Vikan - 22.03.1962, Side 14
4. HLUTI.
Það líður að því að þau Tony og María hittist í
fyrsta sinn. Það hefur verið ákveðið einskonar
uppgjör milli Þotanna og Hákarlana á dansleik í
hverfinu. Riff kemur tii Tonys og vill fá hann til
að mæta sem fyrrverandi foringja. Tony er tregur
en lætur til leiðast.
Honum varð enn litið á sjálfan
sig í lyfjabúðarglugganum, kinkaði
kolli til sjálfs síns, reynrti að gera
sig sem hörkulegastan um munninn;
sagði við sjálfan sig, að Þetta hlyti
allt að ganga að óskum. Svo varpaði
hann sígarettunni yfir öxl sér út á
götuna og gekk keikur inn i lyfja-
búðina, lyfti báðum höndum svo lyf-
salinn Þyrfti ekki að fara í neinar
grafgötur um Það, að hann kæmi
hingað alvarlegra erinda en ekki í
því skyni að hnupla einhverju af
borðinu
„Er Tony farinn?“ spurði hann
og leit á klukkuna. Hún var orðin
hálfsex. Afleitt ef hann Þyrfti að
fara heim til Tony, ekki nokkur leið
að tala við hann Þar/
„Hann er úti í garðinum hérna á
bak við,“ svaraði lyfsalinn. Hann var
grannvaxinn, meðalmáður á hæð og
bar kúpt gleraugu, sem hann virt-
ist alltaf eiga örðugt með að hemja
á nefinu. Það voru svitaflekkir undir
höndunum á hvíta sloppnum hans
og hann gekk alltaf með ilskó á fót-
unum og Þjáðist af þreytu, vegna Þess
að ilskórnir veittu fótum hans ekki
nauðsynlegan stuðning. Hann dæsti
og stundi á meðan hann taldi töfl-
urnar í staukana, samkvæmt lyf-
seðlunum. „Hvað viltu honum?“
spurði hann.
„Það er mitt leyndarmál og þín
ráðgáta," svaraði Riff og lét sem
hann ætlaði að þrífa hárgreiðu úr
sýningargrind. „Nei, ég ætla ekki
að stela neinu, ekki nema syni þín-
um og vini mínum. Hvað fær hann
annars í kaup hjá þér?"
„Það er leyndarmál okkar Tony
og þín ráðgáta, ef þú hefur þá nokk-
urn áhuga á að ráða hana," svaraði
lyfsalinn. „Það getur líka vel verið
að mér mætti takast að koma þér í
svipaða vinna, og þá fengir þú að
vita það af eigin raun.“
„Þú segir það,“ svaraði Riff og
gekk út og á bak við lyfjabúðina,
en þar var lítill garður, girtur stein-
veggjum á þrjá vegu. Þar var hlaði
af kössum undan flöskum og glösum
í einu horninu og stórir glerbrúsar
í körfum undan eimuðu vatni. Við
einn vegginn var mikil hrúga af
kassafjölum og alls konar dóti og
drasli, sem Tony hafði borið þangað
upp úr kjallaranum.
„Við hreirsuðum kjailarann í vik-
unni sem leið,“ sagði Tony við Riff.
„Hann vildi aldrei fleygja neinu, allt
varð að geyma. og svo var allt orðið
svo fullt, r.ð hann gat ekki komið
niður í kjallarann án þess að eiga
það á hættu að hálsbrotna. Svo við
gerðum okkur lítið fyrir og bárum
allt draslið hérna út í garðinn. Þú
veizt hvað það þýðir?“ spurði hann
Riff. £1
„Þýðir?“ endurtók Riff, þvi að
hann vildi ekki móðga vin sinn eins
og á stóð með því að koma upp um
áhugaleysi sitt á málinu, enda þótt
hann væri um allt annað að hugsa.
„Að ég verð svo látinn bera þetta
allt ofan í kjallarann aftur.“
„Einhverra hluta vegna er eins og
mér finnst það ekki skipta máli“,
varð Riff að orði.
