Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 22
A T H U G I Ð að mál þátttakenda í Fegurðarsam- keppninni 1962 verða birt, þegar myndir birtast af þeim öllum sam- an, ásamt atkvæðaseðlinum. Lovisa Guðjónsdóttir er fulltrúi Hafnfirðinga í Fegurðarsamkeppn- inni 1962. Þar á hún heima og þar búa for- eldrar hennar, B.jörg Sigurðardóttir frá Norð- firði og Guðjón Illuga- son, sem um árabil hef- ur starfað á vegum Sam- einuðu þjóðanna við fiskveiðikennslu í Ausi- urlöndum. Lovísa er að vísu fædd á Seltjarnar- nesi — og sá atburður gerðist fyrir 19 árum — en tólf ára gömul fór hún með foreldrum sin- rnn til Indlands og var nm árabil lil skiptist á íslandi og i Indlandi. Hún tók gagnfræðapróf frá Flensborg, var einn- ig i skóla i Indlandi og verzlunarskóla í Lon- don 1960—61. Að því búnu réðist hún einka- ritari til G. Helgason & Melsted og hefur verið þar siðan. Þar fyrir ut- an kennir hún ungum slúlkum snyrtingu og klæðaburð á vegum Æskulýðsráðs og um helgar fer hún á gömlu dansana. Lovísa fer lík- lega til Pakistan eða Equador í sumar og verður þá þar í 4—5 ár sem einkaritari föður síns. Lovísa er 1,72 m á hæð, rauðhærð með grænblá augu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.