Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 19
beygðir til að berjast eins og þessi aðskotadýr". Hann hikaði við, spurði sjálfan sig hvort Þeir hinir mundu álita hann hræddan, „Ef við neitum því að berjast ódrengilega og skorum á þá til drengilegrar baráttu, sahn- ar það að þeir séu huglausir, ef þeir ekki þora. Er það ekki?“ Diesillinn lagði flatian lófann á andlit pelabarnsins og hratt drengn- um til hliðar. „Hvað segir þú um það, Riff ?“ „Gatan er okkar yfirráðasvæði. Það er ekki neitt til að státa af, og mað- ur skyldi halda, að allir létu sér það á sama standa. E'n Porteríkanarnir eru á annarri skoðun. Og ég læt eng- an, alls engan, taka frá mér það, sem er mitt“. „Þú mælir fyrir munn okkar allra", sagði Túlinn. Riff sló hægri hnefanum í vinstri lófa sér, og gaf til kynna að hann tæki þessa traustsyfirlýsingu gilda. „Við höldum yfirráðum okkar hérna í götunni, eins og við höfum alltaf gert“, sagði hann og sló enn og fast- ara, og sumir hinna fóru að dæmi hans. „Og eí þeir beita hnífum, fer ég eins að. Og ef ekkert annað næg- ir til að koma þeim í skilning um þetta, en að rista af þeim hrygg- lengjuna, þá skal ekki standa á mér“. Trölli hló hátt og gjallandi, og lét nú sem hann risti og skæri báðum höndum, en Hreyfillinn smellti fingr- um, hratt eins og hleypt væri af hrið- skotabyssu. Riff var hinn ánægðasti. Það leyndi sér ekki að strákarnir fylgdu honum, allir sem einn og á hverju sem gengi. Jafnvel Nonni pela- barn gerði háa „skothvelli" með munninum í gríð og ergi. „Allt í lagi“. Riff gaf Þotunum bendingu um að taka þessu með still- ingu. „Þar sem við erum hvítir menn og viljum ekki taka upp hinar ó- drengilegu bardagaaðferðir fjand- manna okkar, sé ég ekki annað ráð en við boðum herráð Hákarlanna til fundar við herráð okkar, svo við get- um ákveðið með hvaða vopnum skuli barizt. En ég flyt Bernardo þau skila- boð sjálfur". Enginn hafði neitt við það að at- huga. Riff var foringinn, og þetta Því ein af skyldum hans — ef til vill sú mikilvægasta. „En þú verður að taka undirfor- ingja með þér“, varð Snjókarlinum að orði. Og Hreyfillinn ýtti Malbikaranum og Túla til hliðar og sagði: „Og ég er undirforingi þinn, Riff“. „Nei, það er Tony“, andmælti Riff. Hefði Hreyfillinn ekkert sagt, mundi Riff hafa valið hann sér til fylgd- ar. En nú varð hann að sýna Hreyfl- inum að hann hefði ekki neitt for- ystuvald og gæti ekki neina kosti sett. „Eg fer og tala við hann tafar- laust". „Bíddu við andartak", sagði Hreyf- illinn. „Hvers vegna skyldum við ganga á eftir Tony? Hann hefur yf- irgefið okkur. Við skulum þvi láta hann eiga sig“. Riff varð að sýna þolinmæði, það var líka hverjum íoringja nauðsyn- legt. „Við þurfum á öllum að halda gegn Hákörlunum", sváraði hann ró- lega en með festu. „Tekurðu ekkert tillit til þess, sem ég segi?“ mælti Hreyfillinn enn. „Eða var Tony kannski ekki nógu skýr- mæltur, þegar hann tilkynnti að hann færi úr flokknum?" „Vertu rólegur, lagsmaður", sagði Riff. „Þú ætlar þó varla að reyna að telja mér trú um að þú vitir það ekki, að það vorum við Tony, sem stofnuðum Þoturnar?" Hreyfillinn sá þegar sitt óvænna, þetta var staðreynd, sem ekki varð í móti mælt og hann fann greini- lega að hann stóð einn uppi í mál- inu. Það leyndi sér ekki, að margir af strákunum voru sama sinnis og Riff, hvað Tony snerti — þennan sérvitring, sem kvaddi hópinn fyrir- varalaust, og án þess að bera fram nokkra ástæðu aðra en þá, að gamla konan, móðurmyndin hans, óttaöist svo um hann, Riff var foringinn, staðreynd var staðreynd; Tony hafði stofnað flokinn. „Jæja, en mér finnst hann láta eins og hann álíti sig of góðan til að vera með okkur“, maldaði Hreyf- illinn þó enn í móinn. „Og Þess vegna mundi ég ekki leita til hans, ekki einu sinni þótt ég væri í lífsháska". „Það er flokkurinn, sem gildir, en ekki hver einstakur meðlimur", sagði Riff. „Og ég veit að Tony lítur ein- göngu þannig á málið“. „Það er hárrétt", sagði Nonni pela- barn, þegar hann hafði litið I kring- um sig og sannfærzt um, að enginn hinna náði til hans með hnefanum. „Það er eins með Tony og okkur alla. Hann er stoltur af þvi að vera í hreyf- ingunni". Hreyfillinn spýtti að pelabarninu. „Tony hefur að minnsta kosti ekki sýnt það stolt i fulla þrjá til fjóra mánuði." „Hvernig var það, þegar við tók- um Demantaklíkuna . til bæna?" spurði Snjókarlinn. „Já, hvernig var það?