Vikan - 22.03.1962, Side 27
CONDOR litaðist um á listasafninu
og gætti þess vandlega að láta
ekki á því bera, að hann hefði
neinn sérstakan áhuga á hinu
fræga Tineretti málverki, en i hugan-
um sá hann fyrir sér verðmiðann, sem
ekki var neitt smáræði: 30.000 pund!
Það glampaði á ermahnappa úr gulli,
um leið og hann tók utan um snotra,
ljóshærða stúlku, sem var í fylgd með
honum.
— Nú eru aðeins tvær mínútur, Þang-
að til safninu verður lokað, sagði hann
i ofvæni.
— Það er ágætt að við getum bráðum
tekið til starfa!
— Þú ert ekki í neinum vafa um hvað
þú átt að gera?
— Þetta finnst mér nokkuö langt geng-
ið hjá þér Max, sagði hún gröm. — Það
mætti halda að ég hefði engan áhuga á
fyrirtækinu, viðvíkjandi peningunum
meina ég.
Condor hló með sjálfum sér. Lola ætti
bara að vita, að hann ætlaði að vera
búinn að losa sig við hana löngu áður
en hinn geggjaði listasafnari í Hollandi
hefði borgað hinn stolna Tineretti: „Kon-
an i grasgarðinum“. Hann leiddi hana inn
í salinn, þar sem vatnslitamyndirnar
Sakamálasaga
eftir Ron Davis
voru geymdar. Þau námu staðar við
stóra, nokkuð ormsmogna eikarkistu frá
14. öld.
— Hérna átt Þú að gista í nótt, ástin
mín!
Hún hélt á hitabrúsa og matarskríni,
og smeygði sér niður í kistuna, eins fim-
lega og hún hefði gert áður fyrr, þegar
hún vann sjá sjónhverfingamanni i fjöl-
leikahúsi, og þurfti að smeygja sér inn
og út um skápa og skúffur. Hún leit á
hann, þar sem hún lá á koddanum, sem
var samanvafið minkasláið hennar. Hún
var svo yndisleg, að hann hefði sennilega
orðið ástfanginn af henni, ef hugur hans
hefði ekki verið bundinn við allt annað
— sem sé peninga.
— Ertu nokkuð taugaóstyrk, Lola?
Dökk augun hennar skutu gneistum.
— Ég? Taugaóstyrk?, sagði hún og fékk
sér tyggigúmmí. — Ég hef ekkert á
móti því að dvelja eina nótt innan um
þessi gömlu, rykföllnu málverk. Þau bíta
ekki, og ég veit að þú hefir skipulagt
þetta allt með þinni venjulegu ná-
kvæmni — og það var mikil forsjálni
hjá þér að koma mér fyrir i þessari
gömlu kistu, sem er svo ormsmogin, að
engin hætta er á að ég kafni í henni.
Hann lyfti hendinni í aðvörunarskyni,
þegar safnvörður, sem var að fara fram
í stóra salinn, gekk fram hjá. — Góða
nótt, ástin mín, sagði hann fljótmæltur.
Nú verður þú alls ráðandi í allri dýrð-
inni, þegar starfsfólkið er farið. Við sjá-
umst á morgun!
Hún brosti út i annað munnvikið. —
Sofðu vel i fína hótelrúminu þínu, Max.
Á morgun veitir þér ekki af að vera út
hvildur!
Hann kinkaði kolli. — Ég sef áreiðan-
lega vært, sagði hann brosandi. Síðan
lokaði hann kistunni, og gekk rólega
fram að dyrunum. Á leiðinni til gisti-
hússins, varð honum hugsað til þess, sem
Lola hafði sagt um nákvæmni hans og
forsjálni. Það var orð að sönnu. Hann
hafði byrjað að undirbúa þetta af stök-
ustu nákvæmni, fyrir hálfu ári síðan,
þegar hann las blaðafyrirsögnina: Auð-
kýfingur gefur verðmætt Tinerettimál-
verk. Ný sjúkrahúsálma og stækkun al-
menna bókasafnsins. Hann brosti til
stúlkunnar, sem sat við skiptiborðið í
forsal gistihússins.
— Mig langar til að biðja yður að vekja
mig kl. 5:45 í fyrramálið, ungfrú. Það
er herbergi nr. 23.
