Vikan - 02.08.1962, Síða 23
SAUMAVÉL
Það var sagt í Vikunni um Husqvarna saumavé',-
arnar fyrir nokkru síðan, að þær gerðu lireint aiit,
nema sópa gó'f og laga kaffi. Sumir hlógu að þessu,
og þótti það dálítiö smelIiS: En aðrir, sem hiifðu þc-gar
kynnzt þessum vélum af raun, !>rostu iit í annað munn-
vikið og sög'ðu: , Ja, það er sko ekki langt frá ]avi
að þetta sé rétt.“
Eitt gera þær t. d., sem fáum mundi detta í hug.
— Þær setja sig sjálfar! Vesalings blaðamaðurinn,
sem fór til Gunnars Ásgeirssonar til að semja um
kaup á vélinni fyrir þessa getraun, fór að spyrja um
kosti hennar og galla. Honum var þegar sýnd vélin
og hvað hún gat gert. Ög það var ekki áð sökum að
spyrja, — hann fór út tæpum tíu þúsund krónum
fátækari, en ineð eitt eintak af Husqvarna Automatic
No. 21 undir hendinni. Hann stóðst hreinl ekki mátið,
að kaupa eina fyrir sjálfan sig.
Þeir, sem eru alveg ákveðnir í því að kaupa ekki
saumavél handa konunni sinni, eða eiga kannski þegar
eina eða tvær vélar heima, þeim er ráðlagt að fara
aldrei Suðurlandsbraútina fram hjá Gunnari Ásgeirs-
syni. Husqvarna saumavélin liefur nefnilega alveg
sérstætt aðdráttarafl og saumar sig inn í hvert lijarta
áður en lýkur.
Og ekki nóg með það.
Þegar eiginmaðurinn keniur glaðklakkalegur heim
með Husqvarna undir hendinni og snarar henni að
eiginkonunni með viðeigandi handapati og tilburðum,
tekur liann fyrst á móti innilegum þakklætiskossi frá
húsfreyjunni, en síðan sezt hann inn í stofu með
vélina og fer að sauma — og hættir ekki fyrr með
morgunsárinu þegar allur tvinni á lieimilinu er húinn.
Husqvarna er nefnilega alls ekki neitt lík þeim sauma-
vélum, sem við höfum þekkt hingað til. Hún er hrein-
asta galdraverkfæri í orðsins fyllsta skilningi. Með því
að færa til einn takka tii hliðar, styttist eða lengist
sporið. Annar takki fær hana til að zig-zagga með
löngum cða stuttum sporum, breiðum eða injóum,
heint eða til hliðar. Með þriðja takkanum velur maður
mynztur og Iætur vélina kúnstbródera fyrir sig að
vild og með ótrúlegum hraða, afturábak eða áfram.
Hreint alveg vandalaust. Ef vill getur maður sett í
vélina tvær nálar í senn eða jafnvel þrjár og þannig
fengið þrefaldan saum i einni umferð. Hún saumar
á hnappa og tölur, býr til hnappagöt, stoppar í sokka
og bætir göt, rykkir, saumar fellingar, festir snúrur,
varpar sauma, saumar blúndur, festir rennilása og
margt, margt fleira.
„Nýtízku saumavél á m. a. að hafa frjálsan arm,“
segir í leiðbeiningum með þessari undravél, „gang-
Framhald á bls. 30.
SJÓNVARPSTÆKI
Síðustu vikurnar liafa veríð gerðar tilraunir með að endurvarpa
sjónvarpsefni frá gervihnetti, og um leið hillir undir það, að við geturn
notið sjónvarpsefnis hvaðanæva að. Hver vill bví elcki hreppa 1. vinn-
inginn, glæsilegt sjónvarpstæki af PHILICO-gerð, sem O. Johnson &
Kaaber hafa einkaumboð fyrir liér á landi?
Eins og er, eru tæki þessi gerð fyrir móttöku á sendingum frá
bandarískum sjónvarpsstöðvum, eins og t. d. frá Keflavík, en einfalt
er að setja í samband við þau breyti, sem gerir kleift að ná efni frá
öðrum stöðvum, t.d. þeirri íslenzku, þegar þar að kemur.
