Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 29
Bók vikunnar: Enn hallast á. Náttúra íslands. Almenna BókafélagiS, septemb., 1%1. Prentsmiðjan Edtla h.f. íslendingar hafa löngum gengið undir nafninu „söguþjóSin", og sjálfum þótt heiSur aS. Fáar þjóS- ir á byggSu bóli munu vita eins vel sögu sína frá upphafi og ætt- visindi okkar eru sennilega eins- dæmi, þar sem rekja má ætt hvers níilifandi manns að heita má — það er að segja ef hann er af al- islenzkum uppruna —• vel tugöld .aftur, og það nokkurn veginn ör- ugglega, að minnsta kosti livað kven- legginn snertir. Og það er ekki eins og þar sé um þurra nafnaþulu að ræða; ])að er blátt áfram iygilegt hve þeir liðnir íslendingar eru fáir, sem ekki verður eitthvað um vit- að, umfram nafnið, og ekki er ólík- legt að eriendum erfðafræðingum þætti fengur i öllum þeim heimild- um, cf ]>eir vissu af þeim. Á hverju ári kemur út meira og minna af sagnfræðilegum ritum, visindaieg- um og alþýðlegum, og ritum sem tengd eru þeirri fræðigrein að ein- hverju teyti, auk ]>ess sem fjöldi ritgerða um sagnfræðileg efni birt- ist árlega í tímaritum — og jafnvel dagblöðunum. Fá munu þau meiri- háttar atriði í sögu þjóðarinnar, sem ekki liafa þegar verið rækilega rannsökuð, þótt vitanlega megi þar lengi grafa svo eitthvað finnist. Hins vegar hefur ])jóðin lengst »f verið einkennilega ófróð uin land- ið sem hún byggði, nema hvað iiún hefur „verið viss um það“, aS minnsta kosti þegar vel áraði „og vel veiddist", að það væri fegursta iand í heimi. Hún liefur yfirleitt skoðað landið augum skálda sinna, og þegar svo hittist á, að skáldin voru um leið náttúrufræðingar eða lærðir náttúruskoðendur, hefur hún tekið kvæði þeirra um fegurð og tign landsins langt fram yfir niður- stöðurnar af rannsóknum þeirra og alhugunum; t.d. hefur hvert manns- barn á landinu kunnað kvæði Fggerts Ólafssonar, „ísiand, ögrum skorið“ og kvæði Jónasar Hallgríms- sonar, „ÞiS þekkið fold . . . .“, en ferðabók Eggerts hafa fæstir iesið og enn færri einu sinni vitað, að til voru náttúrufræðilcgar ritgerð- ir eftir Jónas. Þjóðin hefur vcrið stolt af Vatnajök'li, stærsta jökti álfunnar, jafnvel lika af Heklu þrátt fyrir allt, dáðsl að Gulifossi og Geysi — en eingöngu litið á þessi náttúrufyrirbæri frá fagurfræðilegu og sögulegu sjónarmiði og kært sig kollótta um náttúrfræðilegar or- sakir þeirra eða eðli. Og þau rit, sem hingað til hafa verið gefin út um náttúru landsins, og nokkuð kveður að, má telja á fingrum sér. Þarna hallast því á . . . Útkoma bókarinnar, „Náttúra ís- lands“, er því sannarlega góður við- burður og þakkarverður, en hún hefur inni að halda fjórtán ritgerð- ir um náttúru landsins, eftir jafn- marga höfunda, sem allir eru sér- lærðir á sínu sviði og hinir nýtustu visindamenn. Raunar væri nákvæm- ara að kalla þrettán ritgerðir af þessum fjórtán erindi, þar sem þær voru fluttar þannig í Ríkisútvarpið á sínum tíma, en nokkuð mun þó Framh. á bls. 27. SPUTNIK n VÉLIN - ER ■■■ FERMINGARGJÖFIN RAUÐA MOSKVA AÐALSTRÆTI 1 VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.