Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 11
Sigurður Waage, 34 ára og kunnur fjallgöngu-
garpur, kleif m. a. Hraundranga í Öxnadal.
Verkstjóri hjá Sanitas. Þrektala 41.
syn og meira aSkallandi en margir hyggja. c
f
Þolrannsóknir í skólum.
Svíar urSu fyrstir til að hefja markvissar
þolrannsóknir í skólum. Rannsóknir þessar hóf-
ust 1959 og eru framkvœmdar reglubundið við
10 menntaskóla. Nti eru svipaðar samanburðar-
rannsóknir framkvæmdar í Noregi, Danmörku,
Þýzkalandi og Bandaríkjunum.
Gerð hafa verði skyndipróf við nokkra skóla
i Reykjavík.
Nauðsynlegt er að hefja hér regluhundnar
rannsóknir í skólum. Með þvi er hægt að bera
saman þrek islenzkrar skólaæskti og jafnaldra
meðal annarra þjóða.
Danskur brautryðjandi.
Arið 1920 hlaut danskur lifeðlisfræðingur
Nóbels-verðlaun. Hann hét August Krogh og
mun hafa verið einn mesti uppfinnari og braut-
ryðjandi í vinnulíffræði fyrr og síðar. Hann
fann upp þrekmæli, samnefndan honum „Kroghs
ergometer“. Þessi kraftmælir hefur sennilega
verið til drýgri nota en flest önnur óhöld sem
notuð eru við vinnupróf.
Áhald þetta líkist reiðhjóli og sézst hér á með-
fylgjandi myndum, þar sem verið er að taka
vinnupróf, eða þolpróf eins og það er kallað.
Kroghs-hjólið er nú til í mörgum afbrigðum.
Það er notað fyrir austan tjald og vestan. Við
ýms tækifæri getur það verið nauðsynlegt, að
afla raunhæfra upplýsinga um starfsþrek eins
eða annars, t. d. íþróttamanna á þjálfunarskeiði.
Erlendis eru hermenn þolprófaðir og víða
flugmenn. Á flestum stærri sjúkrahúsum eru
sjúklingar þolprófaðir í margvíslegum tilgangi.
Verksmiðjufólk og fólk i ýmsum iðngreinum er
þolprófað og þannig fylgzt með áhrifum ein-
hliða vinnu á liðan og heilsu.
íþróttamenn eru þolprófaðir og sums staðar
alveg reglulega ár eftir ár.
Hvað er þolpróf?
Að mæla þol manna, er það sama og að mæla
Gestur Einarsson, vélvirki í Steðja, 21 árs gamali.
Reykir ekki en hefur ekki stundað íþróttir í tvö ár.
Þrcktala 33, sem samsvarar meðallagi um fimmtugt.
hæfni þeirra til orkumyndunar á tímaeiningu.
Starfsorka likamans myndast á tvennan hátt:
a) anaerobt, þ. e. a. s. án súrefnis
b) aerobt, eða við bruna.
Við hámarksáreynslu er varir stutta stund,
t.d. nokkrar sekúndur, þegar við hlaupum upp
stiga, tökum spretthlaup, lyftum byrði, o. fl.
myndast starfsorkan fyrir niðurrif orkuríkra
efna, lokastigið er sundurdeiling vöðvaglyko-
gensins anaerobt og myndun mjólkursýru. Ork-
an, sem myndast á þennan hátt getur náð 3—5
hestöflum.
Við langvarandi áreynslu, t.d. allar þolíþróttir,
myndast starfsorka aerobt, þ. e. a. s. næringar-
efnin brenna vegna tilkomu súrefnis og um
leið myndast koldíoxyd og vatn Hin aeroba
starfsorka er háð:
a) hæfni hjartans og blóðrásarfæranna.
b) hæfni öndunarfæranna.
Sem dæmi um afköst hjartavöðvans má geta
þess, að hann dælir blóðinu (4—6 lítrum) eina
umferð á 1 minútu í hvild og slær 40—80 sinn-
um á sama tima.
Við hámarkserfiði dælir það allt að 40 lítrum
á sama tíma, þ. e. a. s. 1 minútu og slær um
200 sinnum eða oftar á mi'nútu.
Um afköst öndunarfæranna er svipað að
segja. Við öndum 5—6 lítrum á minútu i hvíld,
en við hámarkserfiði allt að 150 lítrum á sama
tíma.
Með öndunarloftinu flytjum við súrefnið til
lungnanna og siðan með blóðinu eða réttara
sagt með rauðu blóðkornunum til allra vefja
líkamans, þar sem bruni fer fram.
Saman fer við aukið erfiði:
a) örari hjartsláttur og meira blóðmagn
streymir gegnum hjartað og blóðrásar-
færin á mínútu.
b) tiðari öndun og meira loftmagn er flutt
gegnum önudnarfærin á mínútu.
Mæling ó þolhjóli byggjast á þeirri þekktu
forsendu, að slagafjöldi á mínútu og súrefnis-
upptpaka fylgja samlægum línum.
Þorgeir Guðmundsson, bóndi í Gufunesi
58 ára. Fyrrum handhafi Grettisbeltisins í
glímu og Íslandsmethafi í kúluvarpi og
kringlukasti. Hefur alltaf unnið við land-
búnað og erfiðað mikið. Hann hefur þrek-
tölu 40 sem samsvarar meðalþreki manns
um fertugt.
Séu blóðrásar- og öndunarfærin ekki fær um,
einhverra hluta vegna að auka afköstin frá
hvildarstarfsemi sinni, er viðkomandi heldur
ekki fær um að auka vinnuafköst sín nema að
sama marki og þessi líffæri leyfa.
Efnaskipti 20 ára karlmanns, sem er 80 kg
að þyngd, eru í hvíld 80 kílókaloríur = 80 stór-
ar hitaeiningar á klukkustund. Til að mynda
5 stórar hitaeiningar þarf blóðið að flytja 1
líter af súrefni til vefjanna. Við þurfum þvi um
16 lítra af súrefni á klukkustund til að við-
halda hvíldarefnaskiptunum eða 0,30 litra á
mínútu, þ. e. a. s. 5 lítra af öndunarlofti á mín.
Þvi meir sem einhver getur aukið efnaskipti
sín fró hvíldarefnaskiptingu, þvi meiri er hæfni
hans til mikilla afreka í þoliþróttum.
Hið svonefnda „prófgildi“ einstaklingsins
fæst með þvi að deila þyngd viðkomandi i súr-
efnisupptökuna í lítrum. Notuð er sérstök tafla
fyrir karla og önnur fyrir konur.
Meðal súrefnisupptaka fyrir þjálfaða karla er
Frainhald á bls. 27.
Þeir sem hafa áhuga fyrir því
að fá þol sitt mælt, geta snúið
sér til Benedikts Jakobssonar,
íþróttahúsi Háskólans, og hann
mun gefa allar nánari upplýs-
ingar. Erlendis geta menn feng-
ið þessa þjónustu hjá vísinda-
stofnunum, t. d. annast Lífeðlis-
fræðistofnunin í Stokkhólmi
slíkar mælingar fyrir sænska
atvinnurekendur, sem vilja vita,
hvort menn hafi nægilegt þol
fyrir erfið störf.
vikan xx