Vikan


Vikan - 02.08.1962, Side 24

Vikan - 02.08.1962, Side 24
Ungfrú Yndisfríð Hvar cr örkín bans NÓÆ? Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndis- fríð hefur falið í blaðinu. Kannske í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvit- að er frá Sælgætisgerðinni Nóa. Nafn Heimilisfang Örkin er a bls. slmi Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: SÓLRÚN KRIST.IÁNSDÓTTIR, Vífilsstöðum. Alfreð Clausen: Ömmubæn og [> Mamma mín. Nýlega er komin út hljómplata, þar sem hinn gamal- kunni söngvari Alfreð Clausen syng- ur. Fyrra lagið heyrðist nokkrum sinnum í óskalagaþáttum útvarpsins seinni hluta siðasta árs, útvarpað af sgulbandsupptöku sem þar var, en nú er það komið á iiljómplötu í ann- arri útsetningu. Jan Morávek hefur útsett bæði lögin af sinni alkunnu smekkvísi, og eru útsetningar lag- anna, þó ekki séu þær miklar í snið- um, nýstárlegar og nokkuð frum- legar. Bæði eru lögin og textarnir eftir Jenna Jóns. Og þess ber að geta, að þrjár dömur aðstoða Al- freð á plötunni, þær Ingibjörg Þor- bergs, Svala Nielsen og Sigríður Guðmundsdóttir og hefur þeim af því tilefni verið gefið nafnið Tóna- lísur. Söngur Alfreðs er ekki jafn- góður og fyrr á árum, þegar hann söng inn á liverja plötuna á fætur annarri, sem metsölu náði, en hann hefur þetta „eitthvað“ í röddinni, sem gerir það að verkuin að söngur hans fellur öllum i geð, og því mun plata þessi áreiðanlega verða vin- sæl mjög. Platan er gefin út af ís- lenzkum tónum og fæst i öllum plötuverzlunum. Þetta er hljómsveit Árna ísleifs og myndin líklega tekin á Hótel Birninum í Hafnarfirði 1948 eða 1949. Á myndinni eru í aftari röð: Þorsteinn Eiríksson, trommur (nú iiljómsveitarstjóri í Breiðfirðinga- búð), Jón Sigurðsson, bassi (nú í Sinfóniuhljómsveitinni) og Árni ís- leifs, píanó (nú í Breiðfirðingabúð). Fremri röð: Pétur Jónsson, tenór- saxófónn (Pétur lék með ýmsum hljómsveitum síðan, en hefur búið í Noregi undanfarin tvö ár þar sem hann er starfandi prentari og hljóð- færaleikari) og Þorkell Jóhannes- son, trompet (Þorkell lék ekki mikið með hljómsveitum og hefur sagt skil- ið við hljómlistina, rekur nú eigin prentsmiðju og bókaforlag í Hafn- t> arfirði). „Hey, Baby“ gerði hann frægan Nýjasta nafnið, sem skotið hefur upp í dæg- urlagalieiminum, er Bruce Channel. Hann söng lagið „Hey, Baby“ inn á plötu, sem ekki var framleidd nema i 200 eintökum, því ekki var búizt við því, að hún næði neinni sölu, og svo mikið var sparað til útgáfunnar, að hljóm- sveitin var höfð eins líl- il og framast var hægt, og meira að segja var eitt hljóðfærið munn- harpa. En platan náði vin- sældum, og var það kannski vegna hins ó- venjulega undirleiks, Framhald á bls. 42. — Má ég kynna ... þetta er konan mín Jón Jónsson ... og eh, — Næst verð ég víst að spandéra eh, eh ... þið þekkist ef til vill ... ? í nýjan brúðarkjól. — Hættu að setja ösku á gólfið, ég endurtek: Hættu að ... — Hvað er það sem hún hefur em við ekki____? 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.