•— Ætlið þér að fara svona eldsnemma
sneri sér beint að efninu án þess að
gefa gaum að kvíðasvipnum, sem færð-
ist yfir andlit hennar. — Eins og Þú
sérð, er þetta afar auðvelt. Lola, sagði
hann og fitlaði við smápeninga, sem
hann hafði í vasanum. — Þú þarft bara
að aðstoða mig við að komast yfir eina
smámynd, og þú færð 2000 pund að
launum.
Hún hafði ekki augun af löngum, rauð-
um nöglum sinum. — Mér þykir þetta
leitt, Max, sagði hún að lokum. Ég get
ekki tekið þátt í þessu.
— Þér er ekki alvara, Lola?
Hún brosti. — Lestu ekki blöðin? Það
hvíla einhver álög á þessari mynd. Ólán-
ið hefir elt alla, sem hafa átt hana, og
hún er í okkar eigu, þangað til við af-
hendum hana.
Condor áttaði sig strax. Það var alveg
rétt að auðkýfingurinn, sem hafði arf-
leitt listasafnið að málverkinu, hafði
framið sjálfsmorð, og marga fyrri eig-
endur þess hafði hent einhvers konar
ógæfa. Hann kveikti i sígarettu, meðan
Lola hellti víni í glösin. Hann varð að
reyna að ráða fram úr þessu. Lola var
spengileg og stælt, og mjög vel til þess
fallin, að inna það hlutverk af hendi,
sem hann hafði ætlað henni.
á fætur? sagði hún brosandi. — Þér
eigið kannske annrikt á morgun eins
og borgarstjórinn?
— Hvað eigið þér við?
Hún benti á stórt auglýsingaspjald
á veggnum. — Hann á að opna hina nýju
deild bókasafnsins, og síðan þarf hann
að vera viðstaddur vígsluhátíð í nýju
sjúkrahúsálmunni, og að lokum á hann
að veita málverkinu viðtöku við opin-
bera athöfn á listasafninu. Þetta verður
mikill merkisdagur í sögu bæjarins.
Condor kinkaði kolli með óræðu brosi.
•— Já, svaraði hann hikiaust. — I’að er
ég sannfærður um!
Þegar hann var háttaður, fór hann að
hugsa um, hversu heppinn hann hefði
verið að fá Lolu sér til aðstoðar. Hún
var kæn stúlka, enda Þótt hún væri
nokkuð skapmikil og hjátrúarfull. Hún
hafði legið á legubekknum, þegar stúlkan
hleypti honum inn i ibúðina hennar.
—- Max! hrópaði hún forviða. —
Setztu hérna hjá mér á legubekkinn. Ég
var einmitt að lesa það í stjörnuspánni,
að ég mætti eiga von á manni í heimsókn,
sem heföi einhverja góða tillögu fram
að færa.
— Hún er alveg stórkostleg! Hann
—• Hvað er að heyra til þín, Lola,
sagði hann rólega. — Þú leggur þó ekki
trúnað á slíkan þvætting?
— Það er svo margt, sem við ekki
skiljum, Max, sagði hún. — Gagnvart því
má maður ekki sýna neina léttúð.
— Það var ekkert yfirnáttúrlegt við
sjálfsmorð auðkýfingsins, sagði Max dá-
lítið óþolinmóður. — Kona hans hljóp á
brott með öðrum manni — þetta er ekki
nema það sem gengur og gerist, og ef
þú athugar dálítið nánar, það sem hefir
hent hina eigendur málverksins, muntu
einnig fá raunhæfa skýringu viðvíkjandi
því.
Loksins tókst honum að sannfæra hana,
en það hafði ekki verið auðvelt, en samt
hafði honum tekizt Það, og hann óskaði
sjálfum sér til hamingju með þessi góðu
málalok um leiö og hann lagðist til svefns.
Morguninn eftir vaknaði hann strax
þegar hótelþernan barði að dyrum. Hann
rakaði sig, klæddi sig og snæddi morg-
unverð, síðan hlóð hann skammbyssuna
og gekk út í hálfrokkið dagsljósið. Þetta
var dýrðlegur morgun, sem myndi ná
hápunkti sínum, þegar safnverðirnir
yrðu þess varir, að hin dýrmæta Tiner-
Framhald á bls. 34.
VIKAN 27