Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 18
 I. ■ Æ. : , jff CíMÍ 1 m m g m |v .-/'fH t jsprengju inn 5 matvörubúðina, i Þeirri f 'von að bað yrði til Þess að Bemardo ' og Hákarlarnir létu sér ekkl lengur nœgja skæruhernaðinn og legðu til orrustu, en Bernardo lét ekki hafa sig til Þess. Aftur á móti höfðu tveir af Hákðrlunum gert Nonna pelabarni fyrirsát í kvikmyndahúsi kvöldið eft- ir og leikið hann -grátt í hefndarskyni. Nonni pelabarn vissi ekki fyrr til en hvössum íssting var Þrýst að síðu hans, og um leið var Því hvislað að honum, að honum væri vissara að gefa ekki hljóð frá sér. Þegar Há- körlunum tveim hafði Þannig tekizt að leiða hann inn I snyrtiklefa, höfðu Þelr troðfyllt munn hans af Þurrku- pappír, svo hann gat hvorki æmt eða skræmt, og eftir að Þeir höfðu barið hann og hrakið, stungu Þeir höfði hans ofan I setuskálina, unz honum lá vlð drukknun, en að lokum stungu Þeir gat á eyrnasnepla hans með ís- stingnum, og kváðu Það hefndarmerki. Skyldi hann skila Því til samherja sinna, að Hákarlarnir væru Þess fúsir að berjast við Þoturnar, en Þeir mundu Þó aldrei láta Þann fjandskap bitna á aldurhnignu fólki og varnar- lausu, eins og Þoturnar hefðu gert sig seka um. Gætu Þoturnar ekki viður- kennt Þá sjálfsðgðu drengskaparreglu í skæruhernaði sinum, skyldu Þeir sjálfa sig fyrir hitta. „Þetta er hámarkið", sagði Riff við Þoturnar. Þeir héldu fuhd heima hjá honum, vegna Þess að foreldrar hans unnu lengur en venjulega Þenn- an dag. „Við látum engum liðast að níðast Þannig á pelabarninu". „Ég er særður", varð Nonna pela- barni að orði. 3. HLUTI. Bernardo stelg skref aftur á bak og virti systur sína fyrir sér. „Þú ert svo sannarlega yndisleg stúlka. Chlno má hrósa happi — en meðal ann- ara orða. velztu Það. að hann lánaði mðmmu og pabba peninga fyrir far- gjaldinu Þínu hingað?" „Ég veit Það“, svaraði María og laut höfði. „Hg herði mig Því vlð vlnn- una eins og ég get, svo við getum greitt honum skuldina sem fyrst". „En Þér fellur hann vel I geð?" „Já", svaraði Marla. Bernardo kramdi sigarettustubblnn undir fæti sér og fékk sér nýja úr pakkanum. „Geturðu Þá ekki elskað hann ?“ „Ég veít Það ekki", svaraði María. „En hann er mjög aðalaðandl piltur". „Við skulum koma niður", mælti hann og tók I hðnd systur sinnar. „Gestirnir eru farnir heim og fjöl- skyldan gengin til náða. Hvernig fell- ur Þér annars starfið?" „Ihns vel og hugzast getur", svar- aði Maria. „Við verzlum eingöngu með brúðarklæðnaði — kjóla og slæð- ur, allt svo dásamlega fallegt". „ „Þú verður sjálf hin fegursta brúður", sagði Bernardo við systur sína. „Fegurst allra. Þegar Chino sér Þig 1 kirkjunni, verður hann frá sér numinn af hrifningu, Hann erjrannski ekki að öllu leyti eins og við hinir Hákarlarnir, Þvi að hann hefur feng- ið sér fasta vinnu. En Það segi ég orða sannast, að ekki finnst mér neinn annar úr Þeim hópi vera Þín verður". Hann lyfti Þakhleranum, laut systur sinni hæversklega og benti henni að ganga á undan niður stigann. „Hann yrði Þér áreiðanlega góður eiginmað- ur, svo Þú ættir að reyna að elska hann". „Ég skal reyna", svaraði Maria. „Ég skal reyna eins og mér er frek- ast unnt. Ætlar Þú lika að fara að sofa?" „Ekkl strax", svaraði Bernardo. ,,í!g Þarf að ræða við strákana nokkur orð". „Um hvað?" spurði Maria. „Bar- dagaundlrbúning ?