“ tók A- Rabbinn undir við hann. „Okkur hefði aldrei tekizt það, ef pólski úlfurinn hefði ekki verið þar með okkur“. Nonni pelabarn strauk hnakkann. „Eg á það að minnsta kosti honum að þakka, að ég er með óbrotinn hausinn", sagði hann. „Þá er það útkljáð mál“, sagði Riff. „Tony fer með mér til fundar við Bernardo. Hann hefur aldrei brugðizt neinum okkar", bætti hann við og beindi þeim orðum til Hreyf- ilsins, „og hann hefur sömu afstöðu til aðskotadýranna og við allir. Það þori ég að ábyrgjast. Nokkuð annað, sem þú vildir ræða?“ „Já“, svaraði Hreyfillinn. „Hvenær byrjar ballið? Ég kæri mig ekkert um að Porterikanarnir fái að lifa í friði til elli“. „Og þá komum við að því, sem er í rauninni mergurinn málsins", varð A-Rabbanum að orði; hann talaði hátt, svo hann mætti vera viss um að allir tækju vel eftir. „Hvar ætlið þið að finna Bernardo?" Hann tyllti sér á tær og bar hönd yfir augu, eins og hann væri að svipast um eftir formanni Hákarlanna. „Ég sé hann hvergi". Og svo tók hann að hnusa og þefa. „Finn ekki einu sinni ólykt- ina af honum . . . .“ „Það er ofureinfalt mál“, svaraði Riff. „Það er dansleikur í miðhverf- inu í kvöld . . .“ „Rétt“, tóku þeir allir undir. „Og þar skorum við . . .“ „ . . Hákarlana á hólm“, botnaði Riff setninguna. „Bernardo ímyndar sér að hann dansi öllum betur, svo hann kemur þangað áreiðanlega. Og við komum þangað líka . . .“ „Það er nú það“. Trölli lyngdi aft- ur augunum og íhugaði málið. „Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt að miðhverfið sé hlutlaust svæði, og að þeir Schrank og Krupke sjáist þar sjaldan á ferð. Nema þú sért að hugsa um að gera einhverjar breytingar á því, Riff“. „Við látum það liggja á milli hluta í bili“, svaraði Riff. „En verði Bern- ardo þar, kem ég stríðsyfirlýsingunni á framfæri við hann. Nú er áríðandi að við látum líta þannig út, að við séum bara komnir þangað til að skemmta okkur. Við verðum því að bregða okkur í betri fötin og hysja upp um okkur brókunum". Túlinn lét sem hann væri að raka sig. „Hvenær eigum við að mæta þarna?“ „Klukkan hálfníu til níu, svaraði Riff eftir andartaks umhugsun. Hann leit spyrjandi á Hreyfilinn, sem kinnkaði kolli. „Við skulum ekki koma þangað allir í einum hóp“, bætti hann við. „Við verðum að láta það líta þannig út, að við séum eingöngu komnir þangað til að dansa, en ekki í neinum öðrum tilgangi". „Með öðrum orðum — við verðum þá að taka stelpur með okkur". Það var auðheyrt að Nonna pelabarni féll það ekki sem bezt. „Auðvitað“, svaraði Hreyfillinn. „Þú getur boðið Allraskjátu með þér“. RIFF sveiflaði sér yfir girðinguna bak við sambygginguna, hélt síðan eftir miðri götunni og fann talsvert til sín. Þar sem hann var einn á ferð, var öruggast fyrir hann að ganga eftir miðri götunni, þrátt fyrir hætt- una af völdum umferðarinnar. Færi hann eftir gangstéttinni var hættan þar enn meiri, af völdum Hákarlanna, sem allsstaðar lágu í leyni, reiðubún- ir að laumast aftan að honum og rota hann og láta hann svo liggja. Það var mikilvægt fyrir hann að geta mætt á dansleiknum og að hon- um tækist að koma þar fram af slík- um myndugleik og glæsibrag, að hin- ir sannfærðust um að hann gæfi Tony Wyzek ekkert eftir og að hreyfingin hefði því ekki beðið neinn hnekki við það þótt Tony skærist úr leik. Hann hélt leiðar sinnar hröðum skref- um og honum þótti sem hann stækk- aði við hvert spor, unz hann gnæfði yfir umhverfið, gnæfði yfir allt . . . gæti gripið til skýjanna og þurrkað af skónum sínum með þeim. Lakast