Vikan


Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 18

Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 18
 FRAMH ALDSSAGAN 10. HLUTI EFTIR BODIL ASPER Einar var þreyttur og í döpru skapi og ók hægt heim að Fosshlíð, eftir langa og svefnlitla nótt á legubekkn- um í skrifstofunni. Hann haföi hugs- að og hugsað, og komizt að þeirri nið- urstöðu, að hann gæti ekki með neinu móti yfirgefið Evu, enda hafði hann svarið henni þann eið, þegar hann kvaddi hana í herberginu hennar þá um nóttina, að hvernig sem færi um hjónabandið, þá skyldu þau aldrei skilja. Hann gerði sér það lika ljóst, að hjónabandið gat aldrei orðið samt úr þessu. Hann mundi aldrei geta gert Lilian hamingjusama, þótt hann ætti öryggi og athvarf hjá Evu. Og án Evu var hann ekki nema hálfur maður. Þau voru fædd til að eiga örlög sam- an. Þessa vökunótt gerði hann sér það einnig ijóst, að hjónaband hans og Lil- ian mundi hafa farið út um þúfur þótt hann hefði aldrei kynnzt Evu. Lilian og hann höfðu alltaf lifað hvort í sín- um heimi. Honum hafðl brugðizt sú von, að þeim mundi, áður en langt um liði, takast að finna hvort annað á all- an hátt, þegar hjónabandið hefði sam- einað þau. Ehiginn gat til lengdar bú- ið saman við konu, sem ekki tók neinn þát.t í störfum hans og áhugamálum. Hið sanna var, að hann hafði látið blekkjast af fegurð Lilian. Látið blekkjast svo gersamlega, að hann hirti ekki um að athuga hvort nokkuð leyndist fyrir innan hinn fagra hiún. Á mpðsn hann var ástfanginn, hafði hann bótzt finna hiá henni allar þær dyggðir, sem hann vonaði að hún væri gædd, en nú var hann, án bess að hann hefði fyrst i stað gert sér bað ljóst, farinn að þrá raunverulega eiginkonu. Hann var orðinn þreyttur á að vera kvæntur rándvrri glæsibrúðu. Einmitt. þá hafði Eva komið til Sólvíkur, ung og tilfinningaheit stúlka. Hún var fal- leg. Ekki var það þó fyrst og fremst fegurð hennar, heldur sameiginleg á- hugamál og samstarf. sem dró þau hvort að öðru. Hjá Evu hafði hann fundið allt það, sem hann hafði árang- urslaust leitað að hjá Lilian. 1 nótt hafði hann reynt að koma röð og reglu á þessar hugsanir. Hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði að fórna Súsönnu litlu, en hann lét það ekki á sig fá, auk þess sem honum bar að taka tillit til Lilian. Hann mátti 18 VIKAN ekki fyrir nokkurn mun svipta hana dótturinni — það var nóg, sem hún yrði að sjá á bak samt. Og hann mundi greiða Lilian riflegan lífeyri. Hann mpndi veita henni alla aðstoð, sem hann gæti í té látið. Það var einlæg vdn hans, að þau gætu skilið sem góð- ir vinir, þegar hann hefði sagt henni sannleikann, bæði hvað snerti þeirra hjónaband og ástir hans og Evu. Einar jók hcaðann. Hann þráði að hitta EVu. Hvernig skyldi þeim annars líða heima? Það hlaut að vera annað en gaman fyrir Evu að verða að búa undir sama þaki og Lilian. Það var þvi hyggilegast að ganga formlega frá þessu öllu sem fvrst. Hann leit á úrið Klukkan var langt gengin þrjú. Hann hafði einskis neytt nema eins bolla af kaffi, og fann til svengdar — en nú var ekki heldur langt i miðdegisverð. Og þá mundi hann allt í einu eftir því, að Lilian hafði boðið Hallehjónun- um til miðdegisverðar. Og eitthvað hafði Halle verið að minnast á að ná í aðgöngumiða að sýningunni í skemmtigarðinum í kvöld. Þessu hafði hann gersamlega gleymt. Honum hraus hugur við að verða að hitta allt betta óviðkomandi fólk og halda hóp við það. Fann ók hílnum inn í skvlið. Það hafði stvtt, uno ov sób'n gægðist. fram ~ulli revnskýjanna. Loftið var tært og hressandi. Hann hevrð; slaghörpuleik inni í sninum. Tdpð vnn P!ns npr pinhver færi h'kandi fingrnm pftir nótunum — rifi pði unn há],'prlevmdp s’óð. Oat beð átt, sér steð að það væri Lil’an? Hann lagði við hb’stir. hevrði að nú hjkuðu fingurnir ekbi lnngur. heidur runnu um hliómborðið af ótrúlegri leikni og öryggi. Preludian í b-moll eftir Baeb. leikin af frábærri snilli. Hann opnaði dyrnar að salnum, nam staðar á þrösk- uldinum og ætlaði ekki að trúa sínum eigin eugum og eyrum. Það var engin önnur en Eva, sem sat við flygilinn og sneri baki við hon- um. Aldrei hafði hann haft hugmynd um að hún væri ekki aðeins gædd svo frábærum tónlistarhæfileikum, heldur hefði og öðlazt svo mikla kunnáttu og þjálfun, sem leikur hennar bar vitni. Hann mundi hafa hraðað sér til henn- ar og tekið hana i arma sér, ef leikur hennar hefði ekki haldið honum sem dábundnum. En aftur á móti veitti hann þvi ekki athygli, að Lilian stóð i hálfopnum borðstofudyrunum og veitti honum nána athygli. Honum mundi áreiðan- lega hafa brugðið í brún, hefði hann séð hatrið, sem logaði í augum henn- ar. Um leið og hann hreyfði sig, hvarf hún aftur inn í borðstofuna. Einari gafst ekki næði til aö hlusta á preludíuna til enda, því að Patrik frændi kom inn i þessum svifum. Gamla manninum létti bersýnilega, þegar hann sá Einar þarna. — Jæja, þú ert kominn. Lilian hringdi, en henni var sagt að þú vær- ir farinn. Hún var svo hrædd um að þú kynnir að hafa gleymt því að hún var búin að bjóða gestum heim. — Nei, ég mundi eftir Því, svaraði Einar þreytulega. Slaghörpuleikurinn hljóðnaði og EVa kom inn til þeirra. Hún var föl á- sýndum og dökkir baugar undir aug- unum. — Varst það þú, sem lékst á flygil- inn? spurði Patrik gamli með aðdá- un i röddinni. Þú leikur Ijómandi vel. Hvers vegna hefurðu aldrei sagt okk- ur að þú værir svona snjöll á því sviði? — Ég kann ekki neitt, svaraði Eva lágt. Og það kemur auk þess mjög sjaldan fyrir að ég setjist við hljóð- færi. Ég veit ekki hvers vegna ég fékk allt í einu löngun til þess. Eva beindi orðum sinum til gamla mannsins, en Einar þóttist samt vita, að þau væru fyrst og fremst sér ætluð. — Þú leikur mjög vel, Eva, sagði Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.