Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 11
Hann var slyngari en hinir og náði í einkaílugvél til Bahia Morenos. Hann mundi einn ná í íorsíðuízéttina. — Hver er hún? spurði hann og yggldi sig. — Þú kannast ekkert við hana. Manstu, þegar ég kom þér úr klipunni .. ? Kelly muldraði eitt- hvað, en Donald yppti bara öxlum á ný og beygði sig niður til að taka upp farangurinn, sem var ritvél, segulband, ljósmyndavél og tann- burstahylki með meiru. Síða’n hrað- aði hann sér til afgreiðslumannsins og stúlkunnar í bláa pilsinu. Kelly skundaði til starfsbræðra sinna til þess að segja þeim frá livers hann hefði orðið vísari. Donald tók á rás, þegar þau komu út úr flugstöðinni. — Hvar er flugvélin? spurði hann. — Við megum engan tíma missa, annars komumst við aldrei af stað. Hinir munu gera ailt, sem þeir geta til að koma í veg fyrir það. Farið ekki svona geyst, senor! sagði hinn þeldökki maður, sem átti fullt í fangi með að fylgja Donald eftir. — Þér getið hvort sem er ekki farið fyrr en þér hafið fyllt benzin- geyminn. Benzínið, sem er á honum endist ekki alla leiðina til Bahia Morenos. —Jæja, þá tökum við það bara á leiðinni. Þau voru nú komin að flugvélaskúrnum. Til allrar ham- ingju var hann opinn, og framstefni flugvélarinnar sneri í rétta átt. Donaid fýtti sér að opna klefadyrn- ar, og kastaði farangrinum inn. — Inn með yður! kallaði hann til ungu stúlkunnar, sem virtist ekki vera neitt eftir sig eftir öil hlaupin, e-nda þótt hún rogaðist með ferðatösku. Hún sveiflaði sér léttilega inn í klefakytruna. Þegar farangurinn var allur kominn inn, var það svona rétt með naumundum að þau kom- ust fyrir. — Nú leggjum við upp, hrópaði Donald. — En þér getið ekki tekið benzin á leiðinni! sagði afgreiðslumaður- inn móður og másandi um ieið og Donald skellti klefadyrunum aftur. Maðurinn fékk ekkert svar. Donald setti vélina í gang, og hún rann af stað með braki og brestum, svo það bergmálaði í flugvélaskúrnum. Um leið og flugvélin rann út á flug- völlinn, komu allir hiaðamennirnir þjótandi. Einn þeirra reyndi að ná taki á flugvéiinni, en .hann hrasaði * og lá á hörðu sementinu, hulinn reykjarmekki, scm kom frá flugvél- inni um leið og hún tókst á loft. Donald gaf sér ekki líma til að líta á benzínmælinn, fyrr en þau voru komin upp i háloftin. Hann sá að geymirinn myndi vera rúmlega hálf- ur. Jæja, það myndi sennilega end- ast í um það bil klukkutíma, en það voru rúmlega 800 kílómetrar til Bahia Morenos. Við getum að minnsta kosti komizt yfir að strand- lengjunni hinum megin, hugsaði Donald, og þar finnum við sjálf- sagt einhvern stað, þar sem hægt er að taka benzín. Vongóður stefndi hann flugvélinni út yfir heiðblátt, bliltandi hafið. Farþegi hans virtist ekki vera neitt sérstaklega málgef- inn. — Hvaða erindi eigið þér til Bahia Moreno? spurði hann, þegar þau höfðu flogið i hálfa klukkustund steinþegjandi. Unga stúlkan ypptj öxlum, — Ég fer þangað i viðskiptaerind- um. — Það var reglulega fallega gert af yður að taka mig með hr . . .? — Thompson, Donald F. Thomp- son, en ég gerði það ekki af neinni góðsemi, ég gerði það aðeins mér sjálfum til hagsbóta. Án yðar hefði ég aldrei komizt af stað, — Hvernig stendur á því? — Haldið þér að þrjátíu blaða- menn