Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 30
Heildsölubirííðir:
Kristján Ó Skagfjörð
Spænski fanginn.
Framhald af bls. 7.
snillingur; ég umsteypi og endurmóta
bað hversdagslega. Sérkennileg frá-
sögn, sem ég heyrði, féll eins og lít-
ið fræ í frjósama jörð hugsunar minn-
ar — fræið að Monte Cristo. Ég leyfði
því að spíra og skjóta rótum, bæði
hérna og hérna . . Hann strauk
um enni sér og barm og einn hnapp-
urinn sprakk af vestinu hans. „Og
nú ætla ég, min fagra gyðja, að
segja yður þessa litlu sögu, sem varð
upphafið að því verki, sem rang-
lega er talið mesta skáldsaga á vorri
öld . . . Já, ranglega, monsieur Oui-
met. Skytturnar þrjár eru mesta
skáldsaga á vorri öld, Greifinn af
Monte Cristo sú næstmesta . . . ég
veit takmarkanir mínar, monsieur,
og viðurkenni þær“.
Og síðan hóf Dumas frásögn sína.
öðru hverju þagnaði hann við, bauð
hinni fögru leikkonu ávexti úr skál,
svalg að sér andrúmsloftið í litla
herberginu, þar sem við sátum, svo
hinn mikli barmur hans Þandist út;
tók svo aftur til við frásögnina, þyrrk-
ingslega og hrifningarlaust og dró
um leið, eins og óafvitandi, strik-
myndir af hnífum, skeiðum, ávöxt-
um og bikurum á borðdúkinn . . .
° o °
. . . Við kynntumst fyrir þrjátíu
árum, á Malaga að vori til. Spánn
er dásamlegt land, en Spánverjarnir
sjálfir ullu mér nokkrum vonbrigð-
um; þeir eru afbrýðisamir eins og
Márar og loka konur sínar inni. Ég
á þar vitanlega við spænska aðals-
menn. En jafnvel búðarlokurnar,
smiðirnir, fiskimennirnir, ökumenn-
30 VIKAN
irnir, rakararnir, þeir sem lægst eru
settir og minnst mega sín, grípa skjótt
til hnífsins ef einhverjum verður það
á að gefa konu þeirra hýrt auga.
Mér leið því aldrei fyllilega vel á
Spáni. Það er eina landið, að Korsíku
undanskilinni — en þar eru karlmenn
ámóta frumstæðir — þar sem ég
hafði alltaf tima aflögu.
Með öðrum orðum — mér leiddist.
Ég reikaði um hafnarbakkana, virti
fyrir mér sjómennina og skipin og
át chirimoyur, en þær eru allra
ávaxta sætastar. Það er sagt að manni
sé bráður bani búinn, ef maður etur
tíu-tólf chirimoyur á dag í hálfan
mánuð. Mundi ég þvi ekki kjósa ann-
an dauðdaga fremur, þegar uppi eru
dagarnir, en af gefa upp öndina í
örmum ástmeyjar með chirimoyu-
bragð i munni mér, og óminn af tón-
list Rossini í eyrunum. Jæja, en hvern-
ig sem á þvi stóð, beindist athygli
mín brátt að einu skipi þarna öðrum
fremur — kaupskipi, sem bersýnilega
var komið til ára sinna, en var engu
að síður hið glæsilegasta, fagurlega
steint og skreytt listilega skorinni
stafnmynd, yndislegri mey í brúðar-
klæðum. Skip þetta hét „Mercedes".
Og sem ég stóð þarna og dáðist með
sjálfum mér að hinu fagra fleyi, var
ég ávarpaður djúpum, sterkum rómi.
„Yður lízt skip mitt glæsilegt, senor?"
Ég leit við og sá hjá mér standa
herramann nokkurn, sem vel hefði
getað verið Don Quixote sjálfur, svo
hár var hann vexti, grannur og lima-
langur; sá var þó munurinn að hann
var skartklæddur, fötin úr vönduðu,
svörtu efni og hvítir knipplingar í
hálsmáli og um úlnliðu, og göngu-
stafur hans var gerður úr gljásvört-
um ibenviði með gullhnúð að ofan.
Ég veitti höndum hans sérstaklega
athygli; sinarnar voru eins og stál-
strengir og báru vitni furðulegum
kröftum, og þótt hann væri hinn
hæverskasti í framkomu, var röddin
hörkuleg, næstum því hrjúf.
Ég skýrði honum frá því eins og
ég gat bezt, að mér þætti skip hans
glæsilegt, en þó væri ég sér í lagi
húgfanginn af stafnmyndinni, sem
mér þætti hin fegursta. Hann fremur
glotti en brosti, sennilega að spænsku
minni — svaraði á frönsku með á-
berandi spænskuhreim: „Jú, stafn-
myndin er falleg. En ekki kemst hún
samt í hálfkvist við fyrirmyndina,
en skipið ber nafn hennar".
Við sögðum hvor öðrum til nafns,
og ég komst að raun um að þetta
var Juan Gutierrez, veilauðugur
skipaeigandi og kaupmaður. „Ef
monsieur Dumas vildi gera mér þann
heiður", mælti hann enn að kynningu
lokinni, „að snæða með mér lítil-
fjörlegan miðdegisverð á heimili
mínu, væri mér það sönn ánægja að
mega kynna yður konu minni".
„Það boð þigg ég með þökkum,
senor", svaraði ég.
„Ef ég mætti þá gerast svo djarfur
að senda ekil minn eftir yður um
áttaleytið, þótt vagninn minn sé ekki
sélegt farartæki . . .“
Samkvæmt þessu hefði mátt gera
ráð fyrir, að ég yrði sóttur í asna-
kerru til þess að snæða ormsmognar
baunir úr trogi í sótroknum kofa.
Vagninn reyndist þó hið vandaðasta
og viröulegasta ökutæki, gljásvart-
ur með gullnum skurði, dreginn af
fjórum brúnum gæðingum. Við nám-
um staðar úti fyrir stórhýsi einu,
sem stóð í fögrum trjágarði, um-
girtum háum múrum, en hliðgrind-
urnar voru úr undnu smíðajárni og
stóð vörður þar fyrir innan; hafði
hann tvo gimmdarlega hunda sér til
halds og trausts, mikla sem ljón.
Ég var leiddur inn í íburðarmikil
salarkynni, þar sem gat að líta sjald-
gæíustu dýrgripi frá öllum löndum,
en athygli mín beindist þó þegar að
málverki einu miklu, sem hékk þar
á vegg. Það var af ungri konu, ber-
sýnilega spænskri, og svo fagurri, að
ég stóð og starði sem dábundinn á
listaverkið langa hríð. Umgerðin ein
hlaut að vera að minnsta kosti 100.000
franka virði. Þegar Gutierrez veitti
athygli hrifningu minni, varð honum
að orði: „Það er mjög líkt fyrir-
myndinni. Að visu ber ég ekki mik-
ið skynbragð á málaralist, en mér
er sagt að þessi listamaður, Goya
heitir hann, njóti mikils álits á æðri
stöðum“. Ég svipaðist um með eftir-
væntingu „Þér fáið að sjá hana á
eftir", sagði húsráðandi.
Hann skýrði mér síðan frá því, að
kona sín hefði Þjáðst af höfuðverk,
sem þó væri í rénun. Áður en við
settumst aö kvöldverði, bauð hann
mér bikar af vini og er við skáluðum
og báðum hvor annan sem lengst
og bezt lifa, mælti hann alvarlegur
á svipinn: „Svo hefur djúki minn lát-
ið ummælt, að ekki skuli ég hljóta
aidurtila fyrr en mjöll fellur á stræti
í Malaga á miðju sumri . . .“
„Þá lifið þér að eilifu", varð mér
að orði. „Bn hver er hann, djúkinn
sá?“
„Það orð er úr máli sigauna og
þýðir verndarvættur . . .“
Þegar við svo höfðum snætt hinn
dýrlegasta kvöldverð — en Þar eð
við höfum þegar snætt, mundi það
þreyta yður, éf ég færi að lýsa honum
nánar — tók hinn vellauðugi kaup-
maður í Malaga að segja mér þætti
úr ævisögu sinni.
Hann var fátækrar ættar; forfeður
hans í margar kynslóðir höfðu verið
nautahirðar uppi á hásléttunni, en
foreldrar hans setzt að úti við sjó-
inn þar sem þau hugðu lífvænlegra.
Þegar Juan Gutierrez var aðeins tiu
ára gamall, gerðist hann léttadrengur
á kaupskipi. Hann var bráðþroska
mjög og mikill vexti eftir aldri, flug-
næmur og handlaginn, furðu sterkur
og fjörmikill, og því talinn fullgildur
farmaður aðeins sextán ára, en ráð-
inn sem annar stýrimaður, þegar
hann var á nitjánda ári. Hafði hann
þá siglt víða um höf og komið til
margra landa og talaði „sjóara-
frönsku" reiprennandi, en það mál
var blendingur af mörgum þjóðtung-
um. Hugði hann sig þá færan í flest-
an sjó, en það gerum við allir á þeim
árum — Þangað til við verðum ást-
fangnir.
Og liann varð ást.fanginn af
Mercedes de Baeza, dóttur auðugs
skipamiðlara í Malaga. Hún var þá
ekki nema sextán ára, en þó talin
með fegurstu stúlkum þar í borg. Og
eitthvað var það í fari Juans Gutier-
rez, sem varð til þess að hún tók
hann fram yfir alla þá unga menn,
sem hún hafði augum litið. Það las
hann í augum hennar. Hann gekk þvi
rakleitt á fund föður hennar og bað
hann gefa sér dóttur sína.
De Baeza gamli hló að honum.
„Heldur þú að mér sé dóttir min út-
bær til handa hverjum ótíndum öðr-
um stýrimanni á kaupskipi", spurði
karl.
„Ég verð fyrsti stýrimaður að ári“,
svaraði Juan.
„Og síðan?"
„Eftir nokkur ár verð ég orðinn
skipstjóri".