Vikan


Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 38
Italic kvensíðbuxurnar fyrir sumarið. KLÆÐAGERÐIN SKIKKJA Aðalstræti 16. Söluumboð : G. Ö. NIELSEN Aðalstræti 8. — Sími 18582. Með lausa skrúfu Framhald af bls. 24. Og allt í einu féllust þeir í faðma. Þrýstu hvor öðrum að sér. Og báðir grétu. — Ég vil alls ekki yfirgefa þig, pabbi, sagði Ally. Þú mátt ekki láta mig fara. Ég skal hætta þessu sí- fellda nöldri, bara ef ég fæ að vera um kyrrt hjá þér. Má ég Það, pabbi? — Hvort þú mátt .... Ally, dreng- urinn minn .... Um sama leyti stóð yfir ráðstefna úti í bílnum. — Gefa honum, sagði Mario. Hjálpa honum? Þegar hann hefur komið undir sig fótunum, þá er velkomið ég hjálpi honum eitt- hvað. Fyrr ekki .... — Já, en þá hefur hann ekki neina þörf fyrir hjáip þína. Það er núna, sem hann þarf hennar með. Svo hann geti komið undir sig fótunum, skil- urðu .... — En ef það kemur ekki að neinu haldi? Ef hann sóar peningunum Og allt fer á sömu leiö? — Ojæja; hvað skaðar það okkur. Það verður kannski eitthvað minna, sem við látum Júlíusi I arf. Þar hitti hún á auman blett. Mario hafði ekki sérlegt dálæti á Júlíusi, þótt honur hans væri. Hann dró upp ávísanaheftið. Hvað skyldi hann þurfa mikið. Mario lokaði augunum. •—• Tony, kallaði hann. Talaðu við mig nokkur orð. Hvað þarftu mikið — en ég skal láta þig vita það, að þetta verður i síðasta skiptið, óaftur- kallanlega .... — Ég hef ekki þörf íyrir neina aðstoð, svaraði Tony. •— Hvað segirðu um .... Mario var byrjaður að skrifa áyísunina, en skyndilega stöðvaðist penninn í hönd- um hans. Hefurðu ekki þörf fyrir neina aðstoð, hvað áttu við? — Ég kæri mig ekki um neinar ölmusur. Ég hlýt að geta unnið fyrir mér eins og aðrir heilbrigðir menn. Hafðu ekki neinar áhyggjur af mér. — Þú hefur ekki neina þörf fyrir .... Mario var í senn vonsvikinn og móðgaður. Soffía, kallaði hann. Hann hefur ekki þörf fyrir neina að- stoð .... — Ekki það? Ágætt .... -—• En ég er þó bróðir þinn, mælti Mario og það brá fyrir bænarhreimi i röddinni. Eins og þú þurfir nokkuð að fyrirverða þig, þótt þú þiggir af mér nokkra dollara. — Komdu, sagði Soffía. KomdU, Mario. Bíllinn kostar peninga. Og svo var enn kvaðzt og kystzt. Mario og Soffía settust inn í bilinn og bíllinn ók af stað, en Ally, Tony og frú Rogers stóðu á gangstéttinni, veifuðu þeim í kveðjuskyni og horfðu á eftir þeim. Og síðan varð löng og lamandi Þögn. — Heyrðu mig annars, sagði Tony og sneri sé rað frú Rogers; hvernig væri að við kæmum og fengjum okk- ur kaffisopa. — Þakka Þér fyrir, sagði hún. —• Þú færð mjólk, sagði Tony og sneri sér að Ally. —• Mjólk .... Ally gretti sig, en sagði ekki neitt. Tony tók undir hönd þeim báðum og leiddi þau af stað eftir gangstétt- inni. — Mjólk sagði ég, endurtók hann við Ally. Þú verður að borða og drekka, svo þú verðir ekki alltaf svona horaður, heyrirðu það .... Alit í einu nam Tony staðar. Smellti með fingrunum. Enn ein af þessum stórkostlegu hugmyndum. — Hlustið nú á mig, sagði hann. Það er dálítið, se.n mér datt í hug. Hvernig litist ykkur á að við settum á stofn verksmiðju, sem seldi mjólk á flöskum, þannig blandaða, að hún væri með sterku kaffibragði. Hver e'nasti strákur í landinu, sem þykist upp úr því vaxinn að drekka mjólk .... stórkostleg hugmynd .... Ally fór að hlægja. Reyndi að stilla s:g, en gat Það ekki. — Að hverju ertu að hlæja, st.ák- ur? spurði Tony og var móðgaður. — Það er alltaf sama sagan, svar- aði Ally. — Reyndu að binda skóreimarnar þír.ar, siiíng dóm-ri, sagði Tony. Þeim fer-t ekki að dæn.a eðra. sem ekki hafa hirðu á að binda sína eigin skóreimar. Ally leit. niður. Þetta var satt. Hann hafði gleymt að hnýta skóreimarnar. Hann nam staðar, laut niður. Þau Tony og frú Rogers héldu á- fram. Leiddust. — Finnst þér líka að þetta sé hlægi- leg hugmynd? spurði Tony. •— Síður en svo, svaraði frú Rogers. Mér finnst þetta aðdáunarverð hug- mynd. Ally horfði á eftir þeim. Honum lá ekkert á. Þau voru svo niðursokkin í samtalið, að þau veittu honum ekki neina athygli. Einhverra hluta vegna varð Ally litið um öxl. Þarna stóð Frank gamli 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.