Vikan


Vikan - 22.03.1962, Page 40

Vikan - 22.03.1962, Page 40
Hinar vinsælu ITALIC kvensíðbuxur eru nú aftur komnar á markaðinn. Söluumboð : G. Ö. NIELSEN Aðalstræti 8. — Sími 18582. KLÆÐAGERÐIN SKIKKJA Aðalstræti 16. Með lausa skrúfu. Framhald af bls. 22. að undanförnu. Við ættum að fara í brask saman, hveinig.litist þév á það? Eins og i garnla daga. Það var dásam- legt, manstu það . . . Og Þeir hlógu báðir. Grönn og hávaxin þokkagyðia með ljósa lokka, kltedd gullofnum sam- kvæmiskjól, kom til móts við þá. Elún var fögur, en köld eins og marmari. — Við erum orðin of sein, elskan, sagði hún við Jerry. — Gamall kunningi, sagði Jerry og kynnti þau. Tony . . . Dorine . . . Við Tony seldum saman dagbiöð þegar við vorum strákar. Tony rétti henni höndina, en hún lét sem hún sæi það ekki. — Við erum að verða of sein. elskan, sagði hún við Jerry og lét sem hún hvorki heyrði né sæi þennan gamla félaga hans. — Allt í iagi, svaraði Jerry henni. Ég flýti mér allt hvað ég get. Síðan sneri hann sér að Tony. Ég hef aldrei stundarfrið, sagði hann. Komdu með mér .... Það var á meðan hann var að hafa fataskipti, að Tony hreyfði við hann erindinu og sýndi honum teikn- ingarnar og ijósmyndirnar. — öll þessi gistihús eru til sölu fyrir lítið verð, sagði hann. Þau bera sig ekki eins og er. Ég hef hugsað mér að hér yrði gerður fyrsta flokks skemmti- garður með öllum tækjum og Þess háttar og reist fyrsta flokks gistihús. Ræð bara ekki við það einn. Mér var að detta í hug að við stofnuðum hlutafélag .... Jerry leit á teikningarnar og mynd- irnar, skoðaði hvort tveggja af at- hygli og það leyndi sér ekki að hann hafði Þekkingu á þessum hlutum. Sneri sér loks að Tony. — Ég skal segja þér álit mitt, sagði hann. Kall- aði siðan á einkaritarann. — Náið símasambandi við Walt Disney í Hollywood . . . Tony ætlaði ekki að trúa sinum eigin eyrum. Sú Ijóshæðra á gullofna kjólnum kom inn í sömu svifum. —- Við verðum að leggja af stað, elskan, mjálmaði hún. Við megum ekki seinni vera . . . Jerry leit á Tony. — Hún hefur á réttu að standa, mælti hann afsakaði. Við verðum að fresta símtalinu. — Ég hef þegar séð um það, sagði sú Ijóshærða á leiðinni út. Bíllinn bíð- ur, bætti hún við. — Skörp stelpa, Dorine, varð Jerry að orði um leið og hann lauk við fata- skiptin. Tók hana upp af götu minni í Hollywood. Heyrðu — komdu með okkur á veðhlaupin . . . Tony hugsaði sig um andartak. Hann hafði ekki nema þrettán dollara á sér, og það náði skammt ef hann ætlaði sér að taka þátt í veðmálun- um, eins og Jerry mundi eflaust ætl- ast til. Hann kvaðst því þurfa að skreppa heim rétt sem snöggvast en verða kominn til móts við Jerry að stundu liðinni. Hann vissi að ekki var peninga að leita heima, svo hann veð- setti bílinn fyrir fimm hundruð doll- ara. Djarft teflt, það vissi hann mæta- vel. En fyrst hann var kominn í fé- lagsskap við Jerry sjálfan . . . ÞEGAR HANN ruddist gegnum á- horfendaþvöguna, heyrði hann kallað til sín úr stúkunni, þar sem fyrirfólk- ið sat. Það var Jerry. Hann ruddi sér braut þangað og Jerry hliðraði til fyr- ir honum, svo hann gæti setzt. — Gott að þú skyldir koma. Við hðfum strax tapað tveim veðmálum, aagðl hnnn Veðmálasendill kom að stúkunni. Jerry fékk honum fimm hundruð doll- ara. — Ég legg það á þann gráa þarna, númer niu, fyrir brúðuna mína hérna. Og hér eru aðrir fimm hundruð dollarar frá mér . . . Honum varð litið á Tony. — Og hvað um þig? spurði hann. Tony hikaði, en ekki nema brot úr sekúndu, því hann fann augu Jerrys hvíla rannsakandi á sér. — Það er bezt ég leggi fimm hundruð dollara á hann lika, sagði hann og afhenti sendlinum peningana. — Það er kraftur í þér enn, kunn- ingi og Jerry sló á öxl honum. Þetta líkar mér. Hann kallaði á einkaritar- ann, þá fallegu, bað hana að ná í einhverja hressingu handa gömlum fé- laga, sneri sér svo aftur að Tony. Hvað hefurðu annars fyrir stafni hérna? — Það hef ég sagt þér. Ég rek gistihús. — Já, auðvitað hefurðu sagt mér það. Hvað gengur eiginlega að mér? Og þessi hugmynd þín, mér lízt vel á hana. Sú fallega færði Tony drykkinn. I sömu svifum byrjaði áhorfendamúg- urinn að æpa og öskra. Hlaupin voru að hefjast. Jerry virtist ekki hafa nema takmarkaðan áhuga á þeim. — Hvað heldurðu að þetta gistihúsadrasl kosti? spurði hann Tony. Tony opnaði skjalatösku sína og dró upp pappíra með útreikningum. — Ég hef þetta allt hérna, sagði hann. Jerry tók við þeim og athugaði þá-af nthygli. Nú heyrðist ekki mannsins mál fyr- ir öskrum og óhljóðum. Hlaupinu var lokið. Tony teygði hálsinn en sá ekki neitt. — Hver vann? spurði Jerry. — Númer niu, svaraði Dorine. Tony spratt á fætur. Sagði hún númer níu? Hann leit á tilkynninga- töfluna. Það var rétt, númer níu hafði orðið sigurvegari. — Hamingjan góða. Það gerir fjögur þúsund dollara i hlut .... — Biddu nú hægur, sagði Jerry. Þetta er í fyrsta skiptið, sem ég vinn slikt veðmál á ævi minni. Þetta er hamingjutákn, Tony. Það þýðir að samstarf okkar muni gefa góðan pen- ing i aðra hönd. — Á ég að nálgast féð fyrir yður? spurði sendillinn. Jerry kinkaði kolli. — Fjögur þúsund dollarar. Tony trúði varla enn. Feginn hefði hann viljað að þau Mario og Soffia og Ally væru öll viðstödd sem vitni að hinni ótrúlegu heppni hans. Nú hafði ham- ingjan svo sannarlega gerzt honum hliðholl á ný, og það svo um mun- aði . . . Framhald i næsta blaði. 40 VIKAH

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.