Vikan


Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 13

Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 13
„Þú heldur ekkl a8 ég sé elnhver annar, en ég er?“ spurCi hann og rödd hans var heit og þö feimnisleg. „Nei“, svaraði hún. „Ég á við, að þú haldir að við höf- um kynnzt áður?“ Hann spurði lágri röddu, enda þótt hann langaði mest til að hrópa af fögnuði, því að hann fann að leiðir hans og þessarar stúlku mundu aldrei skilja. Því að það var þannig í þessum nýja heimi, þegar piltur og stúlka höfðu bundizt tryggð- arböndum, fékk ekkert skilið þau að eftir það. „Ég veit að við höfum ekki hitzt áður . . . og ég er þvi óumræðilega fegin, að ég skyldi koma hingað í kvöld, sagði Maria. \ Eitt er að hugsa, annað að láta hugsanir sinar í ljós. „Ég segi sama", varð honum að orði. „Ég var i þann veginn að íara héðan. Þá kom ég auga á þig, og þá vissi ég, að ég hafði fengið svar . . Hún vissi ekki hvað hann var að fara „Hvaða svar áttu við?“ spurði hún. „Ég veit það ekki“, svaraði hann hikandi. „Undanfarna mánuði hef ég gengið um eins og í draumi og spurt sjálfan mig hver ég væri, hvaðan ég kæmi og hvert för minni væri heitið. Hvort noklcuð það mundi koma fyr- ir mig á ævinni, sem hefði mikla þýð- ingu fyrir mig. Og stundum hef ég verið svo vonsvikinn . . . fyrirgeföu . . .“ Honum vafðist tunga um tönn. „Ég býst varla við að þú skiljir mig, en það er eins og ég óttist, að ég muni missa af einhverju . . .“ „Ég held ég skilji hvað þú átt við“, svaraði María í fyllstu alvöru. Augu hans voru svo einkennilega fögur. Og hún hafði aldrei heyrt neinn skýra jafnljóst það, sem henni sjálfri bjó í brjósti. „Ég skil það áreiðanlega . .“ Hún hikaði við, en hélt svo áfram. „Ég varð gripin sömu tilfinningu i flugvélinni á leiðinni hingað". „Ég hef aldrei farið neitt með flug- vél“, sagði hann. „Það hiýtur að vera dásamlegt ..." Tony veitti því athygli að tónlist- in var þögnuð, og svo vel vildi til að einmitt þá voru Þau stödd hjá bekk.sem stóð afsiðis i horni „Furðu- legt“, varð honum að orði, þegar þau voru setzt. „Það er eins og þú vitir hvað ég hugsa, áður en ég hef komið orðum að því . . .“ Hendur hennar hvíldu á bekkbrúninni og hann lagði sinar hendar ofan á þær. „Þér er kalt á höndunum", sagði hann. „Þér iíka“, svaraði hún. Hún losaði siðan aðra höndina með hægð og snart vanga hans, eins og hún hafði áður snert vanga Chinos þetta kvöld. Hörundið var hrjúfara og ekki heit- ara, en það var eins og gómar henn- ar hefðu snert óvarða rafleiðslu, „Þér er heitt á vanganum", sagði hún. Og Tony tók í sig kjark og dirfð- ist að snerta vanga hennar. „Þér líka“, sagði hann. Maria brosti. „Það er vitanlega ekki nema eðlilegt", sagði hún. „Það er jafnheitt á okkur báðum. Og það er heitt í kvöld; það . . .“ Hún fann ekki orðið. „Það er mollulegt". Hann gat sér til um orðið og var feginn því að hún kinkaði kolli. „Já, einmitt", sagði hún og var honum þakklát fyrir. „Og þó er það ekki fyrst og fremst veðriö, ekki hit- inn umhverfis okkur, ekki það . . .“ „Veiztu hvað ég sá fyrir hugskots- sjónum mínum, þegar þú sagðir þetta?“ spurði hann. „Flugelda . . . óumræðilega litfagra og bjarta flug- elda . . . hér, hið inra með ok;kur . . . Sérö þú þá líka?" „Já, þeir eru dásamlega bjartir og fallegir . . .“ „Þú mátt ekki gabba mig . . . Sérðu þá . . . í raun og veru?“ spurði hann ákafur. María dró krossmark sér við hjarta- stað. „Ég held að ég hafi aldrei gabb- að neinn eða blekkt. Og ég vona það, að slíkt hendi mig aldrei . . .