Vikan


Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 10
 •ÍlilÍIÍÍÍ M l mm m . : , Pjórir háskólastúdentar á aldrinum 19—21 árs. Þeir stunda leikfimi tvisvar í viku. Þeir hafa þrektölur 29—45 en ættu að hafa 44—51 samkvæmt sænskum meðallagrsút- reikningiim. Stefán Gunnarsson, starfsmaður í Seðlabanka ís- 'ands, 28 ára gamali. Hann reykir og gengur frekar lítið og hefur þrektölu 28, sent samsvarar meðallagi um sextugt. Guðnumdur Gíslason, sundkappi 21 árs. Vinn- ur í Utvegsbankanum. Æfir sund af kappi hvern einasta dag. Þrektala 62. íslendingar eru á góðri leið með að verða þreklaus þjóð. Þrek er mjög fljótt að hrapa niður, sé ekki reynt á líkamann og brunavélin sett rösklega í gang á degi hverjum. Það er engin ástæða til þess að láta þægindin leggja sig í gröfina, en þannig er því varið um fjölda manns. ungra manna sé í lakara lagi. Rannsóknir þessar hafa ekki náð til fjöldans, en það þurfa þær að gera sem fyrst. Kraus — Weber — test. Það mun hafa verið 1953, að dr. Hans Kraus birti niðurstöður af eins konar hæfnirannsókn- um er hann lét framkvæma í Bandaríkjunum og Evrópu. Próf þessi (test) voru upphaflega samin af þeim dr. Hans Kraus og dr. Sonja Weber, til að prófa lágmarks kraft og mýkt, eftir sjúkdóm eða legu, eftir afturbata (konvalescens). Prófin samanstanda af sex léttum æfingum. Dr. Kraus lét prófa 40.000 börn í Bandaríkj- Unitm á aldrinum 6—16 ára. Til samanburðar voru prófuð 2870 börn í Austurriki, Ítalíu og Sviss. Notaðar voru sex umgetnar æfingar. Nið- urstöður prófanna voru birtar í „The New York State Jornal of Medicine". Samkvæmt þeim kom í ljós, að 78,3% af bandarísku börnunum höfðu fallið á prófinu en 8,5 af evrópsku börnunum. Iteiðarslag. Niðurstöður þessar vöktu feikna athygli i Bandaríkjunum og raunar víðar. Eisenhower, þáverandi forseti, leit málið svo alvarlegum aug- iim að hann boðaði til fundar í Hvíta húsinu vor- ið 1954. Fundinn sátu ýmsir af helztu visinda- mönnum Bandaríkjanna varðandi líkamsrækt. — „A nation of softies“. — Forsetinn ákvað að kalla saman nýjan fund og fjö'mennari, er halda skyldi í Denver 27. september 1955. Fundur þessi var aldrei haldinn. F'orsetinn veiktist sem kunnugt er 24. september 1955. — En málið var komið á hreyfingu og því var það £.ð þáverandi varaforseti, Richard Nixon, kailaði saman fund. Hann var haldinn í skóla sjóhersins í Annapolis þann 18. júni 1956. Á fundinum mættu 150 sérfræðingar, læknar, lif- eðlisfræðingar, uppeldis- og sálfrseðingar, sér- fræðingar um líkamsrækt 0, fl. Nixon var forseti fundarins og opnaði hann með langri og ítarlegri skýrslu. Hann sagði: „Þjóð vor er ekki — þjóð þrekleysingja — „A nation of softies“. — En hún getur orðið það, sé ekki verið á verði varðandi kröfur timans. Aðeins markviss þjálfun æskunnar getur kom- ið i veg fyrir hrörnun. — Virk þjálfun i ein- hverri iþrótt er eina leiðin“. Voldug nefnd var stofnuð er skyldi leiða æsk- una inn á brautir hollrar þjálfunar. Áróður fyr- ir likamsherðingu er nú óvíða meiri en i Banda- ríkjunum og ég er sannfærður um að þeir ná settu marki. Bandaríkjamenn starfa fyrir opnum tjöldum, þeir rannsaka og reyna hlutina og taka ófeimn- ir af skarið, þegar það á við. Slíkt er aðals- merki menningarþjóðar. Þessi einföldu próf iiafa ekki aðeins vakið Bandaríkjamenn til umhugsunar um nauðsyn vakandi eftirlits með líkamlegri getu almenn- ings. Þau hafa vakið vel flestar þjóðir hins menntaða heims til umliugsunar um þetta vanda- mái. — Afsprengi nútíma tækniþróunar. Þolrannsóknir í íslenzkum skólum eru nauð- Þrekmæling kemur ekki kröf tum við, og ekki heldur fótastyrk- leika, enda þótt hjólið sé stigið. Það er súrefnisupptaka líkam- ans sem mæld er eða nánast „brennsluvél“ hans. Til þess að framkvæma ákveðið erfiði þarf „vélin“ ákveðið magn af súrefni. Þollaus maður getur ekki tekið til sín nægilegt súrefni til þess að afkasta erfiðinu. 10 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.