“ Bernardo kyssti systur sina á vang- ann. „Við ætlum bara að spjalla sam- an", svaraði hann. „Góða nótt", mælti Maria. ANNAR KAFLI 1 fullar Þrjár vikur höfðu Þoturn- ar ásótt Hákarlana, og Það var sið- ur en svo að Hákarlarnir hefðu látið undan síga. Riff hafði háð marga harða sennu, og eitt sinn hafði mun- að minnstu að hella, sem varpaö var fram af Þakbrún, hæfði Bernardo I hðfuðlö. Atökin hðrðnuðu með hverju kvöldi sem leið; loks héldu Þeir Schrank og Krupke stöðugt vörð í hverfinu, sátu um Riff og Bernardo og Þeirra fyigjara. En Þeir piltarnir Þekktu um- hverfið betur en lögregluÞjónarnir og fundu sér ótal fylgsni, Þar sem Þeir leyndust og biðu Þess að lög- reglubíllinn æki brott, svo átökín gætu hafizt. Þeir Schrank og Krupke voru oft Þaulsætnir, Það var oft ekki fyrr en Þrjú til fjögur að nóttunni að Þeir óku brott, og Þá skriðu bæði Þoturnar og Hákarlarnir óðara úr fylgsnum sínum og Þá var ekki að sökum að spyrja. Átökin stóðu Þangað til birti af degi, og margir höfðu meiri og minni meiðsli af, og hatrið á milli flokkanna jókst stöðugt. Síðustu fjórar næturnar hafði Há- körlunum veitt öllu betur en Þotun- um, sýnt öllu meiri kænsku og hug- vitsemi I skæruhernaði sínum, en Þot- urnar höfðu Þó ekki legið á liði sinu. Túli hafði varpað annarri ólyktar- „Þú ert merktur", varð A-Rabban- um að orði. „Og að öllum likindum ertu merktur Hákörlunum". Riff barði í borðið með skeftinu á fjaðurrýtingi sinum. „Ekkert Þvað- ur", sagði hann. „Þú Þekkir Hákarl- ana, sem léku Þig Þannig", spurði hann pelabarnið. „Að minnsta kosti annan Þeirra", svaraöi hann. „Annars vitið Þið að Þessi svín eru hvert öðru svo lík, að Það er ekki auðvelt að Þekkja Þau sunudur. Þeir kváðu Þetta hefnd fyr- ir ólyktarsprengjurnar". Nonni pela- barn Þuklaði eyrnarsneplana. „Ætlið Þið að láta Þá sleppa?" „Við höfum tekið okkar ákvörðun", mælti Riff af móði. „Nú fyrst látum við til skarar skríða. Svaraðu, Díesill, Það er einhver við dyrnar". Riff var að vona, að Það væri Tony. Fyrir nokkrum dögum hafði hann hripað Tony línu og stungið bréfinu í póstkassann á hurðinni heima hjá honum, sagt honum hve nú hallaðist á Þoturnar og hversu áriðandi Það væri, að hann tæki aftur við for- ystunni. En Það reyndist vera Allra- skjáta, sem stóð úti fyrir dyrum, og henni tókst meira að segja að smeygja sér framhjá Diesilnum, inn í eldhúsið. „Hvernig stendur á Því, að Þið lét- uð mig ekki vita að Þessum fundi?" spurði hún Rlff reiðilega. „Er ekki nokkur lífsihs leið að losna við Þig?" hreytti Hreyfillinn út úr sér um leið og hann spratt úr sæti sinu og beit á jaxlinn. Hann hafði megnasta ýmugust á Þessari stelpukind. „Á ég að henda henni út um gluggann?" spurði hann Riff. „Eg læt ekki neinn kasta mér á dyr", svaraði hún ögrandi, og Þeim orðum sínum til áréttingar otaði hún að Þeim brotinni bjórkrús með hvöss- um röndum, skæðu vopni, ef vel var á haldið. „Nú skulum við fá úr Því skorið hvort ég á ekki skilið að verða tekin í hópinn, Riff", mælti hún og 18 VIKAN sneri sér að honum. „Hvernig væri að viðurkenna mig sem meðlim?" A-Rabbinn hélt fyrir nefið um leið og hann benti ögrandi á Allraskjátu. „Hvernig væri að hópurinn . . . nei,, Það vill enginn líta við Þér . . .