þótti honum hve siðustu stundirnar yrðu lengi að líða . . . þangað til dansinn væri í fullum gangi og hann gæti flutt Bernardo hólmgönguáskorun sina. Skyldi það geta átt sér stað, að Porterikanarnir þyrðu ekki og létu þeim eftir götuna bardagalaust -— hann vonaði að til þess kæmi ekki. Ef Bernardo vildi halda áfram skæruhernaðinum, en forðast orrustur, mundi ekki verða um annað að gera en varpa ólyktar- sprengjum inn í íbúð hans. Já, var það ekki annars þjóðráð? Það var hólmgönguáskorun, sem ekki varð misskilin — Tony hafði meira að segja dottið þessi aðferð í hug. Þá mundi það berast um borgina og hver einasta óeirðaklíka sannfærast um, að þar hefðu verið kaldir karlar að verki, sem ekki létu sér lynda neitt hálfkák. Maður — þá mundu fjand- mennirnir setja ofan svo um munaði. Sem snöggvast var hann að því kominn að snúa við og ræða þessa uppástungu við Þoturnar, en það var of seint nú að hætta á slikt. Það var nógu hættulegt, sem þeir höfðu í hyggju í kvöld — sprengjuárásin hlaut að hafa það í för með sér, að þeir yrðu að heyja harða baráttu til unadnkomu, ef hún tækist, því ekki var um aðra leið að ræða en niður- stigana í sambyggingunni, og þá var eins víst að þeir lentu ekki aðeins í höggi við Hákarlana, heldur og aðra Porteríkana, sem þar áttu heima. Það var því hyggilegast að láta sér nægja að flytja þeim hólmgöngu- áskorunina þarna á dansleiknum, að minnsta kosti fyrst í stað. Færi svo að Bernardo vildi ekki sinna henni, mátti alltaf grípa til hinnar aðferðar- innar. Riff hlýnaði um hjartaræturn- ar af stolti þegar honum varð hugs- að til þess hvílíkir garpar það voru, sem lutu forystu hans —■ allir könn- uðust við þá og véku úr vegi fyrir þeim, hvar sem þeir fóru. Þannig átti það líka að vera. Þess mundi skemmst að bíða að yfirráð þeirra á götunni yrðu óve- fengjanleg. Þeir mundu verða alls- ráðandi aftur í öllum þeim sam- byggingum sem að henni lágu . . . og síðan smám saman i öllum þeim sambyggingum, sem að þeim sam- byggingum lágu . . . Riff tók ósjálf- rátt að hlaupa við fót. Þoturnar yrðu allsráðandi í hverfinu. Og þótt Tony virtist ekki enn geta gert sér það Ijóst, var það mikill heið- ur sem Riff sýndi horium, þegar hann vildi fela honum forystuna að slíkum framkvæmdum! Riff hægði ferðina aftur. Kveikti sér í sígarettu, saug hægt að sér reykinn, nam staðar fyrir utan búð- arglugga og þegar hann hafði sann- færzt um að ekki yrði annað á honum séð en hann væri öldungis rólegur — og fyrst 'og fremst algerlega á- hyggjulaus, því að sízt af öllu mátti Tony gruna það — tók hann að blístra og hélt áfram göngunni. Fyrir nokkrum mínútum hafði hann gefið hugarflugi sínu lausan tauminn; nú gerði hann sér hins vegar ljóst hvernig fara mundi, ef þeir Bern- ardo hittust á dansleiknum. Hann mundi taka hólmgönguáskoruninni, sennilega ákveða að barizt skyldi með hnífum, eða ef til vill með skamm- byssum. Það var ekki nema vika síð- an Riff hafði hitt einn af Köppunum, en það var undirheimahreyfing, sem starfaði í svertingjahverfinu, og hafði sá náungi hlotið svöðusár frá enni og niður að höku, í hnifaeinvígi við einn af Hákörlunum. Ef til orrustu drægi, var mikils um vert að hafa fengið þessa vitneskju. Það sýndi við hverju mátti búast. Það gerði minna til þótt þeir, Hreyf- illinn og Diesillinn vissu þetta ekki, Það var aðalatriðið að þeir, Tony og hann sjálfur, vissu það. Og Tony mundi haga öllum undirbúningi sam- kvæmt því. Framhald í næsta blaði. Eftir að Porterikanarnir fluttust inn í Vesturhverfið, gerðist þar brátt ófriður mikill með óaldarflokkum innfæddra unglinga þar í hverfinu, „Þotunum“ og aðfluttra, sem kalla sig „Hákarla“. Þótt lögreglan reyni að stilla til friðar, kemur oft til átaka og veitir ýrnsurn betur. Riff hefur forystu fyrir þeim innfæddu, Bernardo fyrir hinum. Þeir innfæddu líta á Portríkanana sem aðskotadýr, en Porteríkanarnir láta hvergi undan síga. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.