Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 27
Þrekleysi íslendinga.
Framhald af bls. 11.
Hér aést, hvernig viðnámið á hjól-
inu er stillt. Flestir eru mældir á
300 kp.
58 ml/kg (millilítej- per kilógramm
líkamsþyngdar) en fyrir konnr
48 ml/kg.
Prófgildið er því betra, sem það
er bærra fyrir ofan þessar tölur og
þá um leið ]iví lakara, sem það er
lengra fyrir ne'ðan.
Konur eru venjulega prófaðar á
600 kgm/min., en karlar á 900 og
1200 kgm/mín., sé um þjálfað fólk
að ræða. Prófi er liætt, ef hjartaslög-
in fara yfir 170 á min. og viðkom-
andi talinn óþjálfaður, hafi prófið
verið tekið á 600 kgm/mín fyrir
konur og 900 kgm/min. fyrir karl-
menn.
Ég sýni hér dæmi í töfluformi og
töflurnar eru aftast í greininni. Á
töflu I er sýnd súrefnisupptaka i
hvíld og við stigandi erfiði, hvernig
hjartaslögum fjölgar á mínútu við
vaxandi erfiði og loks hitastig við
vaxandi erfiði. Er þarna gerður sam-
anburður á verkamanni í vélsmiðju
og íþróttamanni sem yfirvinnur á-
lag, mismunandi að þyngd.
Á töflu II sýni ég dæmi um þol
manna, annars vegar, ér stunda ýms
störf og hins vegar þol íþrótta-
manna.
Samanburður þessi er gerður bæði
í gamni og alvöru. Þeir sem voru
prófaðir voru teknir af handahófi.
En þeir voru:
a) fjórir stúdentar er stunda leik-
fimi tvisvar i viku.
b) þrir þolíþróttamenn er æfa fyr-
ir hlaup.
c) menn frá ýmsum starfsgreinum,
á ýmsum aldri, sem engar
iþróttir æfa. 1 bóndi, 1 bifreið-
arstjóri, 2 vélvirkjar og 1 skrif-
stofumaður.
Taktmælir, sem segir til um þann
hraða, sem stíga á hjólið með.
ÞURFUM VIÐ Á ÞREKI
AÐ HALDA?
Erfiði verður ekki afkastað til
lengdar án bruna i vefjunum, og
bruni verður ekki án tilkomu súr-
efnis.
Á töflu I er vinnan skilgreind,
að vísu á mjög grófan hátt. Við
miðlungserfiða vinnu geta skorp-
urnar orðið svo erfiðar að þær
krefjist allt að 2,0 1. súrefnis á min-
útu. Sá sem ekki er fær um að
taka meira upp af súrefni á min.
en 2,0 1. er þá við hámark getu
sinnar.
Vinnulíffræðingar sem vinna á
vegum iðnaðar- og verksmiðju-
manna telja það æskilegt, að hæfn-
in til súrefnisupptöku sé helmingi
liærri en þær kröfur sem álag
vinnutoppanna gerir til viðkomandi
starfsmanns.
Dæmi: Útheimli vinnan 2,0 súr-
efnisupptöku á min., sé æskilegt að
hámarksgeta viðkomandi til súr-
efnisupptöku sé 4;0 1/mín., þ. e. a. s.
hclmingi hærri en vinnuálagið út-
heimtir.
VÍTAHRINGUR ÞREKLEYSISINS.
Sá scm daglega erfiðar í vinn-
unni að hámarki verður fljótlega
haldinn þreytu og leiða. Sifelld
Jireyta lamar heilsuna og tömuð
heilsa verkar á vinnugetuna. —
Aflciðingin verður „stress", sjúk-
dómur tuttugustu aldarinnar.
„CONDITIO SINE QUOR NON“.
Á visindaráðstefnu í Mainz 23/10
‘58 var þrekið skilgreint svo: Vanti
þrek, vantar allt.