“ „Rottan Þin". Hún réðlst á A-Rab- ann. „Nú skaltu, svei mér Þá, verða ærlega merktur . . .“ Riff greip hörðu taki um arm henni, sneri glerbrotið úr höndum hennar og fleygði Því í ruslafötu, sem stóð undir eldhúsborðinu. „Út með Þig, ljúfan litla, út með Þig". Og Riff hratt henni út um dyrnar, sem Hlé- barðinn hélt opnum; síðan skelltu Þeir hurð að stöfum og settu örygg- iskeðjuna fyrir, en Riff sneri sér aft- ur að Þeim hinum. „Eruð Þið til alls. búnir?" „Já, við erum til alls búnir", svör- uðu Þeir í kór. „Gott". Riff tók sér aftur sæti við: borðið og leit með stolti yfir hópinn Þvi að allir virtust einhuga og til i stórræði. „Ég er Þeirtar skoðunar",, sagði hann, „að við verðum að berj- ast fyrir yfirráðum okkar hér við: götuna, og ég ætla mér ekki að láta einhver aðskotadýr verða okkur Þar yfirsterkari. Hákarlarnir láta sér nægja að gera árásir öllum að óvör- um og flýja svo, en ég hef andstyggð á Þess háttar bardagaaðferð, auk Þess sem ég vil fá Þessu sem fyrst lokið. Við verðum Því að taka ákvörð- un. Við verðum að afmá Þá gersam- lega I úrslitaorrustu". „Maður gegn manni!" Hreyfillinn stökk á fætur og tók að greiða Imynd- uðum andstæðingi sínum Þung högg og stór. „Eftir Þessu höfum við ein- mitt verið að bíða". „Og nú Þurfið Þið ekki að biða lengur", mælti Riff snúðuglega. „En Það er ekki víst að Þessir ræflar fáist til að berjast með hnúum og hnefum. Þeir kjósa kannske heldur að berj- ast með flöskum eða hnífum, eða einhverjum enn hættulegri vopnum". Nonni pelabarn rak upp stór augu. „í>ú meinar byssur? Ekki Það að ég sé hræddur", flýtti hann sér að bæta við", en byssur — hvernig eig- um við að ná í byssur handa okkur öllum?" „Ég hef einungis sagt, að svo geti farið", svaraði Riff. „Og ég segi Það einungis vegna Þess, að ég vil að við gerum okkur Það ljóst, hvort við séum reiðubúnir að mæta Þeim, ef svo fer. Ég skal sjá svo um, að við getum barizt við Þá með hvaða vopnum, sem Þeir sjálfir kjósa. En ég vil vita hvort Þið Þorið". Diesillinn og Hreyfillinn spruttu óðar á fætur og hrópuðu að Þeir væru reiðubúnir að berjast, berjast, berjast . . . Túli og Malbikarinn Iétu sem Þeir skæru hvor annan flösku- brotum í framan. Trölli Þóttist stinga Snjókarlinn í hjartastað, en Snjó- karlinn piiðaði á hann visifingri eins og skammbyssuhlaupi. Þetta var að vísu allt saman leikur, en Þeim var Það alvara, að Þeir væru reiðubúnir að berjast upp á líf og dauða. Og Þegar Hreyfillinn öskraði, að hann hefði að vísu ekki skorið neinn, lengi að undanförnu, en mundi samt sem áður ekki hafa týnt listinni niður, tóku varir Nonna pelabarns ósjálf- rátt að titra. Hann Þuklaði á eyrna- sneplum sinum, en Það var eins og sárin veittu honum ekki freimsu' Það hugrekki, sem með Þurfti. „Það er mín tillaga, að við berj- umst við Þá með hnúum og hnef- um. og jafnvel með grjótl", sagði Nonni pelabarn, „en ekki með hnif- um eða byssum. Við erum ekki nauö-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.