„Þessir sífelldu, þýðingarlausu
snúningar ætla mig bókstaflega lif-
andi að drepa,“ sagði Tony og varp
þungt öndinni. Sjálfur var hann hissa
á að hann skyldi geta viðurkennt
þetta, án þess að minnkast sín nokk-
uð fyrir. Hann var á sama aldri og
Riff — hví skyldi hðnn því láta sem
hann væri eins konar stóri-bróður?
„Ég er að hugsa um að taka upp
aftur nám í kvöldskólanum; hvern-
ig lízt þér á það?“
„Ég held að þú ættir að fara í
læknisskoðun,“ svaraði Riff. „Sér í
lagi með tilliti til höfuðsins.“ Hann
rétti upp höndina til merkis um að
hann vildi ræða málin i bróðerni,
því að hann sá að Tony hleypti brún-
um. „Hlustaðu nú á mig, Tony,“
sagði hann. „Ég kem hingað í þýð-
ingarmiklum tilgangi. Við ætlum að
safnast saman i miðhverfinu í kvöld
til að ná tali af Bernardo."
„Mér er sagt að hann sé alltaf
að reyna að komast i kallfæri við
ykkur," varð Tony að orði. Hann
brá hendinni að andliti sér og þurrk-
aði af sér svitann, því að molluheitt
var þarna innan garðsveggjanna.
Riff hristi höfuðið. „Ég kem hing-
að til að biðja þig aðstoðar. Mig vant-
ar einhvern, sem getur staðið við
hlið mér, þegar ég skora á Bernardo
til úrslitaorrustu. Nú verðum við að
taka forystuna."
Tony varð þungur á brúnina. „Ef
þú hefur treyst á mig, þá er eins gott
að þú vitir, að það er til einskis ...“
„Vertu ekki með nein ólíkindalæti,"
sagði Riff og lyfti enn um leið hend-
inni, þvi að hann vildi ekki að skær-
ist í odda með þeim. „Þú ert að
gefa í skyn að þú viljir ekki vera
með, en hvers vegna viltu þá ekki
segja mér hvað veldur?“
„Einfaldlega vegna þess, að þetta
er allt svo heimskulegt, að jafnvel
ég kem auga á það,“ svaraði Tony.
„Hlustaðu nú á mig, Riff ...“
„Ég hlusta ...“ greip Riff fram
í fyrir honum. „Eh það er ekkl auð-
velt, vegna Þess að það er ég, sem
spyr.“ Hann lagði höndina á barm
vini sínum og síðan á sinn eigin
barm. „Eg, Riff, þú hlýtur þó að
muna eftir mér? í öllum guðanna
bænum hættu að róta til þessu drasli.
Ég á við þig áríðandi erindi ...“
„Já, ég held nú það,“ svaraði Tony
hæðnislega. „Þið eruð sem sagt að
undirbúa það, að ykkur verði komið
fyrir kattarnef. Og þú þarfnast að-
stoðar við það, ekki satt?“
Riff varð svo undrun lostinn yfir
vini sinum, að hann gekk skref
aftur á bak, til þess að geta betur
virt hann fyrir sér. Það voru ekki
nema fáein ár síðan þeir höfðu svar-
izt í fóstbræðralag og eftir það hafði
ekki gengið hnífurinn á milli þeirra
um langt skeið, þangað til nú. Nú
var eins og bilið á milli þeirra væri
orðið svo breitt, að Riff kæmist ekki
einu sinni í kallfæri við hann.
