Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 5
unni. Finnst þér ég geta leitað til
læknis með þetta, Póstur minn?
Mamma svefnpurkunnar.
— — — Það getur vel hugsazt
að læknir gæti ráðið bót á þessu.
Kannski vantar hana bara víta-
mín og frískt loft, en oft er slík-
ur sofandaháttur ekki annað en
sjálfsvorkunn, og má sama segja
um þetta og reykingarnar hér að
framan — ef viljinn er fyrir
hendi, þá ætti þetta að blessast.
Ef telpan YILL vakna, ætti hún
asskotakornið ekki að þurfa að
sofa til hádegis á hverjum degi.
BRIDGE ...
Kæra Vika.
Við erum að deila um það, ég og
kunningjar mínir, hvers vegna spil-
ið Bridge heiti Bridge. Kannski get-
ur þú skorið úr þessu fyrir okkur,
því annars verðum við að rífast
fram á sumar. Guggi.
--------Ég kann eina skýringu
á þessu nafni, en ég sel hana
ckki dýrari en ég keypti hana:
Þegar spil þetta kom fyrst til
sögunnar, spiluðu tvenn hjón (í
Englandi, minnir mig) þetta spil
mjög mikið. Heimili þeirra voru
sitt hvorum megin við á, og þeg-
ar hjónin fóru að fá sér „slag“
á kvöldin, þurftu þau að ganga
yfir brú (enska bridge), sem lá
yfir ána. Smám saman fór svo
spilið að heita bridge eða brú.
Ég sel þetta sem sagt ekki dýr-
ara en ég keypti það. Kannski
— i-- — Einhvern tíma hefði
einhver komizt við, þegar hann
heyrði þessa sögu. En nú eru víst
peningar orðnir ofar öllu í þess-
um heimi. Einhvern tíma hefði
einhver sagt, að ein nótt með
manninum sínum yrði ekki met-
in til fjár. Einhvern tíma
hefði einhver haft alla samúð
með manninuni þinum, og svo er
kannski enn. Að minnsta kosti
er mín samúð öll með honum.
Ég er satt að segja steinhissa
á því að þú skulir vera að gera
þér grillur út af þessu og skulir
ekki nieta þessa elsku eiginmanns
þíns. Ætli þú hefðir stórt gaman
af því að sofa hjá nokkrum
hundraðköllum?
EIN EÐA TVÆR REINAR ...
Við iþróttavöllinn gam'a er hring-
torg, og er mikil umferð um það
torg. Við sömu götu er annað hring-
torg (Miklatorg) og er einnig mikil
umferð um það. Á Miklatorgi fyrir-
skipar lögreglan tveggja akreina
akstur, og er það gott og blessað.
En á hinu torginu ku víst vera sama
hvernig ekið er. Ég hef spurt lög-
regluþjón um aksturinn á þessu
torgi, og var mér svarað, að það
væri ekki ætlazt til tveggja akreina
aksturs á þessu torgi, en það væri
samt gott ef menn tækju hann upp.
Auðvitað er þetta argasti kjána-
skapur, og ef einn og einn bílstjóri
tæki upp tveggja akreina akstur á
þessum stað, er hætt við að allt
færi í handaskolum.
Viltu ekki benda lögreglunni á,
URIMM
kunna aðrir betri skýringu á
þessu.
VINNUTAP ...
Kæra Vika.
Ég veit það cr kannski asnalegt
að fara að skrifa þér um þetta, en
mér finnst ég ekki geta borið þetta
undir neinn, svo ég leita til þín.
Svo er mál með vexti að maðurinn
minn vinnur stundum norður i
landi (ég hý i Reykjavík). Auðvit-
að finnst mér leiðinlegt að hafa
hann ekki hjá mér. En hann er
farinn að taka upp á þvi stöku sinn-
um að keyra suður til mín, en þvi
miður getur hann ekki verið hjá
mér nema kannski blánóttina. Þetta
er reyndar allra góðra gjalda vert,
en við þurfum vissulega á öllum
peningum, sem við getum náð i, að
halda, og við stöndum bókstaflega
ekki undir þessu vinnútapi. Hann
hefur bíl til afnota, en auðvitað fer
mikill kostnaður í þessar ferðir
lians. Mér finnst auðvitað gott að
fá hann til min, en samt langar mig
einhvern veginn til þess að fá hann
til þess að hætta þessu. Hvernig
get ég fært þetta upp við hann, án
þess að særa hann, Vika mín?
Svaraðu mér ftjótt. Villa.
að fyrir þessu þurfa að vera fastar
reglur. Ég leyfði mér fyrir skemmshi
að aka eftir raiðju þessu torgi. Þá
var einn „tvesggja akreina maður-
inn“ næstum búinn að sníða hliðina
af bílnum mínum, og augnatillitið,
sem ég fékk, var allt annað en upp-
lífgandi.
Takk fyrir. Jói.
EINNIG ÞAR HAFÐI
V I K A N FORYSTUNA.
Hafið þið tekið eftir því, að
á forsíðu þessa blaðs er
stimpill frá félaginu Sölu-
tækni? Þetta merki lætur ekki
mikið yfir sér, en þó markar
það tímamót. Nú þarf ekki
framar neinar ágizkanir um
upptag Vikunnar og annarra
þeirra blaða, sem hafa fatlist
á opinbert eftirlit með upp-
lögum sínum. Þetta snýr auð-
vitað fyrst og fremst að aug-
lýsendum sem þurfa að fá
óyggjandi sannanir fyrir rétt-
mæti þeirra talna, sem blöðin
gefa upp. VIKAN hefur barizt
fyrir þessu máli mest allra
btaða og er nú einnig fyrst
til að birta upplagstöluna
staðfesta.