Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 8
FlugvélamóSurskipiS brunaði suðaust- ur Atlantshaf með okkur þessa tuttugu Þjóðvcrja sem fanga og við vissum í raun- inni ekkert, hvert ferðinni var heitið. Aðeins eitt vissum við: Að við vorurri ó- frjálsir menn og við yrðum varla látnir lausir fyrr en að stríðinu afloknu. Það var næstum hlægilegt, hversu vandlega við vorum passaðir og þó vissu þeir, að við gátum ekkert gert. Það varð til dæmis að fylgja okkur vopnaður hermaður, þeg- ar við þurftum að fara á salerni. Það var siglt einhverjar krókaleiðir og tveir tundurspillar fóru á undan. Það var sökum kafbátahættunnar. En það kom ekkert fyrir og við komum til Glasgow og vorum settir út í smábát. Hann sigldi norður með ströndinni og að lokum vorum við settir á land þar sem heitir Glembrander kampur. Þar voru fangabúðir; braggar og há gaddavírsgirðing utan um. Þetta voru frekar litlar fangabúðir á móti mörgum öðrum. Bragginn sem við íslandsmenn vorum látnir í, var stór og ekkert þiljaður sundur. Við sváfum á hálmpokum á gólfinu og höfðum teppi ofan á okkiir. Það var hægt að kynda með kolum og spýtum, en þess þurfti tæpast, því þetta var að sumarlagi. Eins og að Ííkum lætur var lífið ekki ýkja til- breytingarríkt eða skemmtilegt þarna, en það þýddi ekkert að láta það á sig fá. Við reyndum að vera kátir og gera að gamni okkar. Á morgnana fengum við hafragraut og kaffi, en hádegisverðurinn var lítið annað en vatn. Það var súpugutl, sem maður varð saddur af í bili, en jafn svangur eftir stutta stund. Við gátum gengið um innan girðingarinnar, og þegar veður var lilýtt og gott, lágum við á gras- f'öt. Á þessum stað vorum við í tvo mán- uði. Félagar minir voru allir búnir að vera nokkuð lengi á íslandi og við töluðum ýmist þýzku eða íslenzku saman. Ekki höfðum við neitt að lesa og yfirleitt ekk- ert til þess að drepa tímann með. Konstantín í fangabúðum á eynni Mön. Hann þurfti ekki að hafa númer eða vera í fangaklæðum þar sem hann var pólitískur fangi. , í stríði við fjögur heimsveldi. Síðasti hluti. ÍFANG- ELSI HJA BRETUM FIMM ÁR GÍSLI SIGURÐSSON skráði. í greinunum í tveim síðustu blöðum Vikunnar hefur Konstantín Eberhardt, sagt frá uppvexti sínum, þátttöku í fyrra stríðinu í Rússlandi og Frakklandi, búferlaflutningi til íslands, giftingu þar og loks því er Bretar komu og tóku hann fastan 5. júlí 1940 og fluttu hann ásamt öðrum Þjóðverjum til Skotlands. Hér segir Konstantín frá fimm löngum árum í fangelsum í Englandi og Mön. g VIKAN Það kom að því, að við skyldum fluttir í aðrar fangabúðir og hópurinn fór með farþegabíl til Glasgow. Farangur okkar var víst ek'ki fyrirferðarmikiil. En við misstum af test og fengum eina nótt til viðbótar á hálminum í Glembrander kampi. Það voru brezkir offisérar með okkur en þeir lentu á fylliríi og einn úr þeirra hópi týndist. Við vorum fluttir til eyjarinnar Mön. Hún er í hafinu á milli írlands og Eng- lands. Þar voru margar fangabúðir og sumar stórar. Sums staðar voru herfang- ar; þýzkir hermenn, sem teknir höfðu verið til fanga á vigstöðvum. Þeir voru í fangaklæðum og báru númer. Svo voru pólitiskir fangar eins og við. Þeir fengu að ganga í sínum borgaralegu klæðum og þurftu ekki að bera númer. Við íslandsmenn héldum enn liópinn og vorum látnir í sama húsið, en þar voru fieiri fyrir, aðallega Gyðingar. Ég veit ekki, hvers vegna þeir voru látnir sitja inni, en mér féll sæmilega við þá, enda vorum við á sama báti. Það var öllu viðfelldari blær á þessu fangelsi: við sváfum á járnrúmum og höfðum madressur. Það var stór munur. Tvisvar í viku mátti ég skrifa heim og það gerði ég. Hvert bréf mátti vera 24 línur og það var allt lesið áður en það var sent. Ég féklc lílca bréf að heiman og það var líka ritskoðun á þeim. Eng- in skylduvinna var þarna á Mön, en ég hef alltaf verið mjög starfsamur og mér leiddist aðgerðaleysið. Ég fór heldur í eldhúsið og vann þar við uppvask, enda þótt ég fengi aðeins nokkra shillinga fyr- ir. Ég sendi það allt heim, því ég vissi, að þar var þörfin nóg. Á mánuði hverj- um fékk ég eitt pund frá þýzka ríkinu fyrir miltigöngu svissneska konsúlsins og konan min fékk eitthvað smávegis líka. Eftir ])ví sem ég komst næst, var mjög þröngt í búi hjá henni. Hún minntist samt ekki á það í bréfum sinum; hefur líklega ekki viljað hryggja mig með þvi,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.