott með frú Rogers. Shirl spratt á fætur. — Fyrirgefið, frú, en ég Þarf að tala nokkur orð við húsbóndann. — Ég tala við þig seinna, ungfrú, svaraði Tony kæruleysislega. Hún spratt á fætur, mjúk og fjað- urmögnuð í hreyfingum eins og naðra. — Ungfrú, hermdi hún eftir honum um leið og hún rak honum löðrung. Sneri sér síðan að frú Rogers. Hann lætur mig sofa hjá sér á næturnar, en á daginn er hann finn maður og vill ekkert við mig kannast. — Ég bíð fyrir utan, sagði frú Rogers. Hún sagði þetta hæversk- lega, og það varð ekki á henni séð, að hún væri móðguð eða hneyksluð. Ally fór út með henni, og Þau tóku sér sæti á veröndinni. — Jæja, ég geri ráð fyrir að þessu sé þá lokið, sagði Shirl. Tony skildi að nú varð hann að taka ákvörðun. Það varð ekki bæði sleppt og haldið, og hann var ekki í neinum vafa um hvoru hann vildi sleppa. — Já, sagði hann. Þá er þessu lokið. Hún stökk upp stigann. Hann horfði á eftir henni og ekki saknað- arlaust. Svo hélt hann út á verönd- ina. Frú Rogers reis úr sæti sínu, Tony tók undir arm henni og sagði við Ally um leið og þau héldu af stað. — Ég geri ráð fyrir að hún flytji ... Shirl horfði á eftir þeim. Og nú fann hún það, í fyrsta skipti á æv- inni, að hún var ástfangin. Og hún beið . .. FRÚ ROGERS bjó í einu herbergi; húsgögnin voru hin smiekklegustu, rýmið notað til hins ýtrasta og sama var um eldhússkrókinn að segja. Tony lá uppi á legubekknum og hafði tekið af sér bæði skó og bindi, en jakkinn hans hékk á stólbaki. Kvöld- verðurinn hafði verið hinn ljúffeng- asti, og Tony var svo mettur, að hann gat ekki komið niður bita i við- bót. Hann varð meira að segja að af- þakka, þegar hún vildi fylla bollann hans aftur. Hún settist á gólfábreið- una, við legubekkinn og tók að segja honum ýmislegt um sjálfa sig. Hjóna- band hennar hafði verið barnlaust; hún var óbyrja og mundi aldrei geta eignazt barn, en einlífið var henni óþolandi kvöl. Þegar þau höfðu rætt saman um stund, fékk hann sér sígarettu, en þegar hann ætlaði að kveikja í henni reyndist kveikjarinn tómur. Hún ætlaði að hella á hann, en vegna þess að Tony horfði á hana, varð hún svo skjálfhent, að kveikjara- lögurinn skvettist á buxurnar hans. Hún fór í skyndi að reyna að þurrka blettina með handklæði, en varð slík ofraun að koma svo nálægt honum, að hún fleygði handklæðinu, stóð um stund og sneri andlitinu að veggnum, en líkami hennar skalf og titraði frá hvrifli til ilja . . . Frh. í næsta blaði. *!!■ Nýtt útlit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðiubyggingar, gróður- hus, bílskúra o fl. /777 Lsekjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.