láti það viðganga&t ;af ifúsum vilja að keppinautur þeinra sé ,einn um hituna, þegar gott fréttaefni er annars vegar? Ef þér hefðuð ekki verið viðstödd hefðu þeir áreiðan- lega slegið mig í rot áður en ég komst út úr flugstöðinni. Kelly og allir hinir hikuðu við það yðar vegna. Þannig geta menn ekki bag- að sér, þegar konur eru annars veg- ar. Þeir urðu að minnsta kosti að; koma sér saman um það fyrst, og þar var víst einmitt um þetta, sem þeir rökræddu af svo miklu kappi.. — Hvers vegna vildu þeir allir fara til Bahia Morenos? Donald ieit undrandi á stúlkuna- — Hafið þér ekki heyrt <talað um Betty Bannerman, dóttur gamla olíu- milljónamæringsins Bannerman? Hún hefir fórnað öllum skartgripum sinum — þeir eru virtir á hálfa milljón dollara — til að giftast Juan da Ponta, sem er „eiginmaður að atvinnu". Við höfum komizt á snoð- ir um að skötuhjúin ætla að hittast: i dag í Bahia Morenos. Þetta er svO' sannarlega rómantík á hástigi, eða hvað finnst yður? Ég er með á nót- unum, ég er sérfræðingur i róman- tík . . . fyrir Sunudagsblaðið. Róm- antík með morgunkaffinu, og blaðið verður rifið út. — Þekkið þér Betty Bannerman? — Nei, auðvitað ekki, en ég hefi séð myndir af henni. Snoíur síúlka með ljóst liðað hár. En hún hlýtur að vera meira en lítið skrýtin. Að leggja lag sitt við slikan náunga sem Juan da Ponta. Mér hrýs hugur við honum. — Haldið þér að hann elski hana ekki? — Elskil Hann elskar engan nema sjálfan sig. Ég ætti að vita það. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ég eltist við hann. Hann er fyrsta flokks fréttaefni . . . ný milljóneradóttir á hverju missiri. Við köllum hann Juan da Capo. En mér hefir víst láðst að spyrja hvað þér heitið? Þetta kom svo óvænt, að henni varð bilt við. — Bella . . . Bella Thompson, sagði hún og það kom ifát á hana. Thompson? Þá heitum yið sama nafninu. Það var ein- jketmiieg tilviljun . . . Bella hugsaði :sig uip stundarkorn, síðan sagði hún:: ;Mér leikur forvitni á að víta hvor.t ,allir fréttamenn líkjast yður? Að hvaða Jeyti? j=- tEr.u þeir kaldlyndir og tor- tryggnir, jafnframt því að vera framgjarnir? — Nú er nóg komið, sagði Donald. —• Ég trúi á ás.t Betty Bannermans, en það gegnir .allt öðru máli um Juan da Capo, — Væri yður sama þó þér ha$ttuð að kalla liann Juan da Capo? sagði Bella gröm. — Þa.ð er eitt.hvað svo hjákátlegL — Jú, auðvitað, 'þá segjum við da Ponta. Nei, ég hefi séð alls kon- ar rómantík og ég veit ,að :hún á sér engan tilverur.étt, nema ef til vill hjá kornungum stúlkum, Fyrir okkur hin eru þetta aðeins innan- (tóm orð . . . orð og leiktjöld.. Ða SPonta er leikinn i slíkri sviðsetn- ingu. Tunglsskin, öldugjálfur, blakt- andi pálmatré. Da Ponta vinnur fyrir sér á þennan hátt. — Svei attan, þetta er viðurstyggi- legt, hrópaði Bella æst. — Já, ég er alveg á sama máli, samsinnti Donald. — Ég átti við yður. Það eru skoð- anir yðar, sem eru viðurstyggilegar. Og þér kallið yður sérfræðing í rómantík? Þér hafið enga hugmynd nm hvað rómantík er. — Eigið þér við að ég sé ekki nógu einfaldur og trúgjarn? — Nei, vegna þcss að þér talið :um það háleitasta og göfugasta, sem lífið getur veitt eins og hverja aðra Framhald á hls. 27.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.