„Hvað gengur eiginlega að þér?“
spurði hann. „Við höfum þekkt hvor
annan árum saman og ég hélt að
ég hefði kynnzt Þér svo náið, að ekk-
ert í fari þínu gæti komið mér á
óvart.“ Hann hrlsti höfuðið vand-
ræðalega. „Já, ég hélt að ég Þekkti
Þig eins vel og sjálfan mig. Og það
veldur mér sárum vonbrigðum að
sjá, að svo hefur alls ekki verið.“
Tony klappaði vingjarnlega á öxl
honum. „Hafðu ekki neinar áhyggjur
af því, piltur minn; það er ekki þess
virði, það máttu bóka.“
„Ég þykist ekki vera neinn piltur
lengur!“
„Reyndu þá að hugsa og haga þér
eins og fullorðinn," sagði Tony all-
hranalega. Hann benti á kjallara-
dyrnar, sem stóðu opnar upp á gátt.
„Kannski við ættum að skreppa út
að sjónum og fara í bað,“ sagði hann.
„Veiztu það, að ég hef aldrei komið
niður á ströndina? Hvernig lízt þér
annars á það, Riff?“ Það var hrifn-
ing i röddinni. „Við skulum skreppa
út á Rockaway! Við getum synt þar
í kvöld. Hvernig llzt þér á það?“
„Vertu ekki að þessu,“ svaraði
Riff.
„Ég skil,“ varð Tony að orði. „Þú
vilt heldur leika þér með Þotunum.
Þú um það, drengur minn.“ Og hann
bætti við með sérstakri áherzlu:
„Skilaðu kærri kveðju minni til ungl-
inganna."
„Þoturnar eru það eina, sem máli
skiptir," mælti Riff og barði hnú-
unum hart og fast í tóman trékassa,
orðum sínum til áherzlu. „Það eina,
sem nokkru máli skiptir!" mælti
hann hárri röddu og svipaðist um,
rétt eins og hann vildi komast að
raun um hvort nokkur dirfðist
hreyfa mótmælum.
„Þoturnar voru það,“ svaraði Tony
rólega.
„Og eru það,“ endurtók Riff. „Eða
geturðu kannski bent mér á nokkuð
annað, sem er þýðingarmeira?"
„Ekki enn.“
„Hvern fjandann sjálfan meinarðu
með þessu „ekki enn“?“ spurði Riff.
Tony svaraði ekki strax, virtist
hugsa málið. „Ég er ekki viss um að
þú skiljir það.“
„Reyndu mig,“ mælti Riff og barði
sér á brjóst. „Ég er ef til vill skarp-
skyggnari en Þú heldur ...“
Það hafði komið yfir Tony allt
i einu, kvöld nokkurt þegar hann
var einn sins liðs á ferð með neðan-
jarðarbrautinni. Tærandi minnlmátt-
arkennd, sem foringjatignin vann ekki
neinn bug á. Hann fann sárt til þess
hve fáfróður hann var. Auðvltað var
hann kaldur náungi — en hvað
raunverulegt gildi hafði það? Ekk-
ert, bókstaflega ekkert. Hann var
heimskur og fáfróður. Og ef hann
héldi áfram sömu braut mundi hann
alltaf verða heimskur og fáfróður.
Það hlaut að vera eitthvað mikil-
vægara en þetta, sem lífið hafði að
bjóða.
Klukkustundum saman hafði hann
þvælzt fram og aftur með neðanjarð-
arlestinni, og þegar hann sneri að
lokum heim, var komin nótt. Og
þegar hann opnaði dyrnar fannst
honum sem þefurinn af sérhverri
máltíð, sem elduð hafði verið og
framreidd í húsinu, stæði í fang sér,
lyktin af hverri áfengisflösku, sem
þar hafði verið tæmd; hann heyrði
jafnvel óminn af öllum þeim reiði-
og örvæntingarorðum, sem Þar höfðu
verið töluð. Hann hélt leiðar sinnar
upp stigann og upp á þaksvalirnar,
og þar sat hann til morguns.
Daginn eftir sagði hann skilið við
Þoturnar og fékk sér starf í lyfja-
búðinni. 1 rauninni vissi hann ekki
hvort hann vann fyrir laununum, en
hann hafði þó fasta atvinnu, og þótt
þeir Þotufélagarnir væru kannski
14 VIKAN