“ Flugeldarnir þeyttust hærra og hærra, skin þeirra varð stöðugt lit- ríkara og bjartara. Tony lyfti hendi hennar ósjálfrátt að vörum sér og kyssti hana. Og Maria skalf og titraði við snertingu hans. Hann hallaði sér að henni, andaði að sér ilminum úr hári hennar og hún bauð honum ósjálfrátt þvalar og opnar varirnar. Bn áður en hann fengi snert þær, var þrifið í öxl hans, svo snöggt og hart, að við sjálft lá að hann félli út af bekknum. En hann hafði ekki staðið árum saman í róstum og götubardögum til einskis. Viðbrögð hans voru orðin svo Þjálfuð og hröð, að hann hafði sprottið á fætur áður en hann vissi sjálfur af og kreppt hnúana til höggs. Af högginu varð Þó ekki, því að hann sá að Bernardo, sem borið hafði þarna „Rólegur, Bernardo", sagðl Tony og lyfti um leið hægri hendi til merk- is um það, að Maria mætti treysta því, að hann færi ekki aö stofna til óeirða. Bernardo beit á vörina. „Láttu syst- ur mína kyrra", sagði hann. Síðan sneri hann sér að Mariu. „Sástu ekki að hann er einn af þeim?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði hún. „Ég sá einungis sjálfan hann, og hann hefur ekkert rangt aðhafzt." Bernardo gaf Hákörlunum merki um að koma til sin, og Tony sá Chlno nálgast hröðum skrefum. „Hef ég ekki sagt þér það margsinnis að það er ekki nema eitt, sem þessir Kanar vilja ykkur“, spurði Bernardo syst- ur sína. „Því lýgurðu eins og þú ert lang- ur til“, sagði Tony. „Láttu hann hafa það svikalaust", mælti Riff eggjandi og tók stöðu við hlið Tony. Chino klappaði á öxl Bernardo, gekk framar og nam staðar frammi fyrir Tony. Mjög fölur og ákaflega rólegur, að þvl er séð varð, virti hann þennan hávaxna og glæsilega, banda- ríska pilt fyrir sér. „Komdu þér á burt", sagði hann og lét ekki neitt Murray Benovrits heyrði sjálfan sig kalla háum rómi; „Rólegir fyrir alla muni, drengir . . . Þetta gekk svo ljómandi vel. Hvernig stendur á því að þið hafið svo mikið gaman af að koma illu af stað? Þið hljótið að getað skemmt ykkur án þess . . .“ Hann gaf aðstoðarmanninum merki um það í slfellu, að láta nýja hljóm- plötu á spilarann. „Og nú farið þið öll aftur í dansinn", hrópaði hann. „Þið gerið það fyrir mig . . .“ Bernardo leiddi systur sína yfir á þann helming gólfsins, sem Hákarl- arnir höfðu lagt undir sig. Sleppti ekki takinu á úlnlið henni. Hinni hendinni varð hann að halda 1 vas- anum, svo honum yrði það ekki á að reka systur sinni löðrung. Aldrei hafði hann orðið fyrir slik- um vonbrigðum. Það var eins og bezti vinur hans hefði laumazt aftan að honum og stungið hann rýtingi í bak- ið. Hvað hafði fengið hana, systur hans, sem hann unni mest, til að haga sér þannig? Einhver ótíndur Pólverjastrákur . . . „Við hefðum aldrei átt að leyfa þér að koma hingað", mælti hann reiðilega. „Var ég ekki búinn að segja þér að láta sem þú hvorki sæir þá né heyrðir? Hvað gengur eigin- að, laut að stúlkunni á bekknum. Og þar með var undraheimur hans lagður í rúst á einu vetfangi. Hann mundi það nú, að hann hafði ein- mitt séð þessa stúlku koma inn í fylgö með Bernardo, og nú vissi hann að hún var systir hans. Og Tony varð í senn furðu og skelfingu lostinn . . . skelfdur er hann sá fram á, að hann mundi ef til vill glata því, sem hann hafði fundið dýrmætast. ..Hypjaðu þig heim, Amerikani", hreytti Bernardo út úr sér. á ótta sínum bera. „Láttu hana í friði . . .“ „Vertu ekki að skipta Þér af þessu, Chino", mælti Tony reiðilaust, en hélt síðan á brott, vegna þess að hann ótt- aðist að annars yrði Maria að hverfa á brott úr danssalnum. Bernardo greip föstu taki um úln- lið systur sinni. Leiddi hana á brott með sér. „Ég þarf að tala við þig . . .“ „Kannski þú þurfir líka að tala við mig“, hvæsti Riff að honum. „Til er ég i að koma hérna út fyrir . . .“ „Riff“ — George Chakiries ingi yfir Þotunum. for- lega að þér? Skilurðu ekki spænsk- una lengur, eða hvað?“ Chino rétti Mariu vasaklútinn sinn, og hún þerraði augun. „Vertu ekki svona byrstur við hana, Bernardo", mælti hann biðjandi. „Maður verður að vera byrstur við krakkabjána, ef þeir eiga að hlýða“, sagði Bernardo. Framhald á bls. 36. TIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.