Vikan


Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 31
„Ög síSan?" spurði karí enn. „Ilér í Malaga rekst maður á skipstjóra á hverju götuhorni. Nei og aftur nei, drengur minn. En talaðu við mig, Þegar þú hefur eignazt skip . . .“ Juan var reiður, þegar hann gekk af þessum fundi. Mildaði það þó huga hans, að honum tókst að ná tali af Mercedes, áður en hann lét úr höfn. „Ég skal bíða þín“, mælti hún. „Þegar ég kem aftur", sagði hann, „sigli ég mínu eigin skipi". Á leiðinni niður að höfninni sá hann hvar hópur krakka gerði að- súg að gamalli sígaunakerlingu, og kastaði i hana ávaxtahýði og skarni. Juan var drenglyndur og auk þess víðsýnni en spænskir almennt, þar sem hann hafði víða farið og mörgu kynnzt. Hann rak krakkana á brott, rétti sígaunakerlingunni nokkra aura og kvaddi hana vingjarnlega. Hún þakkaði honum og mælti: „Launa vil ég þér góðvild þína, ungi maður; ég skal segja þér örlög þín og biðja þér blessunar, því að blessun sígauna er ekki síður máttug en böl- bænir þeirra". Juan hló við og rétti henni hönd sina, en kerling kvað lófa- spár hégóma einn. „Leyfðu mér að lesa í augu þér“, sagði hún og horfði svo fast á hann, að hann hefði ekki getað litið undan þótt hann hefði viljað. „Heitustu óskir þínar munu rætast", sagði hún. „Eignast ég mitt skip?“ spurði hann. „Tuttugu skip heidur en eitt, og meyna, sem þú þráir“. Hann hló enn, þetta sögðu þær allar. „Og hvað lifi ég svo lengi?“ spurði hann. Kerling mælti: Ég skal fá þér verndarvætt, sem forðar þér frá öll- um slysum. En deyja hlýturðu þeg- ar mjöll fellur á götur hér í Malaga á miðju sumri. Svo er skráð i for- lagabók þína . . .“ Að svo mæltu haltraði hún á brott. Juan sigldi til Austur-Indía, þar sem skipstjóri hans lét ódýrar byss- ur og púður í skiptum fyrir auðæfi i silki og kryddi. Það var ábatasöm ferð, en ekki stóð söguhetja vor þó skrefi nær því takmarki að verða skipstjóri, því síður að eignast sitt eigið skip. Siglingin meðfram Afríku- ströndum gekk að óskum, en þegar kom inn á Miðjarðarhafið, skall yfir einn af þessum skyndilegu hvirfil- byljum, sem teljast mega þar sjald- gadir — sem betur fer. Segl skips- ins rifnuðu í tætlur, siglurnar brotn- uðu og súðin lét undan hamremi sjóanna. Juan batt sjálfan sig við brotna rá, fól sig miskunn hafsins og nefndi um leið nafn ástmeyjar sinn- ar, en varð að orði um leið: „Hvar er nú djúki þinn, kerling?" Litlu síð- ar missti hann meðvitund í öldurót- inu. Hann rankaði við sér, þar sem hann lá á hvítum fjörusandi, umkringdur svartskeggjuðum og grimmúðlegum náungum, sem báru hvítar skikkjur og alvæpni. Þeir gáfu honum vatn að drekka, en hann þakkaði þeim fyrir sig á sjóarafrönsku. Þá glottu þeir við tönn, en einn af þeim mælti: „Sparaðu þakklæti þitt. Við fiytjum þig á fund Sakr-el-Drough“. 1 þann tíð var Sakr-el-Drough hinn mikli ógnvaldur eyðimerkurinnar; ræningjasjeik, alræmdur fyrir grimmd sina og glæpi, og mundu flest- ir kristnir sjómenn heldur hafa kos- ið að drukkna í hafi en verða her- fang hans. En Juan Gutierrez var ungur, sauðþrár og þar að auki ást- fanginn -— og þá er ekki að sökum að spyrja. Hann þóttist því viss um að allt hefði góðan endi. Sakr-el-Drough, sá grimmi sjeik, sat í tjaldbúð sinni og drakk kaffi. 1 Á FERMINGARGJOFIN ER I f I J Kodak MYNDAVÉL Á óoýgt 7 CUB. FET (200 lítra) STÓRT FRYSTIHÓLF (40 lítra) SJÁLFYIRK AFFRYSTING Á HJÓLUM (færanlegur) 5 ÁRA ÁBYRGÐ EINKAUMBOÐ: AKURFELL Hallveigarstíg 9 — Sími 24966. Kodak Cresta 3 myndavélin tekur alltaf skýrar myndir. Gefið fermingarbarninu tækií'æri lil að varðveita minningu dagsins. Verð . . Plash-lampi Taska .... kr 275,00 . . kr. 203,00 . . _ 77,00 HANS PETERSEN BANKASTEÆTI. Hann var hræðilegur maður, ekki síður hörkulegur en veiðifálkinn, sem sat á öxl honum. „Hvaða trú ját- arðui?" spurði sá hinn illi sjeik og hvessti augun á fanga sinn. Eins og áður er getið, var Juan skarpgreindur og fljótur að átta sig á hlutunum. Hann var að visu sæmi- lega kristinn, en sá þó enga ástæðu til þess að láta flá sig lifandi fyrir að halda einhverjum kenningaratrið- um til streitu. Hann hvessti því aug- un á þann hinn illa sjeik um leið og hann svaraði: „Ég er þjónn hins almáttka". Og þar eð hann vissi að Bedúinar eru allra manna hjátrúar- fyllstir, bætti hann við: „Og ég á mér djúka, sem vakir yfir mér og verndar mig“. E'kki virtist sá hinn illi sjeik sérlega trúaður á það. „Komst ég ekki einn af, þegar skip- ið fórst i hvirfilbylnum?" spurði Juan. „Og hvar varðveitir þú þennan djúka þinn?“ „Hann varðveitir mig“. „Getur hann borið þig um loftið?" „Ef nauðsyn krefur", svaraði Juan. „Mundi hann grípa þig, ef ég léti kasta þér fram af þakbrún?" spurði sá illi sjeik. „Vitanlega", svaraði Juan og lét sér hvergi bregða —- hugsaði sem svo, að ef út í það færi, væri þó að skömminni til skárra að hljóta skjót- an dauðdaga en liða langar kvalir. Þá mælti sá illi sjeik: „Heyrt hef ég slíks getið, en aldrei séð það VIKAK 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.