Það þarf þrek til að lifa lifinu
— ]irek ti! að sitja og standa, ]irck
til að luigsa og tala, ]irek til að
muna, Jirek til að starfa, livert sem
starfið er, þre-k til að skemmta sér,
þrek til að vera ekki leiðinlegur
og þrek til að vera leiðinlegur.
Þrek fæst ekki nema með þvi
einu, að reyna á sig. Að reyna á
sig, næstuin ]>vi að hámarki öðru
hvoru, cr skilyrði þess að likaminn
T a f 1 a I. SÚREFNISUPPTAKA í HVÍLD OG VIÐ VAXANDI ERFIÐI
Vinnuálag: Hvíld Mjöglétt Létt Miðlungs Erfið Mjög Afar íþróttir
vinna vinna vinna vinna erfið érfið létt erf.
Súrefnisupptaka i líter pr. min. ..0,25—0,30 0,5—0,1 1,0—1,5 1,0—1,5 1,5—2,0 2,0—2,5 2,5 1,5 6,0
Hjartaslög pr. mín................. 40—80 75 75—100 100—125 125—150 150—175 175 100 200
Hitastig .......................... 37,0° 37,5° 37,5-38° 38-38,5°38,5—39° 39-39,5° 39.5° 38° 39°
Taflan sýnir annars vegar vinnuálag i vélsmiðju og hins vegar álag við íþróttir. Hún sýnir einnig að
hjartasláttur eykst, með vaxandi erfiði. Hún sýnir að lokum að hitastig líkamans hækkar með vaxandi
erfiði, að vissu marki. I
Tafla II. SAMANBURÐUR Á S ÚREFNISUPFTÖKU.
Skilgreining Aldur Hæð Þyngd Súrefnis- upptaka. L/min Súrefnis- upptaka i ml/kg af þyngd Æskileg súr- efnisupptaka miðað við ald- ur, samkvæmt Ástrand. Meðalgildi
a) Háskólástúdentar. Tala 4. 20,5 ár 19—21 179 cm 174—186 76 kg 75—77 2,8 2,2—3,4 38 29—45 44—51
b) Þolíþróttamenn Tala 3. 23,3 ár 22—24 177 cm 175—178 70 kg 68—72 4,7 4,1—5,2 67 57—72 44—51
c) Ýmsar stéttir. Tala 5. 46,8 ár 21—58 174 cm 168—184 80,4 kg 69—89 2,6 2,1-3,4 33 28—40 36—43
Sýnishorn þetta er svo litið að
naumast verða dregnar af því nein-
ar ályktanir. Prófin benda þó ótví-
rætt í þá átt, að þrek manna sé
lltið, miðað við það sem æskilegt
væri. Sýnt er bæði meðaltal og
hæsta og lægsta tala fyrir neðan. 1
siðasta reitnum eru sýnd æskileg
súrefnisupptaka á mínútu á kg
likamsþyngdar, hámarkskæfni mið-
að við aldur. Hæfnin til súrefnis-
upptöku fer minnkandi með aldr-
inum. Tölurnar eru teknar úr töflu
eftir Ástrand, 1961.
hrörni ekki fyrir aldur fram. Að
verða móður einu sinni á dag við-
heldur öndunar- og blóðrásarfær-
unum og um leið heilsu og þreki.
Það er þjóðhagslega mikilvægt að
saman fari almanaksaldur manna
og lifeðlisfræðilegur aldur. Tafla
li sýnir að svo er ekki. — Hvar
stöndum vér? Úr þvi verður aðeins
skorið með rannsóknum.
Séum við ekki, þá meguin við
ekki verða það sem Bandaríkja-
menn katla — A nation of softies",
þreklaus þjóð.
Benedikt Jakobsson.
Ungfrú
Yndisfríð
Hvar er örkin
hans Nóa?
Síðast þegar dregið var htaut
verðlaunin:
KAROLlNA PÉTURSDÓTTIR.
Seljavegi 3, Reykjavík.
Nú er það örkin hans Nóa, sem
ungfrú Yndisfrið hefur falið
i blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gcrðinni Nói.
Nafn
Hcimilisfang
Örkin er á bls. Simi
VIKAN 27