PHILICO-tækin eru rrtjög vönduð, kosta um 18.260 kr. í útsölu og
hafa reynzt prýðilega.
22 VIKAN
Nú er tækifærið, ef hepimin er með, að láta margra ára draum rætast: Sumaraukaferð til annarra landa. Sá, sem hreppir 2. vinning í verðlauna-
keppni VIKUNNAiR, tekur sér far með EIMSKIP til Rotterdam i Hollandi. Frá Rotterdam liggur leiðin til Lundúna með lúxusfleyinu ARKADÍU á
vegum ferðaskrifstofunnar SUNNU. Þaðan er farið i tveggja daga ökuferð norður eftir Englandi, fagrir staðir og merkir skoðaðir á leiðinni og
að lokum nuinið staðar i Edinborg. Sunna sér einnig um ökuferðina. í Edinborg stígur vinnandinn síðan um borð í flaggskipið GULLFOSS,
sem flytur hann á fyrsta farrými til Reykjavikur aftur, og þúsundir íslendinga eru sammála um það, að sigling með Gullfossi er ógleymanleg.
Hér á landi geta aliir hlutir brugðizt. Togaraverk-
föllin bregðast, þegar afli fer að glæðast við Grænland.
Síldarleysið er farið að bregðast, eftir að Asdic-tæki
og kraftblakkir komu til sögunnar og svo mætti lengi
telja. Einu sinni brugðust jafnvel haustrigningar, eins
og frægt varð á sínum tíma og ufn var skrifuð lieil
revia. Vonandi kemur það ekki fyrir í haust, svo P&Ó
vinningurinn, regnhlíf, hanzkar og hattur, kemur að
góðum notum.
Það eru ekki allir, sem eiga þess kost að eignast
sérstaklega smiðaða módel-skartgripi, en hér sjáum
við einmitt inynd af slíkum gripum frá Skarti h.f., sem
Valur Fannar, gullsmiður, hefur sérstaklega teiknað
og smíðað fyrir verðlaunagetraun Vikunnar: Silfur-
sett, skyrtuhnappar og bindisnæla fyrir herrann og
fjórtán karata gullhringur með Alexandrite-steini,
sem skiptir litum, handa döinunni.
Það er engin tilviljun, að Klúbburinn hefur,
frá þvi hann var opnaður, verið einn vinsælasti
skemmtistaður höfuðborgarinnar.
Vinningurinn er: Kvöldstund i Klúbbnum fyr-
ir tvo, með öllum gæðum, sem staðurinn hefur
upp á að bjóða. Hafi vinningshafi ekki komið í
Klúbbinn áður, mun hann áreiðanlega ganga
þaðan út léttur í spori að kvöldinu liðnu, sann
færður um ágæti staðarins!
GETRAUNIN:
HVAÐ
HEITIR
FJALLIÐ?
Esja __ Drangajökull — Helgafell — Hekla — Þyrill — Vaðlaheiði?
Þá er rÖðin komin að því fjalli, sem frægast er á fslandi og ætti það að vera nægileg skýring. Ekki höfum
við nútínia íslendingar haft teljandi búsifjar af völduni þess, en sú var tíðin að dalurinn sem opnast til
vinstri á myndinni lagðist í auðn af völduin fjallsins. Það var nokkrum öldum eftir að Gaukur bjó að
Stöng. Síðan hefur dalurinn verið óbyggður fyrir utan tvo bæi þar til í vor. Ástæðan er undirbúningur
að stórvirkjun við fellsöxlina, sem sést til vinstri á myndinni. Fyrir utan Geysi, mun fjallið vera fræg-
asta náttúrufyrirbæri íslands, enda trúðu menn því lengi vel að gígurinn í tindi þess væri fordyri vítis.
I GETRAUNARSEÐILL NR. 3.
I FJALLIÐ HEITIR: .........
I
£ NAFN ..........................
íS
S HEIMILI .......................
g SÍMI ..........................
